Áminntur fyrir að kalla þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. mars 2022 15:49 Friðjón Friðjónsson, varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Foto: Frosti Kr. Logason/Frosti Kr. Logason Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, áminnti Friðjón R. Friðjónsson, varaþingmann Sjálfstæðisflokksins fyrir að kalla tvo þingmenn Samfylkingarinnar krónprinsessu og jóker í spilastokk Samfylkingarinnar. Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Friðjón, sem einnig er í framboði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir borgarstjórnarkosningar í haust, kvaddi sér hljóðs í umræðu um störf þingsins á Alþingi í dag. Þar ræddi hann um húsnæðismál á höfuðborgarsvæðinu og umræðu þingmanna Samfylkingarinnar um þau mál. Gagnrýndi Friðjón húsnæðisstefnu meirihlutans í Reykjavíkurborg, þar sem Samfylkingin hefur haft forystu undanfarin ár. Þakkaði hann Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni fyrir að hafa hafið umræðu um þessi mál. „Við kunnum hæstvirtum þingmönnum Kristrúnu Frostadóttur og Jóhanni Páli Jóhannssyni, krónprinsessunni og jókernum í spilastokki Samfylkingarinnar, þakkir fyrir að draga athygli þingsins að hnignandi stöðu höfuðborgarinnar. Það mun nýtast í samtalinu um framtíð Reykjavíkur sem fram fer á næstu vikum, sagði Friðjón. Andrés bað Birgi um að kenna Friðjóni Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, greip orðið að lokinni ræðu Friðjóns og áminnti hann um að gæta orða sinna. „Forseti áminnir þingmenn að gæta orða sinna þegar vikið er að öðrum hæstvirtum þingmönnum,“ sagði Birgir. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, kvað sér síðar hljóðs og gagnrýndi Friðjón fyrir að uppnefna aðra þingmenn og benti forseta Alþingis á að Kristrún og Jóhann gætu ekki svarað fyrir sig. „Það sem forseti hefði hins vegar líka þurft að gera er að kenna hinum nýja varaþingmanni þá sjálfsögðu kurteisisvenju að eiga ekki orðastað við fjarstadda þingmenn sem ekki geta bætt sér á mælendaskrá eins og raunin er í störfum þingsins. Þar eigum við siði og venjur og það er eitthvað sem ég vona að hæstvirtur forseti geri þingmanninum ljóst.“ Sagði Birgir þá að mælst væri til þess að þingmenn kalli ekki eftir svörum eða víki ekki að einstökum þingmönnum í störfum þingsins þegar þingmenn eigi ekki kost á því að bæta sér á mælendaskrá. Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm Kristrún og Jóhann svöruðu fyrir sig Nokkru síðar kvað Kristrún sér til máls undir liðnum um fundarstjórn forseta og setti hún ræðu Friðjóns í samhengi við það að hann væri í framboði í borgarstjórnarkosningunum. „Ég veit ekki hvort viðkomandi þingmaður ætli sér að halda áfram ákveðnum samskiptamáta sem hefur kannski átt sér stað í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins en þannig eigum við ekki samskipti hér á þingi. Við reynum að vera málefnaleg. Við getum auðvitað tekist á um einstaka hluti,“ sagði Kristrún. Það sama gerði Jóhann Páll. Jóhann Páll Jóhannsson.Vísir/Vilhelm „Ég vil bjóða hæstvirtan þingmann. Friðjón R. Friðjónsson, velkominn hér til starfa. Svolítið krúttlegt, að fylgjast með þessum kosningaskjálfta sem er hlaupinn í Sjálfstæðisflokkinn. Það er bara gott og blessað og ég vil bara bjóða honum líka að eiga hér orðastað við okkur undir lið þar sem við getum svarað fyrir okkur og átt samskipti, gangi honum bara vel í sínu.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Samfylkingin Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent