Innlit í fyrsta neyslurými á Íslandi Snorri Másson skrifar 10. mars 2022 21:30 Ylja er fyrsta neyslurýmið á Íslandi. Aðsend mynd Mikilvægt skref var stigið í átt til skaðaminnkunar í dag með opnun fyrsta neyslurýmis Rauða krossins, þar sem fólk getur komið og sprautað sig með vímuefnum í öruggu umhverfi. Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu. Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Neyslurýmið heitir Ylja - hún er færanlegur flutningabíll sem hefur verið innréttaður í nýjum tilgangi. Bíllinn opnar klukkan 10 og lokar klukkan 16, og miðað er við að hver gestur geti staldrað við í um fjörutíu mínútur eftir að skammturinn hefur verið tekinn inn. Hafrún Elísa Sigurðardóttir, verkefnastýra hjá Frú Ragnheiði, segir marga sem nýti sér úrræði þeirra óttast stöðugt um líf sitt. Þeir séu enda að nota sterka ópíóða, sem er vel að merkja algengasta vímuefnið sem er sprautað í æð. Hafrún Elísa Sigurðarsdóttir er verkefnastjóri hjá Rauða krossinum.Rauði krossinn „Við erum að reyna að koma í veg fyrir ofskammta og að fólk sé að fá ofskammta úti. Við erum að heyra af mikið af dauðsföllum af völdum ópíóða og þetta er eitt skref í átt að því að koma í veg fyrir það,“ segir Hafrún. Að sögn Hafrúnar eru vinnudagarnir í neyslurými ekkert nauðsynlega erfiðari en aðrir vinnudagar. „Sumir dagar eru erfiðir eins og í öðrum vinnum, en þetta er mjög skemmtileg vinna og maður kynnist yndislegu fólki,“ segir Hafrún. Lyfjatengd andlát eru talin fleiri hér á landi en á öðrum Norðurlöndunum. Þau voru 24 bara á fyrstu sex mánuðum síðasta árs. Og hugmyndafræði skaðaminnkunar hefur um víða veröld rutt sér til rúms til höfuðs þessum vanda, þótt enn sé hún ekki óumdeild. „Fólk er að átta sig á mikilvægi skaðaminnkunar. Svona fordómar byggjast mjög oft á hræðslu og vanþekkingu og ég hvet bara alla til að kynna sér skaðaminnkandi hugmyndafræði,“ segir Hafrún. Með tilkomu Ylju er reiknað með að líkurnar á dauðsföllum minnki - enda heilbrigðisstarfsmaður alltaf á staðnum. Markmiðið er um leið að kortleggja þörfina á varanlegu húsnæði, með lengri opnunartíma og meiri þjónustu.
Reykjavík Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Nýr ópíóíðafaraldur: „Í stöðugri lífshættu nokkrum sinnum á dag” Tuttugu og eitt þúsund Íslendingar eru langtímanotendur ávanabindandi lyfja. Lyfjatengd andlát eru algengust á Íslandi af Norðurlöndunum og hafa þau aldrei verið fleiri en á fyrri helming síðasta árs. 25. janúar 2022 07:00