Að búa við öryggi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 22. mars 2022 11:32 Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Eldri borgarar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun