Að búa við öryggi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 22. mars 2022 11:32 Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Ölfus Eldri borgarar Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum að tala um Bálstofuna Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Vanvirðing við einkaframtakið og verðmætasköpun Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin ætlar ekki að hækka tekjuskatt Alma D. Möller skrifar Skoðun Hvað eiga eldri borgarar að kjósa? Hjördís Hendriksdóttir skrifar Skoðun Við erum að ná árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Verðum að rannsaka hvað gerðist í Covid Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Ég og amma mín sem er dáin Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Með baunabyssu í kennaraverkfalli Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hver tilheyrir hverjum? Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf meiri töffara í okkur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Unga fólkið og frjósemi María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum frelsi til handfæraveiða – eflum sjávarbyggðirnar Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Sjá meira
Það eru allt of margir íbúar í Sveitarfélaginu Ölfusi sem hafa þurft að flytjast ótímabærum hreppaflutningum í önnur sveitarfélög síðustu árin, sumir alla leið á Kirkjubæjarklaustur. Það er þyngra en tárum taki fyrir aðstandendur að þurfa að taka þátt í þessum brottflutning sem í einhverjum tilfellum hefur ekki verið nauðsynlegur. Á samstöðu- og baráttutónleikum Tóna og Trix, tónlistarhópi eldri borgara í Ölfusi, árið 2013 varð til mikil samstaða um málefni eldri borgara og mikill hugur var í fólki að finna lausn á þessu hörmungarmáli. Afurð tónleikanna var Hollvinafélagið Höfn sem hafði það hlutverk að leita leiða til að auka öryggi eldra fólks og gera þeim kleift að vera heima eins lengi og mögulegt er. Forsprakkar félagsins lögðust í mikla vinnu þar sem þær fengu ólíka hagsmunaaðila að borðinu. Afrakstur þeirra vinnu voru útfærðar hugmyndir sem farið var í að skoða í samstarfi við fyrrum bæjarstjóra. Verkefnið strandaði í fangi nýrrar bæjarstjórnar sem sýndi þessum lausnum engan áhuga. Þeirri sömu bæjarstjórn og skipuð er meirihluta sem talaði um það fyrir síðustu kosningar að stórefla heimahjúkrun og heimaþjónustu. Það hefur ekki borið á því og varla hægt að sjá að áhugi sé yfir höfuð á málefnum eldri borgara hjá núverandi meirihluta. Málefni eldra fólks upphafin til vegs og virðingar Við á Íbúalistanum viljum taka málefni eldra fólks í fangið og upphefja þau til vegs og virðingar. Fólkið okkar sem nú tilheyrir þessum hópi er fólkið sem byggði upp þéttbýlið Þorlákshöfn. Þau sem unnu ómælda vinnu þannig að ég, þú og börnin okkar getum notið þess að búa hér í vel grónum bæ, með fallega Skrúðgarðinn sem var byggður af hugsjónakonunum í Kvenfélagi Þorlákshafnar. Við getum notið hvers konar menningarviðburða í Þorlákskirkju, sem var byggð og fjármögnuð af íbúum Þorlákshafnar í sjálfboðavinnu, við eigum eina bestu sundlaug á landinu og glæsileg íþróttamannvirki sem hefðu ekki orðið til nema fyrir stórhuga einstaklinga sem lögðu allt sitt í að efla íþróttastarf í sveitarfélaginu. Allir eiga skilið að eldast með reisn vitandi að það verður ekki flutt hreppaflutningum ef það missir heilsuna. Þú, kæri íbúi, átt skilið að búa við öryggi hér í þinni heimabyggð eins lengi og þú mögulega getur áður en þú þarf á fullri þjónustu að halda inni á hjúkrunarheimili. Málefni aldraðra er ekki einangraður málaflokkur, hann snertir okkur öll, mig og þig, einn daginn verðum við öll á þessum stað, eldumst öll og viljum öll áhuggjulaust ævikvöld. Við á Íbúalistanum viljum móta heildstæða stefnu um þjónustu við eldra fólk sem tekur mið af samþættri og persónumiðaðri heilbrigðis- og félagsþjónustu og miðar að því að auka öryggi og vellíðan eldra fólks og gera því kleift að búa sem lengst í heimabyggð. Við viljum efla félagsstarfið og stórauka þá þjónustu sem nú er í boði þegar kemur að umönnun þeirra sem þurfa aukna þjónustu. Opinn fundur um málefni eldri borgara Miðvikudaginn 23. mars kl. 17 á 9unni bjóða frambjóðendur á Íbúalistanum eldri borgurum og öðrum áhugasömum í Ölfusi í opið samtal um málefni eldri borgara í Sveitarfélaginu. Það er von okkar að sem flestir sem láta sig þessi mál varða komi og taki þátt í umræðum og láti í ljós skoðanir sínar. Við viljum hlusta, við erum hér fyrir ykkur. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti á Íbúalistanum í Ölfusi.
Skoðun Spegill eða stjórntæki? Hlutverk skoðanakannana og almenningsálits í stefnumótun og stjórnmálum Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar