Kjalnesingar vilja slíta sig frá Reykjavík á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 21:35 Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness, segir borgina hafa vanrækt Kjalarnesið frá því að sveitarfélögin sameinuðust árið 1998. vísir/bjarni Kjalnesingar vilja nú margir slíta sig frá Reykjavíkurborg og annaðhvort endurheimta sjálfstæði sitt eða sameinast sveitarfélagi sem er staðsett nær hverfinu. Krafa er uppi um að fá að kjósa um þetta samhliða næstu sveitarstjórnarkosningum. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum. Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan sveitarfélagið Kjalarneshreppur, sem var og hét, ákvað að sameinast Reykjavík fyrir 24 árum. Nú vilja margir íbúanna endurskoða þessa ákvörðun. „Öll svona uppbygging og alvöruþjónusta miðast mjög mikið við 101 Reykjavík. Þetta bitnar svoldið á okkur hér,“ segir Guðni Ársæll Indriðason, formaður íbúasamtaka Kjalarness. Kjalarnes er stærsta og jafnframt fámennasta hverfi Reykjavíkurborgar en þar búa í dag um þúsund manns. Upplifir sig sem íbúa í einræðisríki Hverfið liggur auðvitað ekki upp við neitt annað hverfi borgarinnar heldur stendur eitt og sér milli Mosfellsbæjar og Kjósarhrepps. En upplifa Kjalnesingar sig sem Reykvíkinga? „Fyrir mitt leyti þá upplifi ég mig sem íbúa í einræðisríki með því að búa hér og vera hluti af Reykjavík,“ segir Guðni Ársæll. Íbúafundur var haldinn í hverfinu í gær þar sem afstaðan var nokkuð skýr; íbúar vilja kjósa um það samhliða sveitarstjórnarkosningum hvort þeir verði aftur sjálfstætt sveitarfélag eða sameinist jafnvel frekar Mosfellsbæ eða Kjósarhreppi. Fólkvangur, þar sem gömlu bæjarskrifstofurnar voru, er enn merktur hinu gamla sveitarfélagi Kjalarneshreppi sem var og hét.vísir/bjarni „Á þessum fundi voru um fimmtíu íbúar. Það var einhver sem hafði orð á því að það þyrfti nú töluvert stærra hús til að fá um fimm prósent íbúa úr öðrum hverfum borgarinnar. Og ég held að ég geti fullyrt það að það hafi nánast allir skrifað undir listann í gær sem mættu og mikill hugur í fólki að halda undirskriftasöfnuninni áfram,“ segir Guðni Ársæll. Kjalnesingum þykir borgin þannig vanrækja hverfið algerlega. „Sko athyglin sem Kjalarnesið fær virðist snúast um það að hér megi ekki gera neitt. Það er bara í 101 þar sem má fara fram uppbygging. Það er oft litið svo á að Kjalarnesið gleymist... ég held að þetta sé bara vísvitandi gleymska, því miður,“ segir Guðni Ársæll, sem er allt annað en sáttur með borgarstjórnina. Hérna búa hraustir menn Og fyrir utan gömlu bæjarskrifstofurnar má finna listaverk, þessa vísu eftir Pétur Þórðarson, fyrrverandi sveitarstjóra Kjalarneshrepps, sem stendur á glerskúlptúr þar sem menn horfa í átt til Reykjavíkur. Hún lýsir einmitt viðhorfi margra íbúa: Á Kjalarnesi hvessir enn hvítfyssir á sænum. Hérna búa hraustir menn hinir eru í bænum.
Reykjavík Sveitarstjórnarmál Mosfellsbær Kjósarhreppur Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Sjá meira