Íslenski boltinn

KR í undan­úr­slit | Fjölnir án sigurs

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Atli Sigurjónsson skoraði tvö mörk í kvöld.
Atli Sigurjónsson skoraði tvö mörk í kvöld. VÍSIR/DANÍEL

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR er komið í undanúrslit í karlaflokki, Fjölnir tapaði fimmta leiknum í röð og þá vann Afturelding 2-0 sigur á Fylki í kvennaflokki.

KR vann þægilegan 3-0 sigur á Kórdrengjum í Vesturbænum í kvöld. Staðan í Vesturbænum var markalaus þangað til í uppbótartíma fyrri hálfleiks þegar heimamenn fengu vítaspyrnu. Theodór Elmar Bjarnason skoraði og KR var 1-0 yfir er liðin gengu til búningsherbergja.

Í síðari hálfleik bætti Atli Sigurjónsson við tveimur mörkum og KR vann leikinn 3-0. Þeir enduðu hins vegar leikinn manni færri en Hallur Hansson, færeyski landsliðsmaðurinn í liði KR, fékk tvö gul spjöld með nokkurra mínútna millibili um miðbik síðari hálfleiks.

KR vinnur þar með riðil 3 í A-deild með fjóra sigra og eitt jafntefli í fimm leikjum. Þeir mæta Íslandsmeisturum Víkings í undanúrslitum. Annar leikur fór fram í riðli 3 en Keflavík vann 3-1 sigur á Vestra þar sem bæði lið nældu sér í rautt spjald.

Í riðli 2 tapaði Fjölnir 1-2 á heimavelli gegn Þór Akureyri. Fjölnir tapaði öllum fimm leikjum sínum í riðlinum, þá var þetta fyrsti sigur Þórsara.

Í kvennaflokki vann Afturelding 4-0 útisigur á Fylki þökk sé tvennu Hildar Karítasar Gunnarsdóttur, Christinu Clara Settles og sjálfsmarks Nínu Zinovievu. Afturelding fer þar með upp í 2. sæti riðils 2 í A-deild en Íslandsmeistarar Vals tróna á toppnum með fullt hús stiga.


Tengdar fréttir

Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga

Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×