Kristinn kallar eftir skýrri afstöðu þingmanna í máli Assange Jakob Bjarnar skrifar 15. mars 2022 11:55 Kristinn Hrafnsson kallar eftir því að íslenskir þingmenn láti að sér kveða í máli Julian Assange. Hann hefur átt í viðræðum við fjölda þeirra og segir að nú sé verið að finna viðbrögðum sem að kveði farveg. vísir/vilhelm/getty Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks hefur rætt við þingmenn ýmissa ríkja og kallar eftir víðtækri pólitískri samstöðu sem feli í sér fordæmingu á meðferðinni á Julian Assange. „Nú er lag,“ segir hann í samtali við Vísi. Hrakningarsaga Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er orðin löng og ströng. Hann hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en Bandaríks stjórnvöld krefjast framsals. Kristinn fjallaði um nýjustu vendingum í máli Assange á Facebooksíðu sinni. Priti Patel með málið á sínu borði Kristinn greindi frá nýjustu vendingum í máli Assange á Facebook-síðu sinni nú fyrir stuttu en Hæstiréttur Bretlands hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Assange. Kristinn segist nánast orðlaus: „Hæstirétturinn telur það ekki verðuga lagatæknilega spurningu að meta hvort pappír með svokölluðum „diplómatískum tryggingum“ Bandaríkjastjórnar (sem Amnesty og fleiri telja fullkomlega haldlausar) eigi að hafa eitthvert gildi við dómsúrskurð um framsal. Meira að segja áfrýjunarréttur (High Court) sem byggði á þessum tryggingum þegar hann snéri dómi undirréttar, taldi réttmætt að Hæstiréttur fjallaði um málið.“ Priti Patel, innanríkisráðherra hefur nú með málið að gera, hans er að taka formlega afstöðu til þess hvort Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. Að sögn Kristins mun þetta vera í fyrsta skipti sem hin pólitíska aðför gegn Assange komi til pólitískrar umfjöllunar á Bretlandi. „Fari svo að Patel staðfesti framsal getur Julian sótt um áfrýjun á sínum forsendum (síðast áfrýjaði Bandaríkjastjórn enda tapaði hún í undirrétti).“ Íslenskir þingmenn láti málið sig varða Verði áfrýjun heimiluð, sem ekki er gefið, segir Kristinn að áfrýjunarréttur muni fyrsta sinni heyra í smáatriðum „útlistun á öllum þeim skít sem umvefur þetta skammarlega mál, allt frá upplýsingum um áform CIA að ræna Julian og taka hann af lífi, njósnir leyniþjónustunnar á samskiptum við lögmenn - að maður tali ekki um þjófnað á upplýsingum frá lögmönnum – til fléttu saksóknara USA með FBI að spinna úr staðleysum Sigurðar Þórðarsonar algeran þvætting inn í ákæruskjalið gegn honum. Þær staðleysur skaut Sigurður síðan sjálfur í kaf í viðtali við Stundina.“ Kristinn var nýverið í Austurríki þar sem hann átti fundi með stjórnmálamönnum vegna málsins. Hann er nú á leið til Noregs þar sem hann hyggst koma málinu á framfæri. Hann kallar eftir því að hið pólitíska vald láti til sín taka og standi í lappirnar, eins og hann orðar það. „Íslenskir þingmenn sem aðrir. Þeir verða að leggja sitt af mörkum til að stöðva þetta ógeðfellda mannréttindabrot og þessa aðför að frjálsri fjölmiðlun í heiminum. Eru það ekki þau gildi sem við teljum núna ógnað og ætlum að verja með öllum tiltækum ráðum?“ Verið að finna víðtækum viðbrögðum farveg En hvernig sér hann fyrir sér að slíkt myndi birtast? „Það þarf skýrt og ótvírætt merki um að fólki ofbýður þessi aðför. Ég hef hitt þingmenn fjölda ríkja sem taka undir þetta sjónarmið og er á leið til Noregs meðal annars til að hitta þarlenda þingmenn vegna málsins. Þetta er ekki bara það mannúðarmál að stöðva pyntingar og áralanga innilokun blaðamanns fyrir þær sakir einar að birta sannleikann, heldur felur þetta mál hans í sér eina alvarlegustu aðför að frjálsri blaðamennsku í okkar heimshluta á síðari tímum. Um það eru öll samtök sem láta sig þau mál varða sammála.“ Kristinn segist hafa rætt málið við fjölda íslenskra þingmanna. „Allir hafa skilning á málinu og misbýður að þetta sé að gerast í okkar bakgarði. Við vinnum nú að því að finna farveg og gjarnan vill ég sjá að íslenskir þingmenn sýni slíkt frumkvæði. Það getur skipt sköpum. Við skulum ekki vanmeta rödd Íslands. Við höfum áður og getum enn verið rödd skynseminnar, mannúðarinnar og réttlætisins. Nú er lag.“ Kristinn segir að viðbrögð séu í mótun og muni líta dagsins ljós áður en langt um líður. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Alþingi Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Hrakningarsaga Julian Assange, stofnanda Wikileaks, er orðin löng og ströng. Hann hefur undanfarin ár verið í haldi á Bretlandi en Bandaríks stjórnvöld krefjast framsals. Kristinn fjallaði um nýjustu vendingum í máli Assange á Facebooksíðu sinni. Priti Patel með málið á sínu borði Kristinn greindi frá nýjustu vendingum í máli Assange á Facebook-síðu sinni nú fyrir stuttu en Hæstiréttur Bretlands hafnaði í gær áfrýjunarbeiðni Assange. Kristinn segist nánast orðlaus: „Hæstirétturinn telur það ekki verðuga lagatæknilega spurningu að meta hvort pappír með svokölluðum „diplómatískum tryggingum“ Bandaríkjastjórnar (sem Amnesty og fleiri telja fullkomlega haldlausar) eigi að hafa eitthvert gildi við dómsúrskurð um framsal. Meira að segja áfrýjunarréttur (High Court) sem byggði á þessum tryggingum þegar hann snéri dómi undirréttar, taldi réttmætt að Hæstiréttur fjallaði um málið.“ Priti Patel, innanríkisráðherra hefur nú með málið að gera, hans er að taka formlega afstöðu til þess hvort Julian Assange verður framseldur til Bandaríkjanna. Að sögn Kristins mun þetta vera í fyrsta skipti sem hin pólitíska aðför gegn Assange komi til pólitískrar umfjöllunar á Bretlandi. „Fari svo að Patel staðfesti framsal getur Julian sótt um áfrýjun á sínum forsendum (síðast áfrýjaði Bandaríkjastjórn enda tapaði hún í undirrétti).“ Íslenskir þingmenn láti málið sig varða Verði áfrýjun heimiluð, sem ekki er gefið, segir Kristinn að áfrýjunarréttur muni fyrsta sinni heyra í smáatriðum „útlistun á öllum þeim skít sem umvefur þetta skammarlega mál, allt frá upplýsingum um áform CIA að ræna Julian og taka hann af lífi, njósnir leyniþjónustunnar á samskiptum við lögmenn - að maður tali ekki um þjófnað á upplýsingum frá lögmönnum – til fléttu saksóknara USA með FBI að spinna úr staðleysum Sigurðar Þórðarsonar algeran þvætting inn í ákæruskjalið gegn honum. Þær staðleysur skaut Sigurður síðan sjálfur í kaf í viðtali við Stundina.“ Kristinn var nýverið í Austurríki þar sem hann átti fundi með stjórnmálamönnum vegna málsins. Hann er nú á leið til Noregs þar sem hann hyggst koma málinu á framfæri. Hann kallar eftir því að hið pólitíska vald láti til sín taka og standi í lappirnar, eins og hann orðar það. „Íslenskir þingmenn sem aðrir. Þeir verða að leggja sitt af mörkum til að stöðva þetta ógeðfellda mannréttindabrot og þessa aðför að frjálsri fjölmiðlun í heiminum. Eru það ekki þau gildi sem við teljum núna ógnað og ætlum að verja með öllum tiltækum ráðum?“ Verið að finna víðtækum viðbrögðum farveg En hvernig sér hann fyrir sér að slíkt myndi birtast? „Það þarf skýrt og ótvírætt merki um að fólki ofbýður þessi aðför. Ég hef hitt þingmenn fjölda ríkja sem taka undir þetta sjónarmið og er á leið til Noregs meðal annars til að hitta þarlenda þingmenn vegna málsins. Þetta er ekki bara það mannúðarmál að stöðva pyntingar og áralanga innilokun blaðamanns fyrir þær sakir einar að birta sannleikann, heldur felur þetta mál hans í sér eina alvarlegustu aðför að frjálsri blaðamennsku í okkar heimshluta á síðari tímum. Um það eru öll samtök sem láta sig þau mál varða sammála.“ Kristinn segist hafa rætt málið við fjölda íslenskra þingmanna. „Allir hafa skilning á málinu og misbýður að þetta sé að gerast í okkar bakgarði. Við vinnum nú að því að finna farveg og gjarnan vill ég sjá að íslenskir þingmenn sýni slíkt frumkvæði. Það getur skipt sköpum. Við skulum ekki vanmeta rödd Íslands. Við höfum áður og getum enn verið rödd skynseminnar, mannúðarinnar og réttlætisins. Nú er lag.“ Kristinn segir að viðbrögð séu í mótun og muni líta dagsins ljós áður en langt um líður.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin Alþingi Tengdar fréttir Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Fleiri fréttir Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Sjá meira
Geta framselt Assange til Bandaríkjanna Dómstóll í London sneri í dag við fyrri úrskurði undirréttar þar sem framsalsbeiðni Bandaríkjastjórnar vegna Julian Assange, stofnanda Wikileaks, var hafnað. 10. desember 2021 10:45