Einhugur hjá Sjálfstæðismönnum þrátt fyrir ólíkar skoðanir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 21. mars 2022 20:00 Hildur Björnsdóttir og Marta Guðjónsdóttir. visir Leiðtogi Sjálfstæðisflokksins í borginni segir lista flokksins starfa af einhug fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor þrátt fyrir ólíkar skoðanir innan hans. Tvær ungar konur voru kjörnar í forystu í prófkjöri um helgina sem marki söguleg tíðindi. Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fór fram um helgina og urðu úrslit ljós aðfaranótt sunnudags. Hér má sjá þá sem náðu efstu sætum á lista. Athygli vekur að hópurinn deilir ólíkri sýn á borgarmálin. Sér í lagi þegar kemur að samgöngu- og skipulagsmálum. Svona lýsir íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór fyrsta fundi hópsins en tístið vísar til þeirra ólíku skoðana sem leiðtoginn er sagður hafa miðað við flest flokkssystkini sín á listanum. Við skiptum yfir í beina útsendingu frá fyrsta fundi Hildar Björns með nýja borgarstjórnarflokki XD. pic.twitter.com/im1DvPFLiC— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) March 20, 2022 Hildur Björnsdóttir blæs á þetta. „Þarna kemur saman ólíkur hópur fólks með allskyns sjónarmið en saman munum við auðvitað reka sjálfstæðisstefnuna. Ég var svo lánsöm að fá mjög skýrt umboð í leiðtogasætið og ég er sannarlega frjálslynd og framsýn og mun setja þau mál á oddinn,“ sagði Hildur Björnsdóttir. En hugsarðu að þú fáir stuðning fyrir þínum málum með þennan lista á bakvið þig? „Já við hópurinn hittumst í dag og það er fullur samhljómur um það að við ætlum að starfa saman af einurð og festu og ætlum okkur stóra hluti í vor og hef engar áhyggjur af öðru en að við munum starfa mjög vel saman.“ Samstaða um öll mál Marta Guðjónsdóttir tekur undir með Hildi. Nýlega var haldið Reykjavíkurþing innan flokksins þar sem stefna hans var ákveðin fyrir kosningarnar í vor. „Það var algjör samstaða um öll helstu málin, um borgarlínu, húsnæðismálin um skuldamálin og þetta eru stærstu málin sem verða í kosningabaráttunni í vor,“ sagði Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi. „Við erum stór flokkur. Dýnamíkin inni í okkar flokki er kannski eitthvað sem litlu flokkarnir skilja ekki en við þolum það að setjast saman að borðinu og koma með ólík sjónarmið og koma með lendingu,“ sagði Hildur. Tvær ungar konur í forystu „Stóru tíðindin í þessu prófkjöri sem Twitter og fleiri hafa ekki haft áhuga á að fjalla um er að í forystu þessa lista eru tvær ungar konur og það eru söguleg tíðindi í Sjálfstæðisflokknum og það er eitthvað sem ég er miklu spenntari fyrir að ræða.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Tengdar fréttir Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35 Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Sjá meira
Hildur nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í borginni Lokatölur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar voru kynntar á þriðja tímanum í nótt. Hildur Björnsdóttir borgarfulltrúi mun leiða listann í kosningunum. 20. mars 2022 02:35
Bið eftir fyrstu tölum erfið: „Ég held að taugarnar hjá öllum frambjóðendum hafi verið þandar“ Hildur Björnsdóttir er nýr oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hún segist ánægð með listann sem Sjálfstæðismenn völdu í prófkjörinu og telur að hann muni skila flokknum sigri í borgarstjórnarkosningunum í vor. 20. mars 2022 10:44
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent