237 hafa sótt um vernd hér á landi frá því að átökin hófust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 16. mars 2022 15:59 Hátt í þrjár milljónir manna hafa flúið stríðsátökin í Úkraínu undanfarnar vikur. AP/Markus Schreiber Frá því að innrás Rússa í Úkraínu hófst fyrir tæplega þremur vikum hafa 237 einstaklingar með úkraínskt ríkisfang komið til Íslands og sótt um vernd. Miðað við þann fjölda er áætlað að 280 sæki um vernd það sem eftir er mars. Þetta kemur fram í nýrri stöðuskýrslu frá landamærasviði ríkislögreglustjóra. Meirihluti þeirra sem sótt hafa um vernd eru konur og börn, eða 192 í heildina. Síðastliðna sjö daga hafa 134 sótt um vernd eða að meðaltali 19 á dag. Samhæfingarstjórn almannavarna hefur verið virkjuð vegna komu flóttamanna til landsins og fundar hún annan hvern dag. Helstu verkefni samhæfingarstjórnarinnar eru nú meðal annars að finna stærra og hentugra húsnæði fyrir móttökumiðstöð til að ráða við aukningu í fjölda umsækjenda, tryggja langtíma- og skammtímahúsnæði, og tryggja mannafla og fjármagn. Öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögunum sem Útlendingastofnun er með samninga við eru fullnýtt og er heildarnýting skammtímaúrræða sem stofnunin hefur yfir að ráða komin í 74 prósent nýtingu. 649 einstaklingar eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun, þar af 107 með tengsl við Úkraínu. Að því er kemur fram í stöðuskýrslunni hafa nú hátt í þrjár milljónir manna þurft að flýja Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu frá því að stríðsátökin hófust en rúmlega helmingur þeirra hefur leitað til Póllands. Evrópuríki hafa flest virkjað sínar viðbragðsáætlanir til að bregðast við miklum fjölda flóttamanna en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru að flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og er nú áætlað að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála milli Úkraínu og Rússlands í vaktinni hér á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48 Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54 Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Meirihluti þeirra sem sótt hafa um vernd eru konur og börn, eða 192 í heildina. Síðastliðna sjö daga hafa 134 sótt um vernd eða að meðaltali 19 á dag. Samhæfingarstjórn almannavarna hefur verið virkjuð vegna komu flóttamanna til landsins og fundar hún annan hvern dag. Helstu verkefni samhæfingarstjórnarinnar eru nú meðal annars að finna stærra og hentugra húsnæði fyrir móttökumiðstöð til að ráða við aukningu í fjölda umsækjenda, tryggja langtíma- og skammtímahúsnæði, og tryggja mannafla og fjármagn. Öll búsetuúrræði hjá sveitarfélögunum sem Útlendingastofnun er með samninga við eru fullnýtt og er heildarnýting skammtímaúrræða sem stofnunin hefur yfir að ráða komin í 74 prósent nýtingu. 649 einstaklingar eru nú í þjónustu hjá Útlendingastofnun, þar af 107 með tengsl við Úkraínu. Að því er kemur fram í stöðuskýrslunni hafa nú hátt í þrjár milljónir manna þurft að flýja Úkraínu til nágrannaríkja í Evrópu frá því að stríðsátökin hófust en rúmlega helmingur þeirra hefur leitað til Póllands. Evrópuríki hafa flest virkjað sínar viðbragðsáætlanir til að bregðast við miklum fjölda flóttamanna en gert er ráð fyrir að fjöldi þeirra sem eru að flýja stríðsátökin muni halda áfram að aukast og er nú áætlað að allt að fimm milljónir einstaklinga muni flýja. Við fylgjumst ítarlega með stöðu mála milli Úkraínu og Rússlands í vaktinni hér á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48 Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54 Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Fleiri fréttir Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Sjá meira
Hver Pólverji reiðubúinn að taka Úkraínumenn inn á heimili sitt Flóttamannastraumurinn frá Úkraínu undanfarnar tæpar þrjár vikur hefur mætt mest á Pólverjum. Sendiherra þeirra á Íslandi segir pólsku þjóðina ætla að standa með Úkraínumönnum gegn ofbeldi Putins allt þar til Úkraínumenn vinni stríðið. 15. mars 2022 21:48
Hittust fyrst á flugvelli í Varsjá fyrir fáeinum dögum og búa nú saman í Reykjavík Úkraínskar konur sem flúðu stríðið og komu til landsins fyrir fáeinum dögum eru dolfallnar yfir hlýhug Íslendinga, sem þær segja hafa tekið ótrúlega vel á móti þeim. 14. mars 2022 19:54
Þúsundir Úkraínumanna snúa til baka í stríðið Þúsundir Úkraínumanna hafa snúið til baka til heimalandsins til að deila örlögum með fjölskyldu sinni og eða taka þátt í stríðinu. Enn hefur ekki tekist að koma hjálpargögnum til stríðshrjáðra í Mariupol og Rússar hertu árásir sínar á Kænugarð síðast liðna nótt. 15. mars 2022 19:21