Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússa segir þá ekki geta unnið stríðið í Úkraínu Heimir Már Pétursson skrifar 18. mars 2022 13:41 Andrei Kozyrev þáverandi utanríkisráðherra Rússlands sést hér í föruneyti Borisar Yeltsin þáverandi forseta Rússlands. Getty/Jacques Langevin Fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Putin ekki geta unnið stríðið í Úkraínu en það geti hins vegar dregist á langinn ef Vesturlönd auki ekki stuðning sinn við Úkraínumenn. Þrátt fyrir áframhald loftárása á borgir og bæi virðist stríðið komið í kyrrstöðu. Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Úkraínumönnum virðist hafa tekist að stöðva eða að minnsta kosti hægja mjög á framrás innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gera þó enn stórskotaliðs-, eldflauga- og loftárásir á borgir á bæi í norðri, austri og suðri. Í morgun vörpuðu Rússar sprengjum á viðhaldsbyggingu fyrir flugvélar nærri flugvellinum í Lviv nærri pólsku landamærunum og á höfuðborgina Kænugarð þar sem einn maður lést eftir að sprengja féll á fjölbýlishús. Andrei Kozyrev sem var um tíma utanríkisráðhera Rússlands á valdatíma Borisar Yeltsin fordæmir rússneska embættismenn fyrir að taka þátt í viðbjóðslegum lygum Vladimir Putins Rússlandsforseta. Þá setji niður við að taka þátt í útbreiðslu áróðurs Putins og ættu allir með tölu að segja af sér. Þar sé Sergey Lavrov núverandi utanríkisráðherra Rússlands engin undantekning. Sergey Lavrov utanríkisráðherra Rússlands ítrekaði í dag ásakanir um að Úkraínumenn hefðu yfir að ráða efnavopnum. Margir óttast að í því felist hótun Rússa um beitingu slíkra vopna.AP/Evgenia Novozhenina Í morgun fullyrti Lavrov að Bandaríkjamenn hefðu komið upp efnavopnaverksmiðjum á um þrjú hundruð stöðum í heiminum. „Margar þeirra eru í fyrrverandi sovétlýðveldum í nágrenni Rússlands. Þar með talið í Úkraínu sem er sennilega stærsta verkefni bandaríska varnarmálaráðuneytisins,“ sagði Lavrov. Úkraínuforseti og fleiri hafa áður sagt að besta leiðin til að lesa í fyrirætlanir Rússa væri að kynna sér hvað þeir væru að herma upp á aðra. Þess vegna væri ástæða til að hafa áhyggjur af efnavopnatali Rússa. Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands segir Vesturlönd hvergi meiga hvika í andstöðunni við Putin.Getty/Mark Reinstein Kozyrev segir Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseta ólíkt Putin hafa sýnt frábæra leiðtogahæfileika. Her Úkraínu væri nú þegar kominn í gagnsókn gegn Rússum á sumum svæðum. „Það er engin leið fyrir Rússland eða öllu heldur Putin að vinna þetta stríð. Það er bara spurning hvenær Rússar fara að tapa stríðinu,“ segir Kozyrev. Hvenær það gerist velti mjög mikið á stuðningi Vesturlanda sem þurfi að uppfæra og auka verulega á hverjum degi. Engin ástæða væri til að óttast að Putin beitti kjarnorkuvopnum. Hann væri ekki nógu óður til að fremja sjálfsmorð. Volodymyr Zelenskyy Úkraínuforseti heimsækir hina 16 ára Kateryna Vlasenko á sjúkrahúsi í Kænugarði sem skýldi yngri bróður sínum í sprengjuárás Rússa á borgina.AP/forsetaembætti Úkraínu „En ef Vesturlönd hvika og sýna ótta mun hann sennilega grípa til efnavopna. Þannig að sýnið engan bilbug á ykkur,“ segir Andrei Kozyrev fyrrverandi utanríkisráðherra Rússlands.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03 Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Árásarmaðurinn skotinn til bana Erlent „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Sjá meira
Stjórnvöld sögð vernda einn áhrifamesta auðjöfur Hvíta-Rússlands Íslensk stjórnvöld eru sögð hafa beitt sér ítrekað fyrir því að einn áhrifamesti ólígarki í Hvíta-Rússlandi og kjörræðismaður Íslands þar, sæti ekki refisaðgerðum af hálfu Evrópusambandsins. Ástæðan sé að hann kaupi íslenskan fisk fyrir milljarða, aðgerðir þýddu umtalsvert tap hér. 18. mars 2022 12:03
Arnold ávarpar rússnesku þjóðina: „Úkraína hóf ekki þetta stríð“ Arnold Schwarzenegger, leikari og stjórnmálamaður, sendi í gær út frá sér ávarp til rússnesku þjóðarinnar. Þar segist hann elska rússnesku þjóðina og bera mikla virðingu fyrir henni en segist þurfa að segja Rússum sannleikann um það sem sé að gerast í Úkraínu. 18. mars 2022 11:34