Lífið

Fjöl­bragða­glímu­kappinn Scott Hall er látinn

Atli Ísleifsson skrifar
„Razor Ramon“ var svo tekinn í Frægðarhöll WWE árið 2014.
„Razor Ramon“ var svo tekinn í Frægðarhöll WWE árið 2014. AP

Bandaríski fjölbragðaglímukappinn Scott Hall, einnig þekkur sem Razor Ramon, er látinn, 63 ára að aldri.

Hall var lengi vel ein af helstu stjörnum WWE (World Wrestling Entertainment), en fréttir bárust af því um helgina að Hall væri alvarlega veikur.

Hall sló í gegn á sviði fjölbragðaglímu á tíunda áratug síðustu aldar ásamt mönnum á borð við Hulk Hogan og Sean „X-Pac“ Waltman. Hann var svo tekinn í Frægðarhöll WWE árið 2014.

BBC segir frá því að Hall hafi mjaðmarbrotnað snemma í mars síðastliðinn, gengist undir aðgerð en svo glímt við afleiðingar blóðtappa. Hann hafi verið í öndunarvél síðustu dagana.

Fjölmargar stjörnur fjölbragðaglímuheimsins hafa minnst Hall eftir að tilkynning barst um fráfall hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×