„Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. mars 2022 23:31 Androulakis var ómyrkur í máli þegar hann ræddi ástandið í Maríupól við fréttamenn á flugvellinum í Aþenu. EPA/ALEXANDROS VLACHOS Aðalræðismaður Grikklands í Úkraínu varð síðasti erindreki á vegum landa Evrópusambandsins til þess að yfirgefa Maríupól, úkraínsku borgina sem Rússaher situr nú um og hefur komið hvað verst út úr átökunum í landinu. Hann segist vona að enginn verði vitni að jafn miklum hryllingi og hann fékk þar að kynnast. Reuters greinir frá því að Manolis Androulakis hafi aðstoðað tugi Grikkja við að yfirgefa borgina á síðustu dögum. Hann hafi síðan sjálfur yfirgefið borgina í dag. Androulakis segir að Maríupól muni fljótt skipa sér sess meðal þeirra borga sem þekktar eru fyrir þá gríðarmiklu eyðileggingu og þær hörmungar sem yfir þær hafa dunið á stríðstímum. Þar megi nefna Guernica á Spáni, Coventry í Englandi, Aleppo í Sýrlandi, og Grozny og Leníngrad í Rússlandi. „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá,“ sagði Androulakis þegar hann var lentur á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi, hvar fjölskylda hans tók á móti honum. Gríska utanríkisráðuneytið segir að Androulakis hafi verið síðasti erindreki Evrópusambandslanda til þess að yfirgefa borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem er að stórum hluta án rafmgangs, gass og vatns. Þá er símasamband til borgarinnar stopult og árásir Rússa á borgina svo tíðar að íbúar hennar verja meirihluta tíma síns í sprengjuskýlum og neðanjarðarbyrgjum. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grikkland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Reuters greinir frá því að Manolis Androulakis hafi aðstoðað tugi Grikkja við að yfirgefa borgina á síðustu dögum. Hann hafi síðan sjálfur yfirgefið borgina í dag. Androulakis segir að Maríupól muni fljótt skipa sér sess meðal þeirra borga sem þekktar eru fyrir þá gríðarmiklu eyðileggingu og þær hörmungar sem yfir þær hafa dunið á stríðstímum. Þar megi nefna Guernica á Spáni, Coventry í Englandi, Aleppo í Sýrlandi, og Grozny og Leníngrad í Rússlandi. „Ég vona að enginn muni nokkurn tímann sjá það sem ég sá,“ sagði Androulakis þegar hann var lentur á alþjóðaflugvellinum í Aþenu í Grikklandi, hvar fjölskylda hans tók á móti honum. Gríska utanríkisráðuneytið segir að Androulakis hafi verið síðasti erindreki Evrópusambandslanda til þess að yfirgefa borgina. Talið er að um 300.000 manns séu föst í borginni, sem er að stórum hluta án rafmgangs, gass og vatns. Þá er símasamband til borgarinnar stopult og árásir Rússa á borgina svo tíðar að íbúar hennar verja meirihluta tíma síns í sprengjuskýlum og neðanjarðarbyrgjum.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Grikkland Tengdar fréttir Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30 Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Vaktin: Rússar leggja til flóttaleiðir frá Maríupól Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir umsátur Rússa um Maríupól og árásir þeirra á borgina „hrylling sem verður minnst um ókomnar aldir“. Rússar hafa lagt til flóttaleiðir frá borginni á morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 20. mars 2022 16:30
Segja Úkraínumenn hafa stöðvað Rússa Úkraínumenn eru sagðir hafa stöðvað sókn Rússa og er útlit fyrir langvarandi átök sem einkennast af þrátefli með tilheyrandi mannfalli og eyðileggingu. 20. mars 2022 12:03