Belfast: Vandvirki svæfingameistarinn Branagh Heiðar Sumarliðason skrifar 13. mars 2022 14:45 Stríð er enginn barnaleikur. Kenneth Branagh leikstýrir og skrifar kvikmyndina Belfast, sem er sjálfsævisöguleg og segir frá hluta af æsku hans í Belfast undir lok sjöunda áratugarins. Hún er tilnefnd til sjö Óskarsverðlauna, en Bíó Paradís sýnir hana þessa dagana. Buddy er níu ára þegar hópur mótmælendatrúar ribbalda ræðst inn í götuna hans til þess að eyðileggja fyrirtæki og heimili kaþólikka sem þar búa. Líkt og margir aðrir sem búa við götuna er fjölskylda Buddys mótmælendatrúar en það hefur engin áhrif, rúðurnar á heimili þeirra eru einnig brotnar. Þetta er frábær upphafssena, áhorfandinn er búinn að bíta á agnið og hugsar: Vá, þetta verður eitthvað. Það sem gerist svo er töluvert langt frá því að vera jafn áhrifamikið og upphaf myndarinnar. Í hönd fer kvikmynd sem á heldur meira sameiginlegt með Bíódögum Friðriks Þórs, en t.d. In the Name of the Father. Það er stundum talað um að vera fórnarlamb eigin velgengni og það má e.t.v. segja það um Belfast. Hún byrjar það vel að hún þarf að gera ansi mikið til að geta fylgt því eftir. Það er ekki þar með sagt að myndin hefði verið betri ef hún hefði ekki byrjað með slíkri sprengju. Í heildina séð er hún hreint ekki rismikil og ég velti því fyrir mér hvers vegna svo er. Vanillu Branagh Líkt og áður sagði fjallar myndin að miklu leyti um Buddy. Vandinn við það er að Buddy er oftast áhorfandi að átökum, eða er neyddur út í hluti sem hann hefur ekki áhuga á að taka þátt í. Hann er of sjaldan persónan sem drífur áfram senur og þegar hann verður drífandi grípur oftast einhver hinna fullorðnu inn í og stöðvar það. Það er erfitt að gera kvikmyndir um börn sem eru virkilega grípandi, nema börnin séu að mestu án eftirlits foreldra (t.d. Home Alone, Adventures in Babysitting, E.T. o.s.fv). Í hinum lokaða Belfast-heimi Buddys eru árvökul augu hinna fullorðnu sjaldan langt undan. Til að vega upp á móti því er hviklynt samband foreldra hans oft sett í forgrunn, en það gerist þó ekki nægilega oft til þess að draga áhorfandann inn í þann söguþráð svo að hann skipti máli. Því endum við með kvikmynd sem er áferðarfalleg, faglega leikin, en samt eitthvað svo rislítil (fyrir utan upphafssenuna). Hún ber í raun öll höfundarmerki Branagh, hann er ofboðslega vandvirkur en nær hins vegar ávallt að svæfa mig. Þetta á einnig við um hann sem leikara. Allt sem hann gerir er svo mikil vanilla, því þarf ekki að koma á óvart að hann hafi náð að gera kvikmynd um átökin í N-Írland sem er einhver mesta vanilla síðari tíma. Ég held að hann sé u.þ.b. eini maðurinn sem getur náð að gelda jafn áhrifamikið efni. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg tilganginn í því að kvikmynda þessa sögu, nema sem einhverskonar hégómaverkefni hjá Branagh. Hann telur sig geta gert kvikmynd sem rúllar á sjarmanum einum, hins vegar verður hún fulloft flöt og jaðraði við að mér leiddist á stundum. Þegar myndin var hálfnuð áttaði ég mig á því að hér myndi ekkert gerast, hún myndi ekki lifna við og aldrei hafa mikil áhrif á mig. Enda kom það á daginn, ég gekk út úr bíóinu og það sem fyrir augu bar var horfið úr huga mér, líkt og ég hefði ekki einu sinni verið í salnum. Tilnefningaregn Branagh fær Óskartilnefningu fyrir handritið, sem er óvænt, því það er alltof sundurlaust til að mynda áhrifamikla heild. Judi Dench leikur ömmu Buddys og fær tilnefningu út á að heita Judi Dench, enda virðist hún ekki nema þurfa að hnerra til að vera heiðruð fyrir það. Ég efast hins vegar stórlega um að nokkur maður hefði tekið eftir persónunni ef önnur leikkona hefði leikið og staðið sig alveg jafn vel. Judi stimplaði sig inn. Myndin er einnig tilnefnd sem besta kvikmynd, sem þarf ekki endilega að koma á óvart miðað við úrvalið. Einu myndirnar þar sem ég á eftir að sjá eru hin japanska Drive My Car og Apple TV+ myndin CODA, en af þeim sem ég hef séð er engin þeirra í gæðaflokki sem maður tengir við að vera besta mynd ársins. Þarna eru mjög margar fínar myndir en engin framúrskarandi. Það er spurning hvort Akademían hefði átt að líta meira út fyrir hinn enskumælandi heim (Drive My Car er eina tilnefnda myndin sem ekki er á ensku). Akademíumeðlimir hafa oft gerst sekir um þennan glæp og í fyrra litu þeir t.d. framhjá bestu mynd síðasta árs, Quo Vadis, Aida (hún var þó tilnefnd sem besta erlenda myndin). Hver heilvita maður sér að hún töluvert betri kvikmynd heldur en t.d. Judas and the Black Messiah og The Trial of the Chicago 7. Hún er m.a.s. töluvert betri en sigurmyndin Nomadland, að mín mati a.m.k. Akademían er kannski með kvóta á myndir sem innihalda erlent tungumál, en Minari, sem var tilnefnd í fyrra, var bæði á kóresku og ensku (þó hún sé sannarlega bandarísk kvikmynd). Niðurstaða: Upphafsatriðið er frábært og Belfast er stundum sjarmerandi og sniðug, en það er ekki nóg til að halda henni uppi. Kenneth Branagh er einstakt talent, sennilega einn af fáum sem getur gert kvikmynd um átökin í N-Írlandi með vanillubragði. Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Buddy er níu ára þegar hópur mótmælendatrúar ribbalda ræðst inn í götuna hans til þess að eyðileggja fyrirtæki og heimili kaþólikka sem þar búa. Líkt og margir aðrir sem búa við götuna er fjölskylda Buddys mótmælendatrúar en það hefur engin áhrif, rúðurnar á heimili þeirra eru einnig brotnar. Þetta er frábær upphafssena, áhorfandinn er búinn að bíta á agnið og hugsar: Vá, þetta verður eitthvað. Það sem gerist svo er töluvert langt frá því að vera jafn áhrifamikið og upphaf myndarinnar. Í hönd fer kvikmynd sem á heldur meira sameiginlegt með Bíódögum Friðriks Þórs, en t.d. In the Name of the Father. Það er stundum talað um að vera fórnarlamb eigin velgengni og það má e.t.v. segja það um Belfast. Hún byrjar það vel að hún þarf að gera ansi mikið til að geta fylgt því eftir. Það er ekki þar með sagt að myndin hefði verið betri ef hún hefði ekki byrjað með slíkri sprengju. Í heildina séð er hún hreint ekki rismikil og ég velti því fyrir mér hvers vegna svo er. Vanillu Branagh Líkt og áður sagði fjallar myndin að miklu leyti um Buddy. Vandinn við það er að Buddy er oftast áhorfandi að átökum, eða er neyddur út í hluti sem hann hefur ekki áhuga á að taka þátt í. Hann er of sjaldan persónan sem drífur áfram senur og þegar hann verður drífandi grípur oftast einhver hinna fullorðnu inn í og stöðvar það. Það er erfitt að gera kvikmyndir um börn sem eru virkilega grípandi, nema börnin séu að mestu án eftirlits foreldra (t.d. Home Alone, Adventures in Babysitting, E.T. o.s.fv). Í hinum lokaða Belfast-heimi Buddys eru árvökul augu hinna fullorðnu sjaldan langt undan. Til að vega upp á móti því er hviklynt samband foreldra hans oft sett í forgrunn, en það gerist þó ekki nægilega oft til þess að draga áhorfandann inn í þann söguþráð svo að hann skipti máli. Því endum við með kvikmynd sem er áferðarfalleg, faglega leikin, en samt eitthvað svo rislítil (fyrir utan upphafssenuna). Hún ber í raun öll höfundarmerki Branagh, hann er ofboðslega vandvirkur en nær hins vegar ávallt að svæfa mig. Þetta á einnig við um hann sem leikara. Allt sem hann gerir er svo mikil vanilla, því þarf ekki að koma á óvart að hann hafi náð að gera kvikmynd um átökin í N-Írland sem er einhver mesta vanilla síðari tíma. Ég held að hann sé u.þ.b. eini maðurinn sem getur náð að gelda jafn áhrifamikið efni. Ég verð að játa að ég skil ekki alveg tilganginn í því að kvikmynda þessa sögu, nema sem einhverskonar hégómaverkefni hjá Branagh. Hann telur sig geta gert kvikmynd sem rúllar á sjarmanum einum, hins vegar verður hún fulloft flöt og jaðraði við að mér leiddist á stundum. Þegar myndin var hálfnuð áttaði ég mig á því að hér myndi ekkert gerast, hún myndi ekki lifna við og aldrei hafa mikil áhrif á mig. Enda kom það á daginn, ég gekk út úr bíóinu og það sem fyrir augu bar var horfið úr huga mér, líkt og ég hefði ekki einu sinni verið í salnum. Tilnefningaregn Branagh fær Óskartilnefningu fyrir handritið, sem er óvænt, því það er alltof sundurlaust til að mynda áhrifamikla heild. Judi Dench leikur ömmu Buddys og fær tilnefningu út á að heita Judi Dench, enda virðist hún ekki nema þurfa að hnerra til að vera heiðruð fyrir það. Ég efast hins vegar stórlega um að nokkur maður hefði tekið eftir persónunni ef önnur leikkona hefði leikið og staðið sig alveg jafn vel. Judi stimplaði sig inn. Myndin er einnig tilnefnd sem besta kvikmynd, sem þarf ekki endilega að koma á óvart miðað við úrvalið. Einu myndirnar þar sem ég á eftir að sjá eru hin japanska Drive My Car og Apple TV+ myndin CODA, en af þeim sem ég hef séð er engin þeirra í gæðaflokki sem maður tengir við að vera besta mynd ársins. Þarna eru mjög margar fínar myndir en engin framúrskarandi. Það er spurning hvort Akademían hefði átt að líta meira út fyrir hinn enskumælandi heim (Drive My Car er eina tilnefnda myndin sem ekki er á ensku). Akademíumeðlimir hafa oft gerst sekir um þennan glæp og í fyrra litu þeir t.d. framhjá bestu mynd síðasta árs, Quo Vadis, Aida (hún var þó tilnefnd sem besta erlenda myndin). Hver heilvita maður sér að hún töluvert betri kvikmynd heldur en t.d. Judas and the Black Messiah og The Trial of the Chicago 7. Hún er m.a.s. töluvert betri en sigurmyndin Nomadland, að mín mati a.m.k. Akademían er kannski með kvóta á myndir sem innihalda erlent tungumál, en Minari, sem var tilnefnd í fyrra, var bæði á kóresku og ensku (þó hún sé sannarlega bandarísk kvikmynd). Niðurstaða: Upphafsatriðið er frábært og Belfast er stundum sjarmerandi og sniðug, en það er ekki nóg til að halda henni uppi. Kenneth Branagh er einstakt talent, sennilega einn af fáum sem getur gert kvikmynd um átökin í N-Írlandi með vanillubragði.
Bíó og sjónvarp Stjörnubíó Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira