Horfðu á Bachelor úti í vitlausu veðri: „Ég vona að Clayton sjái þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. mars 2022 22:00 Hópur íslenskra Bachelor aðdáenda var mættur í Sky Lagoon í kvöld til að horfa á nýjasta þáttinn. Vísir Tvö hundruð ofuraðdáendur bandarísku raunveruleikaþáttanna The Bachelor gátu vart haldið augunum opnum vegna veðurofsa á Kársnesinu fyrr í kvöld, þar sem þeir voru saman komnir í Sky Lagoon til að horfa á nýjasta þátt seríunnar. Þátturinn sem var sýndur í Sky Lagoon í kvöld var tekin upp hér á landi og hluti þáttarins meira að segja tekinn upp í lóninu sjálfu á síðasta ári. Vísir greindi frá því í nóvember að piparsveinninn Clayton Echard hafi verið staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótum (e. overnight dates). Keppendurnir fóru meðal annars á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon og svo voru rósirnar afhentar í Hörpu. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður okkar, var að sjálfsögðu mætt í Sky Lagoon í kvöld til að hitta á ofuraðdáendurna sem voru mættir í áhorfsveisluna. Veðrið lék þá grátt, eins og keppendur Bachelor þegar þeir voru staddir í lóninu. „Tvö hundruð aðdánedur þáttanna ætla að koma hingað ofaní í kvöld, þrátt fyrir þetta skemmtilega veður. Við erum búin að vera í hláturskasti yfir þessu veðri,“ sagði Elísabet á meðan rigningin barði á hana. Starfsmaður Sky Lagoon, sem var viðstaddur þegar tökur fóru fram á þættinum, sagði hálf ótrúlegt að hafa fylgst með keppendunum baða sig. „Þau fengu sama veður og við erum að upplifa núna þannig að við erum bara að endurtaka sömu upplifun. Það snerist svo í bongó þannig að við höldum í þá von,“ sagði Ragnhildur Harpa Haraldsdóttir, starfsmaður Sky Lagoon. „Mér finnst þetta bara frábært, þetta er nákvæmlega eins og þetta var á stefnumótinu, þetta er þvílík upplifun,“ sagði Erna Hrund Hermannsdóttir, sem var enn á bakkanum þegar Elísabet ræddi við hana. „Ég vona að Clayton sjái þessa klippu og sjái að Íslendingar eru gjörsamlega að fórna sér, ég get ekki einu sinni haft augun opin. Þeir sem eru að horfa heima, ég var rosa sæt þegar ég kom ofaní þó ég sé það ekki lengur,“ sagði Eva Ruza Miljevic, sem var mætt ofaní laugina. Þær sammældust um að ruglið og dramað væri það skemmtilegasta við þættina, sem séu ávanabindandi. Erna segist sjálf hafa horft á þættina frá því að hún var þrettán ára gömul. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og þeir sem eru ekki í Bachelor fjölskyldunni eins og við Erna skilja þetta ekki og munu ekki skilja þetta,“ sagði Eva. Bíó og sjónvarp Sky Lagoon Hollywood Reykjavík Ástin og lífið Íslandsvinir Tengdar fréttir Bachelorinn Colton Underwood trúlofaður Bachelorinn Colton Underwood er á leið upp að altarinu. Colton er trúlofaður kærasta sínum, Jordan C. Brown. Tímaritið People sagði fyrst frá trúlofuninni. 1. mars 2022 11:01 Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. 7. desember 2021 14:30 Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Þátturinn sem var sýndur í Sky Lagoon í kvöld var tekin upp hér á landi og hluti þáttarins meira að segja tekinn upp í lóninu sjálfu á síðasta ári. Vísir greindi frá því í nóvember að piparsveinninn Clayton Echard hafi verið staddur hér á landi ásamt þremur keppendum við tökur á svonefndum gististefnumótum (e. overnight dates). Keppendurnir fóru meðal annars á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon og svo voru rósirnar afhentar í Hörpu. Elísabet Inga Sigurðardóttir, fréttamaður okkar, var að sjálfsögðu mætt í Sky Lagoon í kvöld til að hitta á ofuraðdáendurna sem voru mættir í áhorfsveisluna. Veðrið lék þá grátt, eins og keppendur Bachelor þegar þeir voru staddir í lóninu. „Tvö hundruð aðdánedur þáttanna ætla að koma hingað ofaní í kvöld, þrátt fyrir þetta skemmtilega veður. Við erum búin að vera í hláturskasti yfir þessu veðri,“ sagði Elísabet á meðan rigningin barði á hana. Starfsmaður Sky Lagoon, sem var viðstaddur þegar tökur fóru fram á þættinum, sagði hálf ótrúlegt að hafa fylgst með keppendunum baða sig. „Þau fengu sama veður og við erum að upplifa núna þannig að við erum bara að endurtaka sömu upplifun. Það snerist svo í bongó þannig að við höldum í þá von,“ sagði Ragnhildur Harpa Haraldsdóttir, starfsmaður Sky Lagoon. „Mér finnst þetta bara frábært, þetta er nákvæmlega eins og þetta var á stefnumótinu, þetta er þvílík upplifun,“ sagði Erna Hrund Hermannsdóttir, sem var enn á bakkanum þegar Elísabet ræddi við hana. „Ég vona að Clayton sjái þessa klippu og sjái að Íslendingar eru gjörsamlega að fórna sér, ég get ekki einu sinni haft augun opin. Þeir sem eru að horfa heima, ég var rosa sæt þegar ég kom ofaní þó ég sé það ekki lengur,“ sagði Eva Ruza Miljevic, sem var mætt ofaní laugina. Þær sammældust um að ruglið og dramað væri það skemmtilegasta við þættina, sem séu ávanabindandi. Erna segist sjálf hafa horft á þættina frá því að hún var þrettán ára gömul. „Þetta er alltaf jafn skemmtilegt og þeir sem eru ekki í Bachelor fjölskyldunni eins og við Erna skilja þetta ekki og munu ekki skilja þetta,“ sagði Eva.
Bíó og sjónvarp Sky Lagoon Hollywood Reykjavík Ástin og lífið Íslandsvinir Tengdar fréttir Bachelorinn Colton Underwood trúlofaður Bachelorinn Colton Underwood er á leið upp að altarinu. Colton er trúlofaður kærasta sínum, Jordan C. Brown. Tímaritið People sagði fyrst frá trúlofuninni. 1. mars 2022 11:01 Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. 7. desember 2021 14:30 Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31 Mest lesið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Bachelorinn Colton Underwood trúlofaður Bachelorinn Colton Underwood er á leið upp að altarinu. Colton er trúlofaður kærasta sínum, Jordan C. Brown. Tímaritið People sagði fyrst frá trúlofuninni. 1. mars 2022 11:01
Hádramatísk rósaafhending Bachelor fór fram í Hörpu Harpa, tónlistar- og menningarhús Reykjavíkur, er í stóru hlutverki í væntanlegri þáttaröð af raunveruleikaþættinum The Bachelor, ef marka má stiklu sem frumsýnd var í dag. Þá lítur einnig út fyrir að piparsveinninn hafi farið með keppendur á stefnumót í Perlunni og Sky Lagoon. 7. desember 2021 14:30
Næsti Bachelor mættur til Íslands á lokastefnumótin sín Tökulið frá Bandaríkjunum er nú á landinu að taka upp næstu seríu af The Bachelor. Piparsveinninn sjálfur er hér staddur ásamt þremur dömum. 18. nóvember 2021 16:31