Allsber í auglýsingu og afar ósáttur við það Jakob Bjarnar skrifar 11. mars 2022 11:28 Auglýsingin vakti verulega athygli en þar birtist fjöldi fólks allsnakið við ýmsar hversdagslegar aðstæður. Maðurinn, sem nú hefur stefnt þeim sem höfðu með gerð auglýsingarninar að gera, hafði verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást allsnakinn en einhvers staðar í hita leiksins breyttist það. skjáskot Maður nokkur sem birtist allsnakinn í Allir úr-auglýsingu fyrir Nova telur á sér brotið; hann hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki sjást koma nakinn fram. Það fór þó ekki svo og hefur maðurinn stefnt þeim sem önnuðust gerð auglýsingarinnar. Um er að ræða auglýsingu sem vakti mikla athygli á sínum tíma en hún þótti bæði snjöll og voguð. Auglýsinguna gerði auglýsingastofan Brandenburg fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Nekt í frómum tilgangi Í sérstakri útskýringu sem fylgdi þegar auglýsingin var fyrst sýnd var talað um að hugmyndin væri sú að hvetja fólk til að nota armbandsúr með appi og hvíla símann. Þá vildu auglýsendur vekja athygli á mikilvægi geðræktar; hvernig bæta megi andlega líðan. Það var nánast allt undir: „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Í auglýsingunni bregður fyrir fjölda fólks á Adams- og Evuklæðum einum saman fyrir utan að bera armbandsúrið góða. Sjö milljóna króna krafa Ekki var þó hugað betur að geðræktinni en svo að nú hefur einn þeirra sem leikur í auglýsingunni stefnt þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar. Maðurinn heldur því fram að hann hafi fengið það skriflegt að hann myndi ekki sjást nakinn á skjánum. Það fór þó ekki svo. Málið telst viðkvæmt en í samtali Vísis við lögmann mannsins kemur fram að þetta hafi fengið verulega á skjólstæðing hans. Maðurinn hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki birtast nakinn. En svo hafi það verið brotið, að því er virðist í hita leiksins. Maðurinn hafi fengið bakþanka eftir að tökum lauk, þar sem allir voru naktir á setti og haft samband við þá sem stóðu að tökum til að fullvissa sig um að ekki færi svo að hann myndi birtast nakinn. Öðrum kosti hefði hann dregið sig út úr verkefninu. Það hafi hann fengið staðfest skriflega. Eftir því sem Vísir kemst næst mun maðurinn fara fram á bætur sem nema rúmum sjö milljónum króna. ... Uppfært 14:58 Nova sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins en frá efni hennar er greint í frétt sem sjá má hér neðar: Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tengdar fréttir Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12 „Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Um er að ræða auglýsingu sem vakti mikla athygli á sínum tíma en hún þótti bæði snjöll og voguð. Auglýsinguna gerði auglýsingastofan Brandenburg fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova. Nekt í frómum tilgangi Í sérstakri útskýringu sem fylgdi þegar auglýsingin var fyrst sýnd var talað um að hugmyndin væri sú að hvetja fólk til að nota armbandsúr með appi og hvíla símann. Þá vildu auglýsendur vekja athygli á mikilvægi geðræktar; hvernig bæta megi andlega líðan. Það var nánast allt undir: „Við þurfum að tala aðeins um líkamsvirðingu. Við erum allavega, allskonar og af öllum mögulegum stærðum og gerðum. Hér er nýja auglýsingin okkar í allri sinni dýrð. Ekkert að fela. Ekkert til að skammast sín fyrir. Allir úr.“ Í auglýsingunni bregður fyrir fjölda fólks á Adams- og Evuklæðum einum saman fyrir utan að bera armbandsúrið góða. Sjö milljóna króna krafa Ekki var þó hugað betur að geðræktinni en svo að nú hefur einn þeirra sem leikur í auglýsingunni stefnt þeim sem komu að gerð auglýsingarinnar. Maðurinn heldur því fram að hann hafi fengið það skriflegt að hann myndi ekki sjást nakinn á skjánum. Það fór þó ekki svo. Málið telst viðkvæmt en í samtali Vísis við lögmann mannsins kemur fram að þetta hafi fengið verulega á skjólstæðing hans. Maðurinn hafi verið fullvissaður um að hann myndi ekki birtast nakinn. En svo hafi það verið brotið, að því er virðist í hita leiksins. Maðurinn hafi fengið bakþanka eftir að tökum lauk, þar sem allir voru naktir á setti og haft samband við þá sem stóðu að tökum til að fullvissa sig um að ekki færi svo að hann myndi birtast nakinn. Öðrum kosti hefði hann dregið sig út úr verkefninu. Það hafi hann fengið staðfest skriflega. Eftir því sem Vísir kemst næst mun maðurinn fara fram á bætur sem nema rúmum sjö milljónum króna. ... Uppfært 14:58 Nova sendi nú síðdegis frá sér yfirlýsingu vegna málsins en frá efni hennar er greint í frétt sem sjá má hér neðar:
Auglýsinga- og markaðsmál Dómsmál Tengdar fréttir Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12 „Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Venjulegt allsbert íslenskt fólk í umtalaðri auglýsingu Óhætt er að segja að auglýsing sem Brandenburg gerði fyrir fjarskiptafyrirtækið Nova og var frumsýnd í kvöld hafi vakið mikla athygli. Þar má sjá venjulega Íslendinga, ef svo mætti kalla, á Adams- og Evuklæðum einum saman. Enginn filter, enginn glamúr. 5. nóvember 2020 01:12
„Mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið“ „Það er ótrúlega mikilvægt að sýna venjulegt fólk sem er allskonar í laginu líða vel í eigin skinni. En þetta er einnig sérstaklega mikilvægt fyrir komandi tiktok kynslóðir sem sjá allt filterað og fullkomið,“ segir leikstjóri Allir úr! auglýsingarinnar. 7. nóvember 2020 19:00