Ófriður í álfunni gæti sett ferðasumarið í uppnám Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2022 12:20 Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Stríðshörmungar eru það síðasta sem Evrópa þurfti eftir tvö ár af heimsfaraldri. Þetta á ekki síst við um ferðaþjónustuna sem fékk hvert höggið á fætur öðru síðastliðin ár þegar ýmist var hert eða slakað á sóttvarnaaðgerðum sem orkaði á ferðaþjónustuna eins og fjárhagslegur harmónikkuleikur þótt höggin væru milduð með fjárhagslegum úrræðum stjórnvalda. Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist þegar hafa talsverðar áhyggjur af bágri fjárhagsstöðu ferðamálageirans og stríð í álfunni sé ekki á bætandi. Stríðsreksturinn hafi þau áhrif að hann bæði dregur úr ferðavilja og þrýstir verði upp. „Það verður dýrara að ferðast“ „Við vorum að vonast eftir góðu ferðasumri en stríðið setur það í eitthvert uppnám, eins og allt sem leiðir af þeim hörmungum,“ segir Skarphéðinn sem bætir við að stríðsrekstur sé alltaf slæmur fyrir ferðaþjónustu. „Alveg sama hvernig á það er litið. Það eru að vísu skiptar skoðanir um það hversu mikil áhrifin verða á ferðaþjónustuna hér á landi; hvort þau verði mikil eða lítil. Við eigum bara eftir að sjá það. Það er ekki bara þannig stríð dragi úr ferðavilja, sérstaklega þegar það svona stutt frá eins og Úkraína er í raun og veru, heldur hefur þetta líka áhrif á kostnað. Olíuverð er að fara upp og ýmislegt fleira. Það hefur þau áhrif að það verður dýrara að ferðast.“ Ferðaþjónustan að taka við sér en þó langt í land Bókunarstaðan fyrir sumarið er þó ágæt. Ferðaþjónustan eigi þó langt í land til að ná þeim árangri og náðist fyrir heimsfaraldurinn. „Við erum náttúrulega búin að vera í óttalegu hallæri síðustu sumur út af COVID. Næsta sumar verður talsvert betra þó það séu vísbendingar um að það verði ekki eins fjölmennt og sumarið fyrir COVID.“ Síðustu vetrarmánuðirnir og vorið líti ekki nægilega vel út. Brottfarir erlendra farþega í febrúar síðastliðnum voru 76 þúsund en í sama mánuði árið 2020 voru þeir 133 þúsund. „Við vitum að fjárhagsstaða ferðaþjónustunnar er mjög erfið og það þarf þónokkuð til að hún rétti úr kútnum. Ég efast nú um að það verði hagnaður þó að fjárhagurinn verði eitthvað skárri en hann hefur verið á síðustu tveimur árum.“ Ekki gert ráð fyrir mörgum ferðamönnum frá Asíu En hvaða ferðamenn munu sækja Ísland heim næsta sumar? „Við gerum nú ráð fyrir að þetta verði svipað og var fyrir COVID og að þessi sömu markaðssvæði komi til okkar; Evrópubúarnir, Bandaríkjamennirnir og Kanada. Það sem verður þó frábrugðið er að Asíumarkaðurinn tekur ekki við sér strax og það er almennt ekki gert ráð fyrir að þeir verði hérna á ferðinni neitt af ráði á þessu ári.“ Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á Íslandi standi frammi fyrir ýmsum áskorunum er margt jákvætt í gangi. Tilkoma flugfélagsins Play sé til dæmis mikið gleðiefni að mati ferðamálastjóra. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé sem mest framboð af flugsætum og að það sé fjölbreytileiki í því þannig að það er alveg klárt að það hefur góð og jákvæð áhrif að það sé fólk að fljúga hingað þannig að það er engi spurning um það.“ Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. 4. febrúar 2022 14:01 Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. 30. janúar 2022 00:01 Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. 29. janúar 2022 13:34 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Skarphéðinn Berg Steinarsson ferðamálastjóri segist þegar hafa talsverðar áhyggjur af bágri fjárhagsstöðu ferðamálageirans og stríð í álfunni sé ekki á bætandi. Stríðsreksturinn hafi þau áhrif að hann bæði dregur úr ferðavilja og þrýstir verði upp. „Það verður dýrara að ferðast“ „Við vorum að vonast eftir góðu ferðasumri en stríðið setur það í eitthvert uppnám, eins og allt sem leiðir af þeim hörmungum,“ segir Skarphéðinn sem bætir við að stríðsrekstur sé alltaf slæmur fyrir ferðaþjónustu. „Alveg sama hvernig á það er litið. Það eru að vísu skiptar skoðanir um það hversu mikil áhrifin verða á ferðaþjónustuna hér á landi; hvort þau verði mikil eða lítil. Við eigum bara eftir að sjá það. Það er ekki bara þannig stríð dragi úr ferðavilja, sérstaklega þegar það svona stutt frá eins og Úkraína er í raun og veru, heldur hefur þetta líka áhrif á kostnað. Olíuverð er að fara upp og ýmislegt fleira. Það hefur þau áhrif að það verður dýrara að ferðast.“ Ferðaþjónustan að taka við sér en þó langt í land Bókunarstaðan fyrir sumarið er þó ágæt. Ferðaþjónustan eigi þó langt í land til að ná þeim árangri og náðist fyrir heimsfaraldurinn. „Við erum náttúrulega búin að vera í óttalegu hallæri síðustu sumur út af COVID. Næsta sumar verður talsvert betra þó það séu vísbendingar um að það verði ekki eins fjölmennt og sumarið fyrir COVID.“ Síðustu vetrarmánuðirnir og vorið líti ekki nægilega vel út. Brottfarir erlendra farþega í febrúar síðastliðnum voru 76 þúsund en í sama mánuði árið 2020 voru þeir 133 þúsund. „Við vitum að fjárhagsstaða ferðaþjónustunnar er mjög erfið og það þarf þónokkuð til að hún rétti úr kútnum. Ég efast nú um að það verði hagnaður þó að fjárhagurinn verði eitthvað skárri en hann hefur verið á síðustu tveimur árum.“ Ekki gert ráð fyrir mörgum ferðamönnum frá Asíu En hvaða ferðamenn munu sækja Ísland heim næsta sumar? „Við gerum nú ráð fyrir að þetta verði svipað og var fyrir COVID og að þessi sömu markaðssvæði komi til okkar; Evrópubúarnir, Bandaríkjamennirnir og Kanada. Það sem verður þó frábrugðið er að Asíumarkaðurinn tekur ekki við sér strax og það er almennt ekki gert ráð fyrir að þeir verði hérna á ferðinni neitt af ráði á þessu ári.“ Þrátt fyrir að ferðaþjónustan á Íslandi standi frammi fyrir ýmsum áskorunum er margt jákvætt í gangi. Tilkoma flugfélagsins Play sé til dæmis mikið gleðiefni að mati ferðamálastjóra. „Það skiptir mjög miklu máli að það sé sem mest framboð af flugsætum og að það sé fjölbreytileiki í því þannig að það er alveg klárt að það hefur góð og jákvæð áhrif að það sé fólk að fljúga hingað þannig að það er engi spurning um það.“
Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir 550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. 4. febrúar 2022 14:01 Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. 30. janúar 2022 00:01 Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. 29. janúar 2022 13:34 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
550 milljón kr. innspýting í ferðaþjónustu Samfélagið er farið að sjá til lands í faraldrinum sem hefur herjað á heiminn undanfarin tvö ár. Bjartsýni eykst með degi hverjum og Ísland er ásamt fleiri löndum farið að stíga veigamikil skref í átt að afléttingum sóttvarnaráðstafana. 4. febrúar 2022 14:01
Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. 30. janúar 2022 00:01
Hræðast að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum Hætta er fyrir hendi að þegar ferðamenn fari aftur að streyma til landsins í vor verði ferðaþjónustan of löskuð til að taka á móti þeim. Stór hluti ferðaþjónustufyrirtækja hafi ekki nægjar tekjur til að halda starfsfólki. 29. janúar 2022 13:34