Fótbolti

Rikki G. í Heiðursstúkunni: „Ég má eiginlega ekki tapa fyrir honum“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ríkharð Óskar Guðnason og Sigurður Orri Kristjánsson kepptu í fimmta þættinum af Heiðursstúkunni.
Ríkharð Óskar Guðnason og Sigurður Orri Kristjánsson kepptu í fimmta þættinum af Heiðursstúkunni. Vísir

Heiðursstúkan er þáttur sem verður einu sinni í viku á Vísi en fimmti þátturinn er nú kominn inn á vefinn.

Um er að ræða spurningaþátt sem tengist leikjum og mótum sem eru á Stöð 2 Sport. Heiðursstúkan verður sýnd á Vísi alla föstudaga. Jóhann Fjalar Skaptason stýrir þættinum.

Þema fimmta þáttarins er Meistaradeild Evrópu og Evrópudeildin í fótbolta en útsláttarkeppnir þeirra beggja er nú í fullum gangi.

Gestir þáttarins að þessu sinni eru þeir Ríkharð Óskar Guðnason og Sigurður Orri Kristjánsson.

Það var greinilega mikil pressa á Rikka G. fyrir keppnina. „Hann veit meira en hann gefur upp. Ég veit að hann fylgist með öllum íþróttum og hefur gert frá blautu barnsbeini. Ég ætla ekki að vanmeta hann í eina sekúndu,“ sagði Rikki G. um Sigurð Orra.

„Ég má eiginlega ekki tapa fyrir honum,“ sagði Rikki áður en þeir byrjuðu.

Nú er bara að sjá hvað þeir félagar vita um Meistaradeildina eða Evrópudeildina í fótbolta en það smá sjá allan spurningaþáttinn hér fyrir neðan.

Klippa: Heiðursstúkan - Þáttur 6: Meistaradeildin og Evrópudeildin



Fleiri fréttir

Sjá meira


×