Segir fréttir um gang friðarviðræðna áhugaverðar og vekja bjartsýni Smári Jökull Jónsson skrifar 16. mars 2022 23:01 Albert var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Vísir/Arnar Halldórsson Albert Jónsson, fyrrverandi sendiherra í Moskvu, var gestur í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld og ræddi þar stríðsátökin í Úkraínu. Hann ræddi meðal annars yfirstandandi friðarviðræður á milli Rússa og Úkraínumanna. Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“ Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Á meðan stöðugar árásir Rússa standa yfir í Úkraínu þá standa friðarviðræður yfir á milli landanna. Óljósar fregnir benda til þess að viðræðunum þoki áfram og Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt að lausn sé að verða raunhæfari möguleiki. „Þetta eru óstaðfestar fréttir og ótímabærar sagði samningamaður Úkraínu en mér finnst þær mjög áhugaverðar,“ sagði Albert þegar hann ræddi við Telmu Tómasson í fréttatímanum í kvöld. Auk þess að vera fyrrum sendiherra í Moskvu er Albert sérfræðingur í utanríkismálum. „Þær koma í kjölfar ákveðinna yfirlýsinga. Selenskí sagði í gær að Úkraínumenn yrðu að sætta sig við það að verða ekki aðilar að NATO. Þarna er verið að gefa undir fótinn varðandi lykilkröfur Rússa um hlutleysi Úkraínu.“ „Hann sagði jafnframt að í staðinn yrðu menn að reiða sig á öryggistryggingar og bætti við að allar styrjaldir endi með samkomulagi. Í morgun sagði Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands í viðtali við rússneskja sjónvarpsstöð, að viðræðurnar þokuðust fram á við. Það væri verið að ræða hlutleysi og öryggistryggingar,“ bætti Albert við. Hann sagði reynslu Úkraínumanna af öryggistryggingum ekki góða. „Þeir fengu ýmis loforð í samkomulaginu árið 1994 sem augljóslega var ekki staðið við af hálfu Rússa.“ Albert segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseta ætti að geta haldið andliti út á við þó hann semji um frið við Úkraínumenn. Albert Jónsson segir Pútín geta haldið andliti út á við ef hann nær fram sínum lykilkröfum.Vísir/Friðrik Þór „Ef þeir ná fram hlutleysi Úkraínu og öryggistryggingum þá getur hann það eflaust, þetta hafa verið lykilkröfur. Ég hef ekki enn séð fréttir um hvernig menn ætla að leysa stöður Donbass héraðs í austurhlutanum þar sem hefur verið stríð frá 2014. Hernám Krímskaga stendur ennþá úti og það á eftir að ganga frá því.“ Hann segir stöðuna erfiða. „Mér finnst þetta áhugaverðar fréttir og koma í kjölfar yfirlýsinga sem vekja bjartsýni. Síðan er ákveðin dýnamík í atburðarásinni og hún er annars vegar sú hörmulega að manntjónið eykst stöðugt og það mun ekki batna. Svo á hinn bóginn að stríðið gengur ekki vel hjá Rússum. Rússneski herinn er ekki að halda áætlun og ýmsir veikleikar hafa komið í ljós hjá rússneska hernum.“
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Hernaður Tengdar fréttir Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52 Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Sjá meira
Rússar sprengdu leikhús í Maríupól sem notað var sem neyðarskýli Sprengja lenti á leikhúsi í Maríupól í dag sem notað hefur verið sem neyðarskýli íbúa borgarinnar. Óttast er að mannfall sé mikið. 16. mars 2022 17:52
Vaktin: Rússar brjálaðir eftir að Biden kallaði Pútín stríðsglæpamann Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, mun ávarpa bandaríska þingið í dag og þess er vænst að hann muni enn og aftur biðla til Vesturveldanna að „loka lofthelginni“ yfir Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. 16. mars 2022 16:50