Lægstbjóðandi vonast til að byrja í Teigsskógi í vor Kristján Már Unnarsson skrifar 22. mars 2022 21:14 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg. Egill Aðalsteinsson Tilboð í umdeilda vegagerð um Teigsskóg voru opnuð í dag. Lægsta boð reyndist um tvöhundruð milljónum króna undir kostnaðaráætlun, kom frá Borgarverki og hljóðar upp á ríflega 1,2 milljarða króna. Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 var rifjað upp að það var Borgarverk sem hóf endurnýjun Vestfjarðavegar um Gufudalssveit haustið 2020 með sjö kílómetra kafla í Gufufirði. Þverun Þorskafjarðar hófst svo síðastliðið vor en þann hluta annast Suðurverk en Eykt smíðar sjálfa brúna. Og í dag voru tilboð opnuð hjá Vegagerðinni í lagningu ellefu kílómetra kafla um Teigsskóg. Lægsta boðið, frá Borgarverki, var upp á 1.235 milljónir króna eða 86 prósent af áætluðum verktakakostnaði upp á 1.430 milljónir króna. Tilboð Norðurtaks og Skútabergs frá Akureyri var litlu hærra. Tilboð Suðurverks og Íslenskra aðalverktaka reyndust hins vegar bæði yfir áætlun. Fjögur tilboð bárust í verkið. Tvö reyndust undir áætluðum verktakakostnaði.Grafík/Kristján Jónsson „Þetta leggst mjög vel í okkur. Mér líst mjög vel á þetta verk. Þetta á eftir að verða skemmtilegt,“ segir lægstbjóðandinn Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. -Hvenær sjáið þið fyrir ykkur, ef þið fáið verkið, að þið munið byrja? „Það er í raun og veru bara eftir tvo þrjá mánuði, eitthvað svoleiðis. Það mun taka svona mánuð að ganga frá samningum. Og svo þarf að græja tæki vestur.“ Og kveðst ekki í vafa um að þeir fái verkið. „Verkið er upp á tólfhundruð milljónir. Fyrirtækið veltir á ári nærri fjórfalt þeirri upphæð. Þannig að ég tel okkur ráða auðveldlega við þetta,“ segir Óskar. Borgarverksmenn að störfum í Gufudalssveit haustið 2020. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes.Egill Aðalsteinsson Þessi áfangi nær milli Hallsteinsness og Þórisstaða í utanverðum Þorskafirði og á hann að klárast haustið 2023. Óskar gerir ráð fyrir að vera með 15 til 20 manns að jafnaði í verkinu og að vinnubúðir verði á Hallsteinsnesi. -Þú býst ekki við að það verði fólk sem hlekki sig við ýturnar hjá ykkur? „Nei, nei. Ég held að sá tími sé liðinn. Það er búið að ákveða að fara í verkið og þá einhenda sér allir um það - vona ég,“ svarar framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Teigsskógur Vegagerð Reykhólahreppur Samgöngur Tengdar fréttir Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58 Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00 Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Borgarverk bauð lægst í Teigsskóg Borgarverk ehf. í Borgarnesi átti lægsta boð í vegagerð um Teigsskóg en tilboðsfrestur rann út klukkan 14 í dag. Tilboð Borgarverks er upp á 1.235 milljónir króna og reyndist 86,3 prósent af áætluðum verktakakostnaði, sem var upp á 1.431 milljón króna. 22. mars 2022 14:58
Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. 20. nóvember 2020 23:00
Borgarverk fellst á ákvörðun Vegagerðar um Dynjandisheiði „Við gerum ekki athugasemdir við ákvörðunina. Ákvörðunin er rétt miðað við forsendur útboðsins,“ segir Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks ehf., um þá ákvörðun Vegagerðarinnar að hafna tilboði fyrirtækisins í fyrsta áfanga Dynjandisheiðar. 6. september 2020 18:12