Ásgeir Örn um lokasprettinn: Skák í gangi og röðin á liðunum gæti breyst töluvert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. mars 2022 10:30 Valsmaðurinn Arnór Snær Óskarsson var frábær í bikarúrslitavikunni. Hér skorar hann í undanúrslitaleiknum á móti Val. Vísir/Hulda Margrét Olís-deild karla í handbolta hefst aftur í dag eftir hlé vegna bikarúrslitanna og landsliðsæfinga. Það verða kláraðar fimm umferðir á næstu átján dögum og Guðjón Guðmundsson fékk Ásgeir Örn Hallgrímsson úr Seinni bylgjunni til að fara aðeins yfir hvernig lokakafli mótsins lítur úr. Haukarnir eru á toppnum í deildinni með 27 stig, einu stigi á undan Val sem er í öðru sæti. FH er síðan í þriðja sætinu með 24 stig en á leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 22 stig en á umræddan leik við FH inni. Skemmtilegir tímar fram undan „Við sjáum núna að þetta eru Haukar, Valur, FH og ÍBV. Þau eru efst og eru að fara að berjast um þetta. Næstu vikur verða mjög skemmtilegar ekki síst í ljósi þess að öll þessi lið eiga leiki innbyrðis. Röðin á liðunum gæti breyst töluvert. Það eru því skemmtilegir tímar fram undan,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. En skiptir fyrsta sæti máli? Klippa: Ásgeir Örn Hallgrímsson um lokasprettinn í Olís deild karla „Já, ég held að það skipti máli því þá ertu með tryggðan heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Það getur skipt máli þegar upp er staðið. Við höfum samt alveg séð að það eru fullt af liðum sem hafa unnið á útivelli,“ sagði Ásgeir Örn. Stjarnan, Afturelding, Selfoss, KA og Fram munu síðan berjast um næstu fjögur sæti inn í úrslitakeppnina. Eitt þeirra mun sitja eftir. Munar bara einu stigi á fimmta og áttunda sæti „Það munar bara einu stigi frá liðunum í fimmta og áttunda sæti. Svo er það spurning hvað Framararnir ætli að gera. Hvort að þeir ætli að blanda sér í baráttuna. Þar er aftur skemmtilegur innbyrðis leikur sem er Fram-KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Það er ekkert sjálfgefið að þessi efstu fjögur vinni svo næstu fjögur þegar í úrslitakeppnina er komið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Meðbyr með KA mönnum „Nei, alls ekki. Ég get alveg ímyndað mér lið eins og KA. Það er ákveðinn meðbyr með þeim. Þeir áttu alveg frábæra helgi í bikarúrslitunum þar sem við sáum þá bæði spila vel, það var mikil stemmning á pöllunum og unglingarnir voru líka að standa sig, vel. Það er ákveðið mómentum í félaginu sem gæti skilað þeim langt. Það verður til dæmis mjög erfitt að fara norður,“ sagði Ásgeir Örn. Stjörnumenn hafa ollið vonbrigðum eftir áramót. „Þeir hafa ollið mjög miklum vonbrigðum, búnir að tapa einhverjum fjórum leikjum í röð og fimm í röð með þessum bikarleik sem þeir tapa. Þeir eru bara í mjög erfiðri stöðu en gætu snúið þessu við ef þeir hafa nýtt þessar þrjár vikur vel þar sem þeir voru í pásu. Farið yfir sinn leik og núllstillt sig svolítið. Þeir eiga alveg nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn. Eru þjálfararnir tilbúnir að taka áhættuna? Meiðslastaða liðanna skiptir verulegu máli á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Nú fer smá skák í gang um hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp. Þú vilt hafa alla leikmennina þína heila í úrslitakeppninni en að sama skapi þá viltu líka vera á góðu róli þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta er smá skák hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp og hvort þeir séu tilbúnir að taka einhverja áhættu með því að hvíla leikmenn,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá allt viðtalið við Ásgeir Örn hér fyrir ofan. Heil umferð fer fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikur Fram og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.50 og strax á eftir verður sýndur beint kvennaleikur Fram og Stjörnunnar. Þá verður leikur FH og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.15. Seinni bylgjan gerir síðan upp alla umferðina annað kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Haukarnir eru á toppnum í deildinni með 27 stig, einu stigi á undan Val sem er í öðru sæti. FH er síðan í þriðja sætinu með 24 stig en á leik til góða. ÍBV er í fjórða sæti með 22 stig en á umræddan leik við FH inni. Skemmtilegir tímar fram undan „Við sjáum núna að þetta eru Haukar, Valur, FH og ÍBV. Þau eru efst og eru að fara að berjast um þetta. Næstu vikur verða mjög skemmtilegar ekki síst í ljósi þess að öll þessi lið eiga leiki innbyrðis. Röðin á liðunum gæti breyst töluvert. Það eru því skemmtilegir tímar fram undan,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. En skiptir fyrsta sæti máli? Klippa: Ásgeir Örn Hallgrímsson um lokasprettinn í Olís deild karla „Já, ég held að það skipti máli því þá ertu með tryggðan heimavallarrétt út úrslitakeppnina. Það getur skipt máli þegar upp er staðið. Við höfum samt alveg séð að það eru fullt af liðum sem hafa unnið á útivelli,“ sagði Ásgeir Örn. Stjarnan, Afturelding, Selfoss, KA og Fram munu síðan berjast um næstu fjögur sæti inn í úrslitakeppnina. Eitt þeirra mun sitja eftir. Munar bara einu stigi á fimmta og áttunda sæti „Það munar bara einu stigi frá liðunum í fimmta og áttunda sæti. Svo er það spurning hvað Framararnir ætli að gera. Hvort að þeir ætli að blanda sér í baráttuna. Þar er aftur skemmtilegur innbyrðis leikur sem er Fram-KA,“ sagði Ásgeir Örn. „Það er ekkert sjálfgefið að þessi efstu fjögur vinni svo næstu fjögur þegar í úrslitakeppnina er komið,“ sagði Guðjón Guðmundsson. Meðbyr með KA mönnum „Nei, alls ekki. Ég get alveg ímyndað mér lið eins og KA. Það er ákveðinn meðbyr með þeim. Þeir áttu alveg frábæra helgi í bikarúrslitunum þar sem við sáum þá bæði spila vel, það var mikil stemmning á pöllunum og unglingarnir voru líka að standa sig, vel. Það er ákveðið mómentum í félaginu sem gæti skilað þeim langt. Það verður til dæmis mjög erfitt að fara norður,“ sagði Ásgeir Örn. Stjörnumenn hafa ollið vonbrigðum eftir áramót. „Þeir hafa ollið mjög miklum vonbrigðum, búnir að tapa einhverjum fjórum leikjum í röð og fimm í röð með þessum bikarleik sem þeir tapa. Þeir eru bara í mjög erfiðri stöðu en gætu snúið þessu við ef þeir hafa nýtt þessar þrjár vikur vel þar sem þeir voru í pásu. Farið yfir sinn leik og núllstillt sig svolítið. Þeir eiga alveg nóg inni,“ sagði Ásgeir Örn. Eru þjálfararnir tilbúnir að taka áhættuna? Meiðslastaða liðanna skiptir verulegu máli á þessum tímapunkti á leiktíðinni. „Nú fer smá skák í gang um hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp. Þú vilt hafa alla leikmennina þína heila í úrslitakeppninni en að sama skapi þá viltu líka vera á góðu róli þegar úrslitakeppnin byrjar. Þetta er smá skák hvernig þjálfararnir ætla að stilla þessu upp og hvort þeir séu tilbúnir að taka einhverja áhættu með því að hvíla leikmenn,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá allt viðtalið við Ásgeir Örn hér fyrir ofan. Heil umferð fer fram í Olís deild karla í handbolta í kvöld. Leikur Fram og KA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 frá klukkan 17.50 og strax á eftir verður sýndur beint kvennaleikur Fram og Stjörnunnar. Þá verður leikur FH og Vals sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.15. Seinni bylgjan gerir síðan upp alla umferðina annað kvöld. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira