Engin stemmning fyrir takmörkunum þó spítalinn sé að þrotum kominn Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 10. mars 2022 12:01 Hildur Helgadóttir er verkefnastjóri farsóttanefndar Landspítala Vísir/Egill Landspítalinn stendur ráðalaus frammi fyrir fjölgun innlagna vegna Covid-19. Aldrei hafa fleiri legið inni á spítalanum með veiruna en stjórnendur hans efast þó um að stjórnvöld grípi til samkomutakmarkana á ný til að hefta útbreiðslu faraldursins. 77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
77 liggja nú inni á Landspítala með Covid-19 og hafa þeir aldrei verið fleiri. Karlmaður á níræðisaldri lést á legudeild með Covid-19 í gær. Fjórir eru á gjörgæslu í dag og er einn þeirra í öndunarvél. Hildur Helgadóttir, verkefnastjóri farsóttanefndar spítalans, segir gríðarlega erfitt að manna vaktir vegna mikilla veikinda starfsfólks. „Mönnun er mjög mikil áskorun. Það vantar mikið af fólki. Við bara höfum hreinlega ekki yfirsýn yfir það lengur hvað eru margir fjarverandi vegna Covid. Við vitum að það eru mikil veikindi en af því að það fara ekki allir lengur í PCR-próf þá höfum við ekki nægilega góða yfirsýn yfir veikindi vegna Covid,“ segir Hildur. Sjúklingarnir orðnir of margir Það var þungt í henni hljóðið þegar fréttastofa náði tali af henni í morgun. „Þegar þetta eru orðnir svona margir þá er ákveðið hlutfall sem þarf innlögn og það hlutfall er bara orðið of mikið fyrir okkur. Við ráðum eiginlega varla við þetta,“ segir Hildur. Hún efast þó um að stjórnvöld muni grípa aftur til samkomutakmarkana. „Ég get nú ekki merkt það að það sé nein stemmning fyrir því að beita einhverjum takmörkunum. Við höfum bara reynt að biðla til fólks að reyna að gæta sín og sérstaklega gagnvart þeim ættingjum og vinum sem standa höllum fæti því við sjáum að það er það fólk sem er núna að fá Covid og þolir það ekki og þarf að leggjast inn,“ segir Hildur. Hún minnir á að spítalinn sé enn starfandi á neyðarstigi og hafi nú starfað þannig samfleytt í tæpa þrjá mánuði. „Þegar þú spyrð sko hvað ráðum við lengi við þetta? Ég veit það ekki, satt að segja. Við erum núna að vinna þetta bara klukkutíma fyrir klukkutíma og einn sjúkling í einu og eitt pláss í einu,“ segir Hildur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Samkomubann á Íslandi Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Fleiri fréttir 30% af íbúum í Árborg eru af erlendum uppruna Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira