Fjórfaldur heimsmeistari missir af fyrsta kappakstri ársins Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. mars 2022 17:46 Sebastian Vettel þarf að sætta sig við að horfa á fyrsta kappakstur ársins í sjónvarpinu. Mark Thompson/Getty Images Sebastian Vettel, fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1, missir af fyrsta kappakstri ársins eftir að hafa greinst með kórónuveiruna. Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri. Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Tímabilið í Formúlu 1 hefst um helgina, en keppt verður í Barein næstkomandi sunnudag. Æfingar hefjast á morgun og tímatakan fer fram á laugardaginn. Sebastian Vettel getur ekki verið við stýrið á Aston Martin bifreið sinni eftir að ökuþórinn greindist með kórónuveiruna í dag. Nico Hulkenberg mun aka í stað Vettels. Hinn 34 ára Hulkenberg hefur ekki átt fast sæti í Formúlu 1 síðan árið 2019, en hefur hlaupið í skarðið fyrir aðra. Hann keppti í þrígang árið 2020 þegar hann hljóp í skarðið fyrir þá Lance Stroll og Sergio Perez eftir að þeir greindust með kórónuveiruna. Sebastian Vettel er sem áður segir fjórfaldur heimsmeistari í Formúlu 1 og því mikill missir fyrir Aston Martin liðið. Vettel varð heimsmeistari fjögur ár í röð árin 2010-2013. Þá er hann einnig þriðji sigursælasti ökuþór sögunnar í Formúlu 1, en Vettel hefur unnið 53 keppnir á ferlinum. Aðeins Michael Schumacher og Lewis Hamilton hafa unnið fleiri.
Formúla Akstursíþróttir Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Í beinni: Man. City - Liverpool | Stórleikur á Etihad Enski boltinn Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Fleiri fréttir Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira