Tónlist

Ben­sol er plötu­snúður mánaðarins

Tinni Sveinsson skrifar
Benedikt Sölvason, eða Bensol, er plötusnúður mánaðarins.
Benedikt Sölvason, eða Bensol, er plötusnúður mánaðarins.

Dansþáttur þjóðarinnar, PartyZone, útnefnir plötusnúð mánaðarins í vetur og mun hann setja saman eitt eða fleiri „mixteip“ með danstónlist. Hann hefur frjálsar hendur og setur saman sett með tónlist sem hann er með í spilun þá stundina og einkennir hann eða hana tónlistarlega.

Að þessu sinni varð plötusnúðurinn Bensol, eða Benedikt Sölvi Stefánsson, fyrir valinu. Bensol hefur verið meðal betri snúða landsins í mörg ár og komið víða við á plötusnúðaferli sínum sem nær aftur til gullaldar danstónlistarinnar, tíunda áratugarins.

Byrjaði á Borginni

„Ég hef verið tengdur bransanum sem tónlistarnörd með einum eða öðrum hætti í rúm þrjátíu ár. Fyrsta alvöru DJ-skrefið var fastráðning á Hótel Borg með Margeiri og Konna þegar við vorum aðeins sextán ára gamlir. Borgin var aðal skemmtistaðurinn á þeim tíma,“ rifjar Benedikt upp. 

„Síðan spilaði ég á nær öllum stöðum, partýum og viðburðum sem hægt var hér innanlands. Ég flutti til Bandaríkjana um miðjan tíunda áratuginn og hélt rave út um allt þar. Ég kom heim, pásaði aðeins en fann mig svo fljótlega aftur. Hélt áfram að gera það sem ég elska, að vinna við skemmtanalífið og skemmta fólki og hjálpa því að dansa. Síðan hef ég spilað út um allan heim, á stærstu skemmtistöðum og hátíðum sem þú getur ímyndað þér. Ferðast til enda alheimsins og lent í ótrúlegum ævintýrum.“

Klippa: BenSöl plötusnúður mánaðarins fyrir mars

Lagalisti

  • Chaser (Original Mix) WhoMadeWho, Rebolledo
  • The Fog and The Forest (Original Mix) Rebolledo, Paulor
  • Shadow Of Doubt (Original Mix) Adana Twins, WhoMadeWho
  • Antiheroe (Rebolledo´s Cuco Heroe For Ever Version) Damon Jee, Darlyn Vlys
  • Blue (Original Mix) Fabrication
  • Radha (Whitesquare Remix) The Organism
  • Star Stuff (Original Mix) Rebolledo, Roman Flügel
  • Stomper (Original Mix) Space Food
  • Maceo Plex & Program 2 - "Revision" feat. Giovanni
  • Berberia (Original Mix) Alexander Alar, Indie Elephant
  • Turn, Turn, Turn (feat. Effluence) (Original Mix) Asadinho, Effluence
  • Sexergy (Original Mix) NEW HOOK
  • The Curve (Original Mix) Adana Twins
  • Immersion (Original Mix) Adana Twins, WhoMadeWho
  • POW POW (Fango Remix) Rebolledo
  • Vostok-6 (Original Mix) Nelli
  • Carnival (Marc DePulse Remix) Vlad Jet
  • Discótico Pléxico (Maceo Plex Remix) Rebolledo
  • Let It Burn feat. Sutja Gutierrez (Original Mix) AFFKT, Sutja Gutierrez
  • Mute Navigator (Original Mix) Nick Curly
  • La via en rose (Original Mix) Italobros

Um mixið

„Þetta er tveggja tíma keyrsla, tuttugu laga pakki. Þarna er alls konar skemmtilegt og líka skrítið stöff sem ég hef verið skotinn í undanfarið og passar vel í flæðið í þessu setti. Þetta er djúpt, pönk, gredda, rokk, pungur og fönkí.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×