Mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. mars 2022 13:30 Bryndís Haraldsdóttir formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins kveðst hugsi yfir Kompásþætti sem birtur var í gær. Vísir Bryndís Haraldsdóttir, formaður allsherjar-og menntamálanefndar Alþingis segir útskúfunarmál í söfnuði Votta Jehóva, sem gerð voru skil í Kompás í gær, vekja þingheim til umhugsunar. Hún veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til að bregðast við með lagabreytingu en umfram allt finnst henni lýsingarnar frá fyrrverandi sóknarbörnum í þættinum bera þess merki að um ofbeldi sé að ræða sem þegar er bannað með lögum. Hún segir að það sé mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum. Þær Rakel Íris, Anna Margrét og Lilja stigu fram í fréttaskýringaþættinum í gær og greindu frá sinni reynslu. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa sætt útskúfunum í Votta Jehóva. Sjá nánar: Útskúfað úr ríki guðs og standa ein eftir Þær kölluðu eftir því að ríkið myndi stíga inn í og mögulega fara þá leið sem Norðmenn fóru í byrjun árs og svipta trúfélög sóknargjöldum sem viðhafa útskúfanir. Ekki hægt að brjóta lög í skjóli trúar „Þetta vekur okkur vissulega til umhugsunar og það er alveg hægt að velta því fyrir sér hvort það sé ástæða til þess að bregðast við lagalega megin en meira og minna finnst mér lýsingarnar þarna [frásagnir kvennanna í Kompásþættinum] vera í þá átt að þarna sé um ákveðið ofbeldi að ræða sem er bannað gagnvart lögum og það á enginn að fá að komast upp með að brjóta á mannréttindum eða beita einhvern ofbeldi þrátt fyrir að hann sé að gera það í einhverri trúarlegri meiningu. Það er bara í andstöðu við íslensk lög.“ „Þetta er kannski ekki mikið frelsi“ Ríkið hefur hingað til ekki viljað gera breytingar á sóknargjöldum af ótta við að skerða trúfrelsi. Lilja, ein kvennanna, dregur reyndar verulega í efa að hægt sé að tala um frjálsan vilja hjá söfnuði Votta Jehóva. „Ég hugsa að það séu margir mjög fastir sem eru þarna bara af því þeir vilja ekki verða fyrir útskúfuninni. Þeir vilja ekki eiga á hættu að foreldrar, vinir og allt samfélagið hætti að tala við það,“ sagði Lilja. Bryndís var spurð hvort það væri yfir höfuð hægt að tala um trúfrelsi þegar fólk fæðist inn í stranga trúarinnrætingu. „Ég hjó einmitt eftir þessu og mikið af því sem kom fram í þessum þáttum og lýsingunum var í mínum huga bara ofbeldi og eitthvað sem er brot á almennum hegningarlögum og lýsingarnar voru í þá átt að þarna væri ekki verið að virða almenn mannréttindi og jafnrétti og annað. Þá er auðvitað því til að svara að hér á landinu ríkja lög og það á enginn að komast upp með það að brjóta á öðrum einstaklingi með einhverjum hætti í nafni einhverrar trúar. Það stangast á við lög í mínum huga. Og þess vegna eiga auðvitað lögreglan og barnavernd að fylgja því eftir.“ „En það er vissulega þannig að maður heyrir það á þessu fólki sem þarna ræðir að þetta er kannski ekki mikið frelsi. Sérstaklega þegar fólk fæðist inn í slíkt. Hingað til höfum við treyst foreldrum almennt fyrir börnunum sínum en ég verð að viðurkenna það að þetta olli mér óhug. Mér finnst óhugnanlegt hvernig þessu var lýst þarna og mér finnst full ástæða til að þessi félög stigi fram og útskýri fyrir okkur sem samfélagi hvað þarna hafi átt sér stað.“ Full ástæða til að skoða leið Norðmanna Sögur af útskúfunum í söfnuði Votta Jehóva eru alls ekki nýjar af nálinni. Þegar Bryndís var spurð hvort það hefði komið til tals að hreinlega svipta þá söfnuði ríkisstyrkjum sem hefðu í frammi útskúfanir gegn sóknarbörnum svaraði hún því til að það væru skiptar skoðanir á því hvort trúfélög séu ríkisstyrkt eða ekki. „Ég lít reyndar ekki svo á. Það er reyndar þannig að ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög og lífsskoðunarfélög og það er einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann vilji vera í viðkomandi trúfélagi og að sóknargjaldið renni þá til viðkomandi félags. Það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip ef við ætlum með einhverjum hætti að segja að einhver trúfélög uppfylli ekki réttinn til þess að fá sóknargjöld eins og önnur og þá má auðvitað velta fyrir sér trúfrelsi og öðru en það eru auðvitað þarna nefnd áhugaverð dæmi frá Noregi sem er full ástæða til að skoða.“ Hvetur barnavernd til að hafa augun opin Konurnar sögðu að alsiða væri í söfnuðinum að beita börn ströngum aga. Ein þeirra fullyrti að farið væri með börn inn á salernið og þau flengd til að aga þau til og til að þau taki betur inn trúarboðskapinn. Anna Margrét komst í uppnám þegar hún lýsti áhyggjum af þeim börnum sem þegar eru í söfnuðinum. Nær eftirlit barnaverndarnefndar nægilega vel til barna innan Votta Jehóva ef fullorðnir meðlimir söfnuðarins eru samdauna ástandinu í ljósi þess að barnavernd vinnur mikið með ábendingar? „Ég ætla nú að vona að kerfið okkar hafi burði til þess. Við höfum einmitt verið að gefa sérstaklega í hvað barnaverndarmálin varðar og sem betur fer er nú skólaskylda hér á landi og allir aðilar sem koma að því að vinna með börnum bera skyldu til að tilkynna um það telji þeir einhvers konar vanrækslu vera að ræða,“ segir Bryndís sem hvetur barnaverndarnefndir og alla sem vinna með börnum til að hafa augun opin gagnvart mögulegri vanrækslu barna innan söfnuðarins. Trúmál Kompás Alþingi Tengdar fréttir Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Hún veltir því fyrir sér hvort ástæða sé til að bregðast við með lagabreytingu en umfram allt finnst henni lýsingarnar frá fyrrverandi sóknarbörnum í þættinum bera þess merki að um ofbeldi sé að ræða sem þegar er bannað með lögum. Hún segir að það sé mikið inngrip að svipta trúfélag sóknargjöldum. Þær Rakel Íris, Anna Margrét og Lilja stigu fram í fréttaskýringaþættinum í gær og greindu frá sinni reynslu. Þær eiga það allar sameiginlegt að hafa sætt útskúfunum í Votta Jehóva. Sjá nánar: Útskúfað úr ríki guðs og standa ein eftir Þær kölluðu eftir því að ríkið myndi stíga inn í og mögulega fara þá leið sem Norðmenn fóru í byrjun árs og svipta trúfélög sóknargjöldum sem viðhafa útskúfanir. Ekki hægt að brjóta lög í skjóli trúar „Þetta vekur okkur vissulega til umhugsunar og það er alveg hægt að velta því fyrir sér hvort það sé ástæða til þess að bregðast við lagalega megin en meira og minna finnst mér lýsingarnar þarna [frásagnir kvennanna í Kompásþættinum] vera í þá átt að þarna sé um ákveðið ofbeldi að ræða sem er bannað gagnvart lögum og það á enginn að fá að komast upp með að brjóta á mannréttindum eða beita einhvern ofbeldi þrátt fyrir að hann sé að gera það í einhverri trúarlegri meiningu. Það er bara í andstöðu við íslensk lög.“ „Þetta er kannski ekki mikið frelsi“ Ríkið hefur hingað til ekki viljað gera breytingar á sóknargjöldum af ótta við að skerða trúfrelsi. Lilja, ein kvennanna, dregur reyndar verulega í efa að hægt sé að tala um frjálsan vilja hjá söfnuði Votta Jehóva. „Ég hugsa að það séu margir mjög fastir sem eru þarna bara af því þeir vilja ekki verða fyrir útskúfuninni. Þeir vilja ekki eiga á hættu að foreldrar, vinir og allt samfélagið hætti að tala við það,“ sagði Lilja. Bryndís var spurð hvort það væri yfir höfuð hægt að tala um trúfrelsi þegar fólk fæðist inn í stranga trúarinnrætingu. „Ég hjó einmitt eftir þessu og mikið af því sem kom fram í þessum þáttum og lýsingunum var í mínum huga bara ofbeldi og eitthvað sem er brot á almennum hegningarlögum og lýsingarnar voru í þá átt að þarna væri ekki verið að virða almenn mannréttindi og jafnrétti og annað. Þá er auðvitað því til að svara að hér á landinu ríkja lög og það á enginn að komast upp með það að brjóta á öðrum einstaklingi með einhverjum hætti í nafni einhverrar trúar. Það stangast á við lög í mínum huga. Og þess vegna eiga auðvitað lögreglan og barnavernd að fylgja því eftir.“ „En það er vissulega þannig að maður heyrir það á þessu fólki sem þarna ræðir að þetta er kannski ekki mikið frelsi. Sérstaklega þegar fólk fæðist inn í slíkt. Hingað til höfum við treyst foreldrum almennt fyrir börnunum sínum en ég verð að viðurkenna það að þetta olli mér óhug. Mér finnst óhugnanlegt hvernig þessu var lýst þarna og mér finnst full ástæða til að þessi félög stigi fram og útskýri fyrir okkur sem samfélagi hvað þarna hafi átt sér stað.“ Full ástæða til að skoða leið Norðmanna Sögur af útskúfunum í söfnuði Votta Jehóva eru alls ekki nýjar af nálinni. Þegar Bryndís var spurð hvort það hefði komið til tals að hreinlega svipta þá söfnuði ríkisstyrkjum sem hefðu í frammi útskúfanir gegn sóknarbörnum svaraði hún því til að það væru skiptar skoðanir á því hvort trúfélög séu ríkisstyrkt eða ekki. „Ég lít reyndar ekki svo á. Það er reyndar þannig að ríkið innheimtir sóknargjöld fyrir trúfélög og lífsskoðunarfélög og það er einstaklingsins sjálfs að ákveða hvort hann vilji vera í viðkomandi trúfélagi og að sóknargjaldið renni þá til viðkomandi félags. Það er auðvitað ofboðslega mikið inngrip ef við ætlum með einhverjum hætti að segja að einhver trúfélög uppfylli ekki réttinn til þess að fá sóknargjöld eins og önnur og þá má auðvitað velta fyrir sér trúfrelsi og öðru en það eru auðvitað þarna nefnd áhugaverð dæmi frá Noregi sem er full ástæða til að skoða.“ Hvetur barnavernd til að hafa augun opin Konurnar sögðu að alsiða væri í söfnuðinum að beita börn ströngum aga. Ein þeirra fullyrti að farið væri með börn inn á salernið og þau flengd til að aga þau til og til að þau taki betur inn trúarboðskapinn. Anna Margrét komst í uppnám þegar hún lýsti áhyggjum af þeim börnum sem þegar eru í söfnuðinum. Nær eftirlit barnaverndarnefndar nægilega vel til barna innan Votta Jehóva ef fullorðnir meðlimir söfnuðarins eru samdauna ástandinu í ljósi þess að barnavernd vinnur mikið með ábendingar? „Ég ætla nú að vona að kerfið okkar hafi burði til þess. Við höfum einmitt verið að gefa sérstaklega í hvað barnaverndarmálin varðar og sem betur fer er nú skólaskylda hér á landi og allir aðilar sem koma að því að vinna með börnum bera skyldu til að tilkynna um það telji þeir einhvers konar vanrækslu vera að ræða,“ segir Bryndís sem hvetur barnaverndarnefndir og alla sem vinna með börnum til að hafa augun opin gagnvart mögulegri vanrækslu barna innan söfnuðarins.
Trúmál Kompás Alþingi Tengdar fréttir Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00 Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31 Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01 Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Innlent Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Innlent Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Innlent Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Innlent Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Innlent Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman Innlent Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Innlent „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Erlent Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Innlent Fleiri fréttir Búkmyndavélar taka upp þegar rafbyssum er beitt Búseti segir margvíslega galla á deiliskipulaginu Hætta á að ráðherrar verði eins og flóðhestar í baði Ráðist á tíu ára gamlan dreng fyrir utan Rimaskóla Valdníðsla, rafbyssur og vitringar Sigríður óvænt hætt sem bæjarstjóri Fjallabyggðar Öryggi verði minna í fangelsinu og dómar muni fyrnast Fastir í Múlagöngum í tvo tíma „Ég tek bara ekkert mark á því“ Réðst á dóttur sína sem var sú eina sem þorði að mótmæla honum Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Matsgerð sem Þorsteinn Már vildi sögð tilgangslaus Múlagöng lokuð vegna bilaðrar hurðar Ók ölvaður og svefnlaus á gangandi vegfarendur Samið um lagningu skíðagöngubrauta á Hólmsheiði og Rauðavatni Sáðlát yfir andlit með valdi nauðgun eftir allt saman „Þetta heitir á góðri íslensku spilling“ Vilja ekki sjá listaverk á Eldfelli Sterkt samband formanna gott veganesti Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Talað um fráleita stjórnsýslu í hvalveiðimálinu Rafbyssu beitt í fyrsta sinn Leggja til framtíðarsýn fyrir breytta Grindavík Stefán Einar sýknaður af kæru eins höfunda áramótaskaupsins Trjádeila í Kópavogi fer fyrir Hæstarétt Þorsteinn banaði konu sinni á Akureyri Skera niður í fangelsunum vegna tugmilljóna króna hallarekstrar Féllst á að greiða tugi milljóna vegna áramótaíkveikju á Akranesi Afþakkaði boð Samherja og fékk 35 milljóna reikning Galnar nafnabreytingar og dularfull veikindi Sjá meira
Útskúfað úr ríki Guðs og standa ein eftir Ung kona sem var rekin úr söfnuði Votta Jehóva, hefur ekki fengið að hitta fjölskylduna sína í átta ár. Fyrrverandi meðlimir Vottanna lýsa gífurlegu andlegu ofbeldi eftir útskúfun, harðræði gegn börnum í söfnuðinum og hvernig það skorti fagleg úrræði og aðstoð eftir að hafa hætt í sértrúarsöfnuði. Þær kalla eftir því að ofbeldið, sem hefur verið látið viðgangast áratugum saman, hætti og að ríkið stígi inn í. 14. mars 2022 07:00
Engin úrræði fyrir þolendur ofbeldis og útskúfunar í ríkisstyrktum trúfélögum Engin fagleg úrræði eru til staðar fyrir fólk sem hættir í sértrúarsöfnuðum á Íslandi og segja margir fyrrverandi meðlimir að mikil þörf sé á slíku. Þingmaður segir skorta eftirlit með starfsemi trúarhreyfinga og að sóknargjöld séu barn síns tíma. Fyrrverandi meðlimir Votta Jehóva lýsa andlegu ofbeldi eftir útskúfun og harðræði gegn börnum í söfnuðinum. 13. mars 2022 19:31
Flúðu trúarofbeldi í sértrúarsöfnuðum á Íslandi Mörg þúsund Íslendingar hafa tilheyrt sértrúarsöfnuðum. Ein sterkustu einkenni hópanna eru strangt skipulag, mikið kennivald og félagslegt taumhald sem er vaktað af valdamiklum leiðtoga. Fólk sem hættir í söfnuðunum upplifir flest depurð, kvíða og áfallastreitu eftir dvölina og mörg hafa orðið fyrir alvarlegu ofbeldi. Í Kompás köfum við ofan í hugtakið trúarofbeldi og ræðum við fyrrverandi meðlimi sértrúarsafnaða. 8. mars 2022 07:01