Sýningargestum velkomið að koma og leika sér Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 12. mars 2022 07:01 Listakonan Sara Björg Bjarnadóttir opnar sýninguna „mjúk lending“ í gryfju Ásmundarsals í dag. Aðsend Sara Björg Bjarnadóttir er myndlistarkona sem ber marga aðra hatta eins og að vera landvörður, heimspekinemi og söngkona. Hún útskrifaðist með BA gráðu úr LHÍ árið 2015 og hefur búið í Kanada, á Akureyri og í Berlín en er nú orðinn Kópavogsbúi. Sara Björg stendur fyrir sýningunni „mjúk lending“ sem opnar í Ásmundarsal í dag klukkan 15:00 og eru öll velkomin. Klippa: Sýningin mjúk lending í Ásmundarsal Blaðamaður hitti á Söru þar sem hún var að leggja lokahönd á sýninguna og fékk hana til að svara nokkrum spurningum. Hvaðan sækirðu innblástur fyrir þessa sýningu? Þessi sýning er afrakstur tilraunakenndrar vinnustofudvalar í gryfju Ásmundarsals þar sem ég hef unnið út frá formum og eiginleikum efnisins (svampinum) með ferlismiðaða nálgun. Ég leyfi efninu að leiða mig áfram og aðlaga innsetninguna að rýminu og aðstæðunum. Að fá svona mikið magn af efni, sem væri annars hent og urðað, eru aðstæður þar sem maður getur unnið hiklaust. Þetta magn af efni hefur líka það hlutverk að vera þessi svampgryfja sem fólk getur kastað sér út í og leikið sér innan um. Ég vil oft brjóta upp hefðbundna, líkamlega upplifun fólks af sýningarrými, það að þurfa beita líkamanum á óhefðbundinn hátt í þessum aðstæðum gefur fólki nýtt sjónarhorn á rýmið og þar með á hvernig þau upplifa verkin. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Í rauninni lagði ég upp með að verkin yrðu öll til inni í rýminu og það hefur ekki verið langt ferli. Ég hef þó verið að undirbúa í dágóðan tíma og vil þakka Vogue fyrir heimilið fyrir að leyfa mér að safna saman svampa afskorningum af verkstæði þeirra. View this post on Instagram A post shared by A smundarsalur (@asmundarsalur) Ég hef verið að vinna inn í rýmið í tvær og hálfa viku og það er auðvitað takmarkað hvað er hægt að gera á þeim tíma en það er í rauninni lengri tími en maður fær oft í uppsetningu inni í sýningarrými. Það að geta dvalið og unnið út frá rýminu í lengri tíma hefur mikil áhrif á það samtal sem maður nær að mynda milli sín, efnisins og rýmisins. Síðan fagna ég takmörkunum, maður er alltaf að vinna með takmarkanir að einhverju leyti. Fyrir mína vinnu legg ég oft upp með þröngar takmarkanir til að koma boltanum af stað en svo í ferlinu leyfir maður sér að brjóta allar reglur sem maður setti sér í upphafi. Áttu sérstaka tengingu við svampa? Ég gerði litla svampgryfju í fyrsta skipti árið 2014. Þar var ég búin að byggja innsetningu þannig að áhorfendur gátu einungis gengið um rýmið á upphækkuðum pöllum og ég vildi bjóða þeim upp á að stökkva niður af pöllunum á einum stað. Það var þá sem augun mín opnuðust fyrir þessum endalausa brunni efnis, efnis sem talar fagurfræðilega og praktískt til mín. Í Berlín fann ég svamp framleiðslu sem var með eitthvað að afskorningum í boði en Þjóðverjar eru mun nýtnari og magnið sem var í boði var ekki sambærilegt við það sem ég hef fundið hér á landi. Þegar ég fékk svamp í minni skömmtum fór ég að skoða hann í öðru samhengi og þá urðu til tvær skúlptúra seríur; annars vegar Ionians sem sýnd var í Durden&Ray í LA, USA 2018 og svo Mjúkberg sem var sýnd hér á landi í Ekkisens 2019. Þannig að á þessari sýningu er ég að endurnýja kynnin við svampinn. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rg (@sassy_squatchy) Nú fær fólk frelsi til að taka þátt í listaverkinu með því að demba sér út í gryfjuna og jafnvel gleyma sér við leik í stundarkorn. Er ákveðin hugmyndafræði á bak við það? Já, ég vil leggja áherslu á leik, og jafnvel líkamleika leiksins. Ég sé sköpunarferlið fyrir mér sem leik. Ég sé það að stíga inn í sýningu sem áhorfandi sem leik. Ég sé samtalið sem leik. Leikurinn uppfyllir sjálfan sig, hann hefur ekki skýr markmið en er á hreyfingu eða býr í spennu milli tveggja; manneskja, fyrirbæra, hugmynda, eininga, fruma. Fram og til baka, fram og til baka, eins og að kasta bolta á milli sín, þannig eru samskipti leiksins til staðar víða. Maður er auðvitað ekki stöðugt meðvitaður um þetta en ef maður skoðar nánast hvað sem er út frá þessu sjónarhorni, þar sem eitthvað líf eða rafmagn er, er hægt að sjá þetta samtal - þennan leik. Myndlist Menning Tengdar fréttir Sýningin er vítamínsprauta fyrir áhorfendur Samsýningin Í öðru húsi eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dís Whitehead og Steinunni Önnudóttur opnar í Ásmundarsal á laugardaginn. Bjartir litir og léttleiki fylla sýningarrýmið sem er sannkölluð vítamínsprauta fyrir áhorfendur. 18. febrúar 2022 16:31 Snorri Ásmundsson: „Orðið „gaman“ er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum“ Listamaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýninguna GAMAN Í Portfolio Gallerí, Hverfisgötu 71, á morgun, laugardaginn 12. mars. Opnunin stendur frá klukkan 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Blaðamaður hafði samband við Snorra og fékk nánari innsýn í hans listræna heim. 11. mars 2022 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Klippa: Sýningin mjúk lending í Ásmundarsal Blaðamaður hitti á Söru þar sem hún var að leggja lokahönd á sýninguna og fékk hana til að svara nokkrum spurningum. Hvaðan sækirðu innblástur fyrir þessa sýningu? Þessi sýning er afrakstur tilraunakenndrar vinnustofudvalar í gryfju Ásmundarsals þar sem ég hef unnið út frá formum og eiginleikum efnisins (svampinum) með ferlismiðaða nálgun. Ég leyfi efninu að leiða mig áfram og aðlaga innsetninguna að rýminu og aðstæðunum. Að fá svona mikið magn af efni, sem væri annars hent og urðað, eru aðstæður þar sem maður getur unnið hiklaust. Þetta magn af efni hefur líka það hlutverk að vera þessi svampgryfja sem fólk getur kastað sér út í og leikið sér innan um. Ég vil oft brjóta upp hefðbundna, líkamlega upplifun fólks af sýningarrými, það að þurfa beita líkamanum á óhefðbundinn hátt í þessum aðstæðum gefur fólki nýtt sjónarhorn á rýmið og þar með á hvernig þau upplifa verkin. Hefur sýningin verið lengi í bígerð? Í rauninni lagði ég upp með að verkin yrðu öll til inni í rýminu og það hefur ekki verið langt ferli. Ég hef þó verið að undirbúa í dágóðan tíma og vil þakka Vogue fyrir heimilið fyrir að leyfa mér að safna saman svampa afskorningum af verkstæði þeirra. View this post on Instagram A post shared by A smundarsalur (@asmundarsalur) Ég hef verið að vinna inn í rýmið í tvær og hálfa viku og það er auðvitað takmarkað hvað er hægt að gera á þeim tíma en það er í rauninni lengri tími en maður fær oft í uppsetningu inni í sýningarrými. Það að geta dvalið og unnið út frá rýminu í lengri tíma hefur mikil áhrif á það samtal sem maður nær að mynda milli sín, efnisins og rýmisins. Síðan fagna ég takmörkunum, maður er alltaf að vinna með takmarkanir að einhverju leyti. Fyrir mína vinnu legg ég oft upp með þröngar takmarkanir til að koma boltanum af stað en svo í ferlinu leyfir maður sér að brjóta allar reglur sem maður setti sér í upphafi. Áttu sérstaka tengingu við svampa? Ég gerði litla svampgryfju í fyrsta skipti árið 2014. Þar var ég búin að byggja innsetningu þannig að áhorfendur gátu einungis gengið um rýmið á upphækkuðum pöllum og ég vildi bjóða þeim upp á að stökkva niður af pöllunum á einum stað. Það var þá sem augun mín opnuðust fyrir þessum endalausa brunni efnis, efnis sem talar fagurfræðilega og praktískt til mín. Í Berlín fann ég svamp framleiðslu sem var með eitthvað að afskorningum í boði en Þjóðverjar eru mun nýtnari og magnið sem var í boði var ekki sambærilegt við það sem ég hef fundið hér á landi. Þegar ég fékk svamp í minni skömmtum fór ég að skoða hann í öðru samhengi og þá urðu til tvær skúlptúra seríur; annars vegar Ionians sem sýnd var í Durden&Ray í LA, USA 2018 og svo Mjúkberg sem var sýnd hér á landi í Ekkisens 2019. Þannig að á þessari sýningu er ég að endurnýja kynnin við svampinn. View this post on Instagram A post shared by Sara Bjo rg (@sassy_squatchy) Nú fær fólk frelsi til að taka þátt í listaverkinu með því að demba sér út í gryfjuna og jafnvel gleyma sér við leik í stundarkorn. Er ákveðin hugmyndafræði á bak við það? Já, ég vil leggja áherslu á leik, og jafnvel líkamleika leiksins. Ég sé sköpunarferlið fyrir mér sem leik. Ég sé það að stíga inn í sýningu sem áhorfandi sem leik. Ég sé samtalið sem leik. Leikurinn uppfyllir sjálfan sig, hann hefur ekki skýr markmið en er á hreyfingu eða býr í spennu milli tveggja; manneskja, fyrirbæra, hugmynda, eininga, fruma. Fram og til baka, fram og til baka, eins og að kasta bolta á milli sín, þannig eru samskipti leiksins til staðar víða. Maður er auðvitað ekki stöðugt meðvitaður um þetta en ef maður skoðar nánast hvað sem er út frá þessu sjónarhorni, þar sem eitthvað líf eða rafmagn er, er hægt að sjá þetta samtal - þennan leik.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Sýningin er vítamínsprauta fyrir áhorfendur Samsýningin Í öðru húsi eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dís Whitehead og Steinunni Önnudóttur opnar í Ásmundarsal á laugardaginn. Bjartir litir og léttleiki fylla sýningarrýmið sem er sannkölluð vítamínsprauta fyrir áhorfendur. 18. febrúar 2022 16:31 Snorri Ásmundsson: „Orðið „gaman“ er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum“ Listamaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýninguna GAMAN Í Portfolio Gallerí, Hverfisgötu 71, á morgun, laugardaginn 12. mars. Opnunin stendur frá klukkan 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Blaðamaður hafði samband við Snorra og fékk nánari innsýn í hans listræna heim. 11. mars 2022 15:30 Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Sýningin er vítamínsprauta fyrir áhorfendur Samsýningin Í öðru húsi eftir Guðlaugu Míu Eyþórsdóttur, Hönnu Dís Whitehead og Steinunni Önnudóttur opnar í Ásmundarsal á laugardaginn. Bjartir litir og léttleiki fylla sýningarrýmið sem er sannkölluð vítamínsprauta fyrir áhorfendur. 18. febrúar 2022 16:31
Snorri Ásmundsson: „Orðið „gaman“ er svo upplífgandi, sérstaklega á okkar tímum“ Listamaðurinn Snorri Ásmundsson opnar sýninguna GAMAN Í Portfolio Gallerí, Hverfisgötu 71, á morgun, laugardaginn 12. mars. Opnunin stendur frá klukkan 16:00-18:00 og eru öll velkomin. Blaðamaður hafði samband við Snorra og fékk nánari innsýn í hans listræna heim. 11. mars 2022 15:30