Windfall: Engin leið að losna við Marshal Erikson Heiðar Sumarliðason skrifar 24. mars 2022 13:27 Jason Segel, Lily Collins og Jesse Plemons í hlutverkum sínum. Windfall, sem frumsýnd var á Netflix í síðustu viku, fjallar um innbrot sem breytist óvart í mannrán/gíslatöku. Jason Segel leikur innbrotsþjófinn, á meðan Jesse Plemons og Lily Collins leika fórnarlömbin. Leikstjóri hennar, Charlie McDowell, segir að hún hefði aldrei orðið til ef ekki væri fyrir Covid-19. Verkefnið kom til þegar nokkrum þekktum leikurum og kvikmyndagerðarmönnum leiddist einangrunin og ákváðu að henda í eitt stykki kvikmynd og vegna smæðar verkefnisins var auðvelt að gera hana þrátt fyrir fyrrnefnt kóf. Því svífur andi veirunnar skæðu yfir vötnum hér, þar sem í myndinni eru aðeins fjórar persónur og gerist hún öll á sama staðnum, glæsilegu húsi í Kaliforníu. Myndin hefst á því að ónefndur rytjulegur náungi, leikinn af Jason Segel, tínir og kreistir appelsínur og ráfar um ríkmannlega eign í Kaliforníu. Skömmu síðar byrjar hann að róta í skúffum og skápum hússins og við áttum okkur á því að hann er þar líklegast óboðinn. Á ráfi sínu og róti finnur hann eilítið af reiðufé og byssu (Chekovs). Ekki líður að löngu þar til að hinn áður slaki innbrotsþjófur stífnar allverulega upp. Það er einhver að renna í hlaðið. Þar eru á ferðinni eigendur hússins, auðjöfur nokkur og eiginkona hans. Innbrotsþjófurinn rytjulegi virðist einstaklega lélegur að fela sig og er fljótlega gripinn af hjónunum. Í hönd fer annar leikþáttur sem er lítið annað en bið. Þremenningarnir hangsa bróðurpartinn af miðjuleikþættinum, sem ég las einhversstaðar að ætti að vera hinn svokallaði meginátakaþáttur kvikmyndar. Ég las á sama stað að ein versta synd sem hægt væri að fremja gagnvart áhorfendum væri að gera þennan átakaþátt að bið, bið eftir þriðja þætti og demba öllum átökum sögunnar þangað. Windfall er eitt skýrasta dæmið sem ég hef séð um þessa synd. Slíkur frásagnarmáti verður til þess að ójafnvægi myndast í framvindu og þegar þriðji leikþáttur hefst með sínum göslaragangi verður upplifunin innantóm og jaðrar við að vera fölsk. Einnig eru sumar ákvarðanir persónanna heldur þvingaðar og hefði þessari sögu sennilega verið gerð betri skil í skáldsagnaformi. Kvikmyndaformið er nefnilega slungið af því leytinu að sumar persónuarkir henta því ekki, sérstaklega á það við um persónuörk eiginkonu auðjöfursins. Það eru ákveðið mörg skref sem stíga þarf til að hafa fullnægjandi breytingaferðlag persónu og á þeim u.þ.b. 80 mínútum sem líða frá því að hún birtist á skjánum, þar til myndinni lýkur, eru þau skref sem stigin eru ekki fullnægjandi. Plemons og Collins sitja mikið. Til að þetta hefði mátt heppnast betur hefði kastljósinu þurft að vera beint mun meira á þessa einu kvenpersónu sögunnar, því ef ég ætti að raða aðalpersónunum þremur í röð eftir því hve mikilvægar þær eru meginframvindu myndarinnar, ræki eiginkona auðjöfursins restina. Það skýtur því eilítið skökku við hve afgerandi hún verður eftir því myndin færist nær niðurlagi. Best er að velja sér aðalpersónu og halda sig við hana. Jason Segel verður alltaf Marshal Erikson Af leikurunum er það Plemons sem ber af í hlutverki auðjöfursins. Hann er með flestar línur og persóna hans er mjög afgerandi í hlutverki gísls, á meðan persóna innbrotsþjófsins, sem Segel leikur, er einhver minnst afgerandi glæpamaður sem ég man eftir í kvikmynd. Auðvitað er það með vilja gert og það er „brandarinn,“ ef þannig mætti að orði komast. Enda var hann ekki mættur á staðinn til að taka fólk í gíslingu. Segel er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Marshal úr How I Met Your Mother og hefur hingað til ekki þótt burðugur dramaleikari. Hann gerir lítið til að auka hróður sinn sem slíkur hér. Hann er því miður dæmdur til að leika einhverskonar tilbrigði af Marshal Eriksen. Maður veltir því hreinlega fyrir sér hvort myndin hefði mögulega getað orðið betri ef annar hæfari maður hefði verið fenginn í verkið. Það er svo sem ómögulegt að vita. Jason Segel og Alyson Hannigan í hlutverkum sínum í How I Met Your Mother. Lily Collins, betur þekkt sem Emily í París, leikur eina kvenhlutverkið og líkt og ég impraði á áðan, þá er hún ekki til stórræða lengst af. Þegar persóna hennar fær loks að skína, er það of lítið og of seint. Collins er örugglega fínasta leikkona, en fær ekki sýna mikið hér. Windfall er að einhverju leyti áhugaverð tilraun með formið, en þessi „miðkafla-bið“ er hreinlega ekki nægilega áhugaverð til að hægt sé að réttlæta þennan strúktúr. Þar er ekki nógu mikið í gangi og fellur því myndin um sjálfa sig, þrátt fyrir hressari þriðja leikþátt. Áhorfendur virðast ekki sérlega gefnir fyrir herlegheitin og er myndin með einkunnina 5,7 á imdb.com. Ég hafði reyndar giskað á að hún myndi slefa yfir sex, en pöpullinn getur verið harður dómari, jafnvel harðari en krítíkerar. Niðurstaða: Windfall er eins og kóviddið. Áhugaverð í byrjun, meginframvindan leiðinleg, þó með eilítið spennandi lokakafla (þó aðallega af því hún fer að klárast). Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Leikstjóri hennar, Charlie McDowell, segir að hún hefði aldrei orðið til ef ekki væri fyrir Covid-19. Verkefnið kom til þegar nokkrum þekktum leikurum og kvikmyndagerðarmönnum leiddist einangrunin og ákváðu að henda í eitt stykki kvikmynd og vegna smæðar verkefnisins var auðvelt að gera hana þrátt fyrir fyrrnefnt kóf. Því svífur andi veirunnar skæðu yfir vötnum hér, þar sem í myndinni eru aðeins fjórar persónur og gerist hún öll á sama staðnum, glæsilegu húsi í Kaliforníu. Myndin hefst á því að ónefndur rytjulegur náungi, leikinn af Jason Segel, tínir og kreistir appelsínur og ráfar um ríkmannlega eign í Kaliforníu. Skömmu síðar byrjar hann að róta í skúffum og skápum hússins og við áttum okkur á því að hann er þar líklegast óboðinn. Á ráfi sínu og róti finnur hann eilítið af reiðufé og byssu (Chekovs). Ekki líður að löngu þar til að hinn áður slaki innbrotsþjófur stífnar allverulega upp. Það er einhver að renna í hlaðið. Þar eru á ferðinni eigendur hússins, auðjöfur nokkur og eiginkona hans. Innbrotsþjófurinn rytjulegi virðist einstaklega lélegur að fela sig og er fljótlega gripinn af hjónunum. Í hönd fer annar leikþáttur sem er lítið annað en bið. Þremenningarnir hangsa bróðurpartinn af miðjuleikþættinum, sem ég las einhversstaðar að ætti að vera hinn svokallaði meginátakaþáttur kvikmyndar. Ég las á sama stað að ein versta synd sem hægt væri að fremja gagnvart áhorfendum væri að gera þennan átakaþátt að bið, bið eftir þriðja þætti og demba öllum átökum sögunnar þangað. Windfall er eitt skýrasta dæmið sem ég hef séð um þessa synd. Slíkur frásagnarmáti verður til þess að ójafnvægi myndast í framvindu og þegar þriðji leikþáttur hefst með sínum göslaragangi verður upplifunin innantóm og jaðrar við að vera fölsk. Einnig eru sumar ákvarðanir persónanna heldur þvingaðar og hefði þessari sögu sennilega verið gerð betri skil í skáldsagnaformi. Kvikmyndaformið er nefnilega slungið af því leytinu að sumar persónuarkir henta því ekki, sérstaklega á það við um persónuörk eiginkonu auðjöfursins. Það eru ákveðið mörg skref sem stíga þarf til að hafa fullnægjandi breytingaferðlag persónu og á þeim u.þ.b. 80 mínútum sem líða frá því að hún birtist á skjánum, þar til myndinni lýkur, eru þau skref sem stigin eru ekki fullnægjandi. Plemons og Collins sitja mikið. Til að þetta hefði mátt heppnast betur hefði kastljósinu þurft að vera beint mun meira á þessa einu kvenpersónu sögunnar, því ef ég ætti að raða aðalpersónunum þremur í röð eftir því hve mikilvægar þær eru meginframvindu myndarinnar, ræki eiginkona auðjöfursins restina. Það skýtur því eilítið skökku við hve afgerandi hún verður eftir því myndin færist nær niðurlagi. Best er að velja sér aðalpersónu og halda sig við hana. Jason Segel verður alltaf Marshal Erikson Af leikurunum er það Plemons sem ber af í hlutverki auðjöfursins. Hann er með flestar línur og persóna hans er mjög afgerandi í hlutverki gísls, á meðan persóna innbrotsþjófsins, sem Segel leikur, er einhver minnst afgerandi glæpamaður sem ég man eftir í kvikmynd. Auðvitað er það með vilja gert og það er „brandarinn,“ ef þannig mætti að orði komast. Enda var hann ekki mættur á staðinn til að taka fólk í gíslingu. Segel er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Marshal úr How I Met Your Mother og hefur hingað til ekki þótt burðugur dramaleikari. Hann gerir lítið til að auka hróður sinn sem slíkur hér. Hann er því miður dæmdur til að leika einhverskonar tilbrigði af Marshal Eriksen. Maður veltir því hreinlega fyrir sér hvort myndin hefði mögulega getað orðið betri ef annar hæfari maður hefði verið fenginn í verkið. Það er svo sem ómögulegt að vita. Jason Segel og Alyson Hannigan í hlutverkum sínum í How I Met Your Mother. Lily Collins, betur þekkt sem Emily í París, leikur eina kvenhlutverkið og líkt og ég impraði á áðan, þá er hún ekki til stórræða lengst af. Þegar persóna hennar fær loks að skína, er það of lítið og of seint. Collins er örugglega fínasta leikkona, en fær ekki sýna mikið hér. Windfall er að einhverju leyti áhugaverð tilraun með formið, en þessi „miðkafla-bið“ er hreinlega ekki nægilega áhugaverð til að hægt sé að réttlæta þennan strúktúr. Þar er ekki nógu mikið í gangi og fellur því myndin um sjálfa sig, þrátt fyrir hressari þriðja leikþátt. Áhorfendur virðast ekki sérlega gefnir fyrir herlegheitin og er myndin með einkunnina 5,7 á imdb.com. Ég hafði reyndar giskað á að hún myndi slefa yfir sex, en pöpullinn getur verið harður dómari, jafnvel harðari en krítíkerar. Niðurstaða: Windfall er eins og kóviddið. Áhugaverð í byrjun, meginframvindan leiðinleg, þó með eilítið spennandi lokakafla (þó aðallega af því hún fer að klárast).
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Netflix Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira