Kílómetra löng aparóla úr Kömbum fyrir spennufíkla Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 20. mars 2022 14:02 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sem er mjög spennt fyrir nýju afþreyingunni, sem opnuð verður fyrir ferðamenn í sumar í Kömbunum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Spennufíklar geta nú heldur betur farið að láta sig hlakka til því nú á að setja kílómetra langa aparólu frá Kömbum yfir á planið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Bæjarstjóri Hveragerðisbæjar er ekki viss um að hún þori að verða fyrsti gesturinn. Það er fyrirtækið Kambagil ehf., sem áformar að setja á fót „zip-line“ afþreyingarmöguleika úr Kömbunum ofan Hveragerðis og niður á flatlendið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Reistir verða pallar við upphaf og enda með tveimur samsíða línum strengdum á milli. Við upphafspallinn í Kömbunum verður útbúinn útsýnispallur fyrir gesti og gangandi. Forsvarsmenn Kambagils hafa m.a. stýrt og byggt upp ferðaþjónustu við Raufarhólshelli með góðum árangri. Verkefnið er unnið í samstarfi við kanadískt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu af því að reisa samskonar mannvirki við náttúruperlur um allan heim. Lengd ferðarinnar í línunum er rétt rúmur einn kílómetri. Yfirlitsmynd yfir svæðið.Verkís Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar eru mjög spennt fyrir verkefninu. „Við erum nýbúin með deiliskipulag lóðar fyrir svokallaða svifbraut eða „zip line“. Það er tvöföld svifbraut, sem mun fara úr næst efstu beygjunni í Kömbunum og niður í dalinn þar fyrir neðan. Við eigum von á því að þetta muni verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Hveragerði. Þetta verður eitthvað svakalegt því þetta er kílómetri, sem þú svífur yfir gil, ár og fossa, þetta verður skemmtilegt,“ segir Aldís. En hvenær verður þetta tekið í notkun? „Það liggur ekki alveg fyrir en við erum að vonast til að framkvæmdir hefjist þarna í byrjun maí og ef að vel gengur að hægt verði að fara fyrstu ferðirnar upp úr miðjum júní kannski.“ Línanna ferðarinnar er rétt rúmur 1 kílómetri.Verkís Og ætlar bæjarstjórinn fyrstu ferðina? „Ég veit það ekki, kannski,“ segir Aldís brosandi og spennt fyrir þessari nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn. Hveragerði Ölfus Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira
Það er fyrirtækið Kambagil ehf., sem áformar að setja á fót „zip-line“ afþreyingarmöguleika úr Kömbunum ofan Hveragerðis og niður á flatlendið við þjónustuhúsið í Reykjadal. Reistir verða pallar við upphaf og enda með tveimur samsíða línum strengdum á milli. Við upphafspallinn í Kömbunum verður útbúinn útsýnispallur fyrir gesti og gangandi. Forsvarsmenn Kambagils hafa m.a. stýrt og byggt upp ferðaþjónustu við Raufarhólshelli með góðum árangri. Verkefnið er unnið í samstarfi við kanadískt fyrirtæki sem hefur mikla reynslu af því að reisa samskonar mannvirki við náttúruperlur um allan heim. Lengd ferðarinnar í línunum er rétt rúmur einn kílómetri. Yfirlitsmynd yfir svæðið.Verkís Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar eru mjög spennt fyrir verkefninu. „Við erum nýbúin með deiliskipulag lóðar fyrir svokallaða svifbraut eða „zip line“. Það er tvöföld svifbraut, sem mun fara úr næst efstu beygjunni í Kömbunum og niður í dalinn þar fyrir neðan. Við eigum von á því að þetta muni verða mikil lyftistöng fyrir ferðaþjónustu í Hveragerði. Þetta verður eitthvað svakalegt því þetta er kílómetri, sem þú svífur yfir gil, ár og fossa, þetta verður skemmtilegt,“ segir Aldís. En hvenær verður þetta tekið í notkun? „Það liggur ekki alveg fyrir en við erum að vonast til að framkvæmdir hefjist þarna í byrjun maí og ef að vel gengur að hægt verði að fara fyrstu ferðirnar upp úr miðjum júní kannski.“ Línanna ferðarinnar er rétt rúmur 1 kílómetri.Verkís Og ætlar bæjarstjórinn fyrstu ferðina? „Ég veit það ekki, kannski,“ segir Aldís brosandi og spennt fyrir þessari nýjung í afþreyingu fyrir ferðamenn.
Hveragerði Ölfus Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Sjá meira