Unga fólkið og framtíðin Ómar Már Jónsson skrifar 20. mars 2022 12:00 Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Miðflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Ómar Már Jónsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Árið er 1981, leiðin lá til Reykjavíkur í helgarfrí frá Héraðsskólanum Reykjum í Hrútafirði. Ungir, 15 ára óharðnaðir vinir utan af landi voru komnir í langþráð helgarfrí til að skemmta sér á Hallærisplaninu í 101 Reykjavík. Við höfðum verið fyrirhyggjusamir og útvegað okkur eina flösku af íslensku brennivíni fyrir gleðina sem framundan var. Eftir tíðindalitla en skemmtilega nótt þegar unga fólkið fór að týnast í burtu áttuðum við okkur á því að það hafði gleymst að skipuleggja næturgistingu og farið að kólna. Ráðalausir vorum við ekki og lögðum leið okkar á lögreglustöðina við Hlemm. Eftir strangar samningaviðræðum við vaktstjóra fengum við að sofa úr okkur í anddyri lögreglustöðvarinnar. Var beiðni okkar um að fá að gista í fangaklefum ekki samþykkt. Um morgunin við vaktaskipti á lögreglustöðinni vakna ég við að þrír lögregluþjónar í fullum skrúða eru sturmandi yfir okkur, þar á meðal kona um fimmtugt sem með forundrunarsvip spurði félaga sína er hún starði á okkur: „Er þetta kynslóðin sem á að taka við af okkur?“ Það var áhyggjutónn í röddinni. Ég hef aldrei gleymt tilfinningunni sem spurning hennar hafði á mig. Ég hafði hreinlega ekki hugsað út í að við sem þarna lágum ættum eftir að taka við af þeim, að við værum unga kynslóðin sem horft væri á sem arftaka. Breyttir tímar Unga fólkið okkar, kynslóðin sem mun taka við stendur sig vel. Mér finnst unga fólkið á margan hátt þroskaðara, fyrirhyggjusamara, betur menntað, vera meðvitaðra og með skýrari framtíðarsýn en mín kynslóð, það veit hvað það vill. Við erum sífellt að þroskast sem þjóð. En hvernig erum við að búa þeim í haginn? Hvernig skilyrði erum við að skapa kynslóðinni sem erfa skal landið til að flytja úr foreldrahúsum, fara inn á fasteignamarkaðinn, kaupa sína fyrstu eign eða leigja meðan sparað er fyrir útborgun í íbúð? Við höfum nefnilega skyldum að gegna gagnvart þeim hópi. Að þau hafi aðgengi að réttlátum íbúðamarkaði, hvort sem það er til kaupa eða leigja og þar er augljóslega pottur brotinn. Vegna brests milli framboðs og eftirspurnar á lóðum, lóðaskorti og þar með skorti á íbúðarhúsnæði hefur verð á húsnæði farið í hæstu hæðir, langt út fyrir eðlilega verðþróun og leiguverð húsnæðis fylgir þar með. Meðalkaupverð fasteigna á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um fimm milljónir króna á síðustu tveimur mánuðum og leiga á 60 fermetra íbúð er búið að rjúfa 250 þús. kr. múrinn. Sú þróun er mannana verk og það er staðreynd að hvergi á byggðu bóli hefur íbúðaverð hækkað jafn gengdarlaust og í Reykjavík og er það okkar samfélagsleg skylda að vinda ofan af því. Ég ætla að beita mér fyrir því að stórauka framboð á lóðum til bygginga, bæði fyrir verktaka og einnig skapa aðgengi að lóðum til þeirra sem vilja byggja sjálfir. Reiknast mér til að það þurfi að lágmarki að byggja 10.000 íbúðir í Reykjavík á næstu 5 árum. Ég ætla einnig að beita mér fyrir því að stórauka framboð á leiguhúsnæði í gegn um fasteignafélög sem eru ekki hagnaðardrifin. Við höfum allar forsendur til þess og það er ekki eftir neinu að bíða. Hefjum umbreytingaferli eftir kosningar til borgarstjórnar í maí nk. Sköpum aðgengi fyrir unga fólkið inn á sanngjarnan og eðlilegan fasteigna- og leigumarkað. Höfundur er frambjóðandi í 1. sæti Miðflokksins í Reykjavík.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun