Utanríkisráðherrarnir hittast í Tyrklandi til að ræða varanlegt vopnahlé Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2022 06:36 Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, og Dmytro Kuleba, utanríkisráðherra Úkraínu, munu funda í borginni Antalya í Tyrklandi í dag. epa Utanríkisráðherrar Rússlands og Úkraínu munu funda í Tyrklandi í dag en Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti segist vonast til að á fundinum verði „dyrnar opnar“ fyrir varanlegu vopnahléi. Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira
Ef marka má erlenda miðla virðast báðir aðilar hafa gefið nokku eftir í afstöðu sinni, sem hefur vakið vonir um að viðræðurnar í dag muni mögulega skila einhverjum árangri. Hingað til hafa ráðamenn í bæði Rússlandi og Úkraínu verið mjög harðorðir og einarðir í kröfum sínum. Stjórnvöld í Moskvu virtust í gær hafa ákveðið að einblína á að tryggja hlutleysi Úkraínu og stöðu Donbas-héraðanna, sem Vladimir Pútín viðurkenndi sem sjálfstæð í aðdraganda innrásarinnar. Forsetinn virðist hafa fallið frá áformum um stjórnarskipti í Kænugarði. Hugarfarsbreytingu forsetans má eflaust að einhverju leyti rekja til afdráttarlausra viðskiptaþvingana og annarra refsiaðgerða sem eru farnar að bitna verulega á rússneska hagkerfinu og þjóðinni en einnig þeirri staðreynd að Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, er nú álitin þjóðhetja um allan heim og á í reglulegu sambandi við leiðtoga annarra ríkja. Selenskí hefur fyrir sitt leyti gefið til kynna að hann kunni að vera reiðubúinn til að falla frá umleitunum um inngöngu í Atlantshafsbandalagið og jafnvel til að komast að málamiðlun um Donbas-héruðin. Hann sagði í gær að hann gerði ráð fyrir að Pútín myndi að lokum ákveða að hætta hernaðaraðgerðum sínum í Úkraínu og ganga til viðræðna, þar sem ekkert lát væri á harðri mótspyrnu Úkraínumanna. Bandaríkjamenn segja 5 til 6 þúsund rússneska hermenn hafa fallið í innrásinni. Sérfræðingar vara við að enn sé langt á milli aðilar, til að mynda sé ólíklegt að Selenskí sé reiðubúinn að gefa eftir Krímskaga sem hluta af Rússlandi og viðurkenna sjálfstæði Donetsk og Luhansk. Þá á Pútín mikið undir að koma vel út úr stríðsrekstrinum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Tyrkland Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Fleiri fréttir Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Sjá meira