„Liðið hefur þroskast gríðarlega“ Sindri Sverrisson skrifar 17. mars 2022 15:33 Guðmundur Guðmundsson er með íslenska landsliðshópinn í æfingabúðum á Íslandi þessa dagana. Í næsta mánuði spilar liðið umspilsleiki um sæti á HM, gegn sigurliðinu úr einvígi Austurríkis og Eistlands. Stöð 2 Guðmundur Guðmundsson fundaði með leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins í morgun og markmiðið er skýrt. Þeir ætla sér að komast á Ólympíuleikana í París 2024. Guðmundur segir spennandi tíma fram undan hjá strákunum okkar. Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“ HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira
Eftir að hafa stýrt Íslandi til 6. sætis á EM í janúar, þar sem liðið var afar nálægt því að komast í undanúrslit og spila um verðlaun, tóku Guðmundur og forráðamenn HSÍ sér drjúgan tíma í ákvörðun um framhaldið. Í dag var svo gert opinbert að Guðmundur hefði skrifað undir nýjan samning sem gildir fram á sumarið 2024. Það er engin tilviljun, því Guðmundur og hans menn ætla sér á Ólympíuleikana í París það sumar en fyrsta skref í því stóra verkefni er að vinna Austurríki eða Eistland í HM-umspilinu í næsta mánuði. „Hæfari, reynslumeiri, sterkari“ „Ég er fullur tilhlökkunar að takast á við þau verkefni sem fram undan eru hjá liðinu. Mér finnst við vera búnir að þróa liðið undanfarin ár, byggja það upp, og það er orðinn mikill munur á liðinu. Það hefur þroskast gríðarlega,“ segir Guðmundur og bætir við: „Leikmenn eru orðnir betri, hæfari, reynslumeiri, sterkari, og mér finnst að eins og að síðasta mót spilaðist þá séu vísbendingar um það að við séum að eignast mjög sterkt lið. Ég er þó meðvitaður um að til þess að vera á toppnum í handboltanum þá þarf að halda vel á spilunum og það er stutt á milli í þessu. En mér finnst allir möguleikar í stöðunni, ef að við höldum okkar mönnum heilum og svo framvegis. Það eru spennandi tímar fram undan.“ Klippa: Viðtal við Guðmund Guðmundsson Guðmundur stýrði íslenska landsliðinu þegar það vann silfur á Ólympíuleikunum 2008, og gerði Danmörku að ólympíumeistara árið 2016. Nú er stefnan sett á að koma Íslandi til Parísar 2024: Ólympíuleikarnir ræddir á fundi í morgun „Lykilatriði í að komast á Ólympíuleikana er að komast inn á næsta HM. Það mót gefur möguleikann á að komast í umspil fyrir Ólympíuleikana. Þess vegna er næsta verkefni hjá okkur, gegn Austurríki eða Eistlandi, sem við ætlum að sigra. Ólympíuleikarnir eru í okkar huga og við vorum síðast á fundi í morgun að ræða það með leikmönnum. Það er markmið sem við setjum stefnuna á,“ segir Guðmundur og tók undir að um langa leið væri að ræða: „Þess vegna erum við að ræða þetta núna. Þetta er mjög löng leið og tekur að minnsta kosti tvö ár bara að fá tækifærið til að komast þangað. Þetta er draumur hjá okkur sem við viljum láta rætast.“ Of snemmt að bera þessi lið saman Guðmundur hefur stýrt íslenska liðinu aftur í hóp átta bestu þjóða heims eins og hann ætlaði sér, miðað við árangurinn á EM í janúar, en hvernig ber hann liðið í dag saman við það sem náði svo frábærum árangri fyrir rúmum áratug síðan? „Það er mjög erfitt að meta það og bera saman. Liðið 2008 náði stórkostlegum árangri, var skipað frábærum leikmönnum og frábærum karakterum, vann silfur á Ólympíuleikum og brons á EM. Þetta lið sem við erum með núna á eftir að stíga þau skref og þangað til þurfum við að bíða með samanburðinn. Þetta er efnilegt lið og það er frábær andi í því, og að mörgu leyti er það að verða gott en það er of snemmt að bera þessi lið saman á þessum tímapunkti.“
HM 2023 í handbolta EM karla í handbolta 2022 Handbolti Mest lesið Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segja að nýja reglan eyðileggi sportið Sport Fleiri fréttir „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Leik lokið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Sjá meira