Nýtt kerfi á að minnka líkurnar á því að smástirni grípi jarðarbúa í bólinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 17. mars 2022 12:26 Svarta rákin fyrir miðri mynd er smástirnið sem sprakk, þessi mynd náðist rúmlega tíu mínútum áður en það brann upp í andrúmslofti jarðarinnar. ESA Líkur eru á því að nýtt geimsjónaukakerfi Evrópsku geimvísindastofnunarinnar auðveldi stjörnufræðingum og öðrum geimáhugamönnum að koma fyrr auga á smástirni á borð við það sem sprakk undan ströndum Íslands um helgina. Líkt og Vísir greindi frá um helgina sprakk smástirni með krafti á við um þrjú þúsund tonn af dínamíti norðan Íslands um helgina. Smástirnið var ekki stórt en þetta var aðeins í fimmta sinn sem smástirni hefur verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni, þrátt fyrir að slíkir atburðir séu nokkuð tíðir. Uppgötvunin hefur vakið talsverða athygli og fjallað hefur verið um smástirnið víða um heim. Á vef Space.com má meðal annars finna ítarlega umfjöllun um uppgötvunina þar sem rætt er við ungverska stjörnufræðinginn Krisztián Sárneczky, manninn sem kom auga á smástirnið áður en það sprakk undan ströndum Íslands. Útreikningarnir breyttust fljótt Þann 11. mars síðastliðinn var hann við störf í Piszkéstetö-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hann kom auga á bjartan og hraðskreiðan hlut á ferð um geiminn. Fyrstu athuganir gáfu til kynna að aðeins eitt prósent líkur væru á því að smástirnið væri á leið til jarðar. Sárneczky fylgdist hins vegar áfram með smástirninu og sendi athuganir sínar áfram til útreikninga. Þeir útreikningar gáfu allt aðra niðurstöðu til kynna en fyrstu útreikningarnir. Nú voru hundrað prósent líkur á því að smástirnið stefndi á jörðina. Var það um klukkutíma eftir að Sárneczky kom fyrst auga á smástirnið. Vísindamenn fleiri stjörnuathugunarstöðva víða um heim bættust nú við hóp áhugasamra, sem gerði það að verkum að fjölmörg augu fóru að leita að því hvar líklegast væri að smástirnið myndi enda för sína. Reiknað var út að smástirnið, sem var á mikilli hraðferð, myndi koma inn í efstu lög andrúmsloftsins um klukkan 21.23, undan ströndum Íslands. Einstakur atburður að koma auga á smástirnið Sem fyrr segir gerist það ekki oft að smástirni eru uppgötvuð áður en þau skella á jörðinni. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem það gerist og í fyrsta skipti sem slík athugun er gerð frá Evrópu. Sárneczky var að vonum gríðarlega ánægður með að hafa komið auga á smástirnið, en mynd hans af smástirninu að þjóta um himingeiminn má sjá hér að neðan. via GIPHY Í samtali við Space.com segir hann að þetta hafi verið eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni fyrir smástirnaspjæjara eins og hann. Undanfarin tvö ár hefur hann einbeitt sér að því að leita að smástirnum. Nýtt kerfi auðveldar eftirlit Fjallað er um smástirnið á vef Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þar sem snert er á því af hverju aðeins hafi verið komið auga á fimm smástirni áður en þau koma til jarðar. Kemur þar fram að jarðarbúar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því að stór smástirni eða loftsteinar, skelli á jörðinni. „Fréttirnar er jákvæðar, stærri loftsteinar, meira en kílómetar í þvermál, eru auðsjáanlegir. Þeir gætu valdið miklum skaða en eru blessunarlega sjaldgæfir. Við vitum hvar mikill meirihluti þeirra er og við getum sagt af öryggi að við erum örugg næstu hundrað árin hið minnsta,“ kemur fram á vef ESA. Erfiðara sé hins vegar að koma auga á lítil smástirni sem eru langflest hættulaus, þó einhver af þeim geti valdið einhverju tjóni, líkt og raunin varð í Rússlandi árið 2013, þegar Chelyabinsk loftsteinninn, sprakk í 23 kílómetra hæð. Það stendur þó til bóta því að framkvæmdir við fyrsta sjónaukann í kerfi sem hannað er til að koma auga á smástirni munu hefjast á Ítalíu á næstunni. Kerfið nefnist Flyeye-kerfið og mun samanstanda af sjónaukum sem eiga að fylgjast grannt með himninum og skanna hann fyrir smástirnum og öðrum hlutum sem stefna á eða nálægt jörðinni. Vonast er til þess að kerfið gæti nýst til að draga úr tjóni af völdum sambærilegum atvikum og þegar Chelyabinsk-loftsteinninn sprakk. Flyeye-sjónaukinn.ESA Vonast er til þess kerfið geti tekið eftir hlutum sem eru allt að 40 metrar í þvermál, þremur vikur fyrir mögulegan árekstur. Sjónaukinn tekur mynd sem skipt er upp í sextán minni myndir sem á að auka sjónsvið hans og er fyrirmyndin tekin úr náttúrunni, nefnilega augum flugna, sem skýrir nafnið. „Þetta mikla sjónsvið á nýju sjónaukunum gerir það að verkum að við getum fylgst með stórum hluta himinins á hverri nóttu,“ er haft eftir Detlef Koschny, stjörnufræðingi hjá ESA. Vísindi Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Líkt og Vísir greindi frá um helgina sprakk smástirni með krafti á við um þrjú þúsund tonn af dínamíti norðan Íslands um helgina. Smástirnið var ekki stórt en þetta var aðeins í fimmta sinn sem smástirni hefur verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni, þrátt fyrir að slíkir atburðir séu nokkuð tíðir. Uppgötvunin hefur vakið talsverða athygli og fjallað hefur verið um smástirnið víða um heim. Á vef Space.com má meðal annars finna ítarlega umfjöllun um uppgötvunina þar sem rætt er við ungverska stjörnufræðinginn Krisztián Sárneczky, manninn sem kom auga á smástirnið áður en það sprakk undan ströndum Íslands. Útreikningarnir breyttust fljótt Þann 11. mars síðastliðinn var hann við störf í Piszkéstetö-stjörnuathugunarstöðinni, þar sem hann kom auga á bjartan og hraðskreiðan hlut á ferð um geiminn. Fyrstu athuganir gáfu til kynna að aðeins eitt prósent líkur væru á því að smástirnið væri á leið til jarðar. Sárneczky fylgdist hins vegar áfram með smástirninu og sendi athuganir sínar áfram til útreikninga. Þeir útreikningar gáfu allt aðra niðurstöðu til kynna en fyrstu útreikningarnir. Nú voru hundrað prósent líkur á því að smástirnið stefndi á jörðina. Var það um klukkutíma eftir að Sárneczky kom fyrst auga á smástirnið. Vísindamenn fleiri stjörnuathugunarstöðva víða um heim bættust nú við hóp áhugasamra, sem gerði það að verkum að fjölmörg augu fóru að leita að því hvar líklegast væri að smástirnið myndi enda för sína. Reiknað var út að smástirnið, sem var á mikilli hraðferð, myndi koma inn í efstu lög andrúmsloftsins um klukkan 21.23, undan ströndum Íslands. Einstakur atburður að koma auga á smástirnið Sem fyrr segir gerist það ekki oft að smástirni eru uppgötvuð áður en þau skella á jörðinni. Þetta er aðeins í fimmta sinn sem það gerist og í fyrsta skipti sem slík athugun er gerð frá Evrópu. Sárneczky var að vonum gríðarlega ánægður með að hafa komið auga á smástirnið, en mynd hans af smástirninu að þjóta um himingeiminn má sjá hér að neðan. via GIPHY Í samtali við Space.com segir hann að þetta hafi verið eitthvað sem gerist einu sinni á lífsleiðinni fyrir smástirnaspjæjara eins og hann. Undanfarin tvö ár hefur hann einbeitt sér að því að leita að smástirnum. Nýtt kerfi auðveldar eftirlit Fjallað er um smástirnið á vef Evrópsku geimvísindastofnunarinnar þar sem snert er á því af hverju aðeins hafi verið komið auga á fimm smástirni áður en þau koma til jarðar. Kemur þar fram að jarðarbúar þurfi ekki að hafa miklar áhyggjur af því að stór smástirni eða loftsteinar, skelli á jörðinni. „Fréttirnar er jákvæðar, stærri loftsteinar, meira en kílómetar í þvermál, eru auðsjáanlegir. Þeir gætu valdið miklum skaða en eru blessunarlega sjaldgæfir. Við vitum hvar mikill meirihluti þeirra er og við getum sagt af öryggi að við erum örugg næstu hundrað árin hið minnsta,“ kemur fram á vef ESA. Erfiðara sé hins vegar að koma auga á lítil smástirni sem eru langflest hættulaus, þó einhver af þeim geti valdið einhverju tjóni, líkt og raunin varð í Rússlandi árið 2013, þegar Chelyabinsk loftsteinninn, sprakk í 23 kílómetra hæð. Það stendur þó til bóta því að framkvæmdir við fyrsta sjónaukann í kerfi sem hannað er til að koma auga á smástirni munu hefjast á Ítalíu á næstunni. Kerfið nefnist Flyeye-kerfið og mun samanstanda af sjónaukum sem eiga að fylgjast grannt með himninum og skanna hann fyrir smástirnum og öðrum hlutum sem stefna á eða nálægt jörðinni. Vonast er til þess að kerfið gæti nýst til að draga úr tjóni af völdum sambærilegum atvikum og þegar Chelyabinsk-loftsteinninn sprakk. Flyeye-sjónaukinn.ESA Vonast er til þess kerfið geti tekið eftir hlutum sem eru allt að 40 metrar í þvermál, þremur vikur fyrir mögulegan árekstur. Sjónaukinn tekur mynd sem skipt er upp í sextán minni myndir sem á að auka sjónsvið hans og er fyrirmyndin tekin úr náttúrunni, nefnilega augum flugna, sem skýrir nafnið. „Þetta mikla sjónsvið á nýju sjónaukunum gerir það að verkum að við getum fylgst með stórum hluta himinins á hverri nóttu,“ er haft eftir Detlef Koschny, stjörnufræðingi hjá ESA.
Vísindi Geimurinn Tækni Tengdar fréttir Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Smástirni sprakk norður af Íslandi Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. 12. mars 2022 10:43