Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík 79-85 Grindavík | Grindvíkingar sóttu óvæntan útisigur í Njarðvík Siggeir Ævarsson skrifar 9. mars 2022 21:28 vísir/bára Nýliðar Njarðvíkur og Grindavíkur mættust í Ljónagryfjunni í kvöld í hörku leik. Þrátt fyrir að hlutskipti liðanna í deildinni sé ansi ólíkt, var ekki að sjá á leik þeirra að hér væru lið að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Varnarleikur Grindavíkur var framúrskarandi framan af leik og þær voru sömuleiðis að hitta vel. Grindavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum um miðjan 2. leikhluta en erlendu leikmenn Njarðvíkur héldu þeim inni í leiknum og heimakonur leiddu í hálfleik með einu stigi. Aðeins fjórir leikmenn Njarðvíkur voru komnar á blað í hálfleik, erlendu leikmennirnir með 34 stig, Vilborg Jónsdóttir með fjögur. Hjá Grindavík var stigaskorið að dreifast á fleiri leikmenn en Njarðvík voru með hina bandarísku Robbi Ryan í stífri gæslu, en hún var þó stigahæst Grindvíkinga í hálfleik með 12 stig. Njarðvíkingar mættu töluvert ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og settu fyrstu 8 stig hálfleiksins. Hekla svaraði með 5 stigum í röð fyrir Grindavík og hélt vonum þeirra á lífi. Munurinn varð mest 10 stig en Njarðvíkingum tókst illa að slíta sig frá Grindvíkingum sem komu jafnharðan til baka þegar forysta Njarðvíkur tók kipp upp á við. Staðan 59-58 fyrir lokaleikhlutann. Lokamínútur leiksins voru hörkuspennandi og liðin skiptust á að taka forystuna. Njarðvík virtist þó vera skrefi á undan en það var greinilega stutt skref. Á rúmlega tveggja mínútna kafla breyttu gestirnir stöðunni úr 63-61 í 63-71 og þá varð ekki aftur snúið. Njarðvíkingar gerðu sig reyndar líklegar til að stela sigrinum í lokin og Grindvíkingar gerðu sig sömuleiðis sekar um nokkur mistök á lokamínútunum sem hefði getað orðið þeim dýrkeypt. Það var þó ekki að hjálpa heimakonum að Grindavík var komið í bónus þegar 3:31 voru eftir af leiknum og þær settu ófá stig af vítalínunni í lokin. Lokatölur 79-85, mjög sanngjarn baráttusigur Grindavíkur staðreynd. Af hverju vann Grindavík? Þær héldu áfram allan tímann og létu aldrei deigan síga, jafnvel þó Njarðvík næði 10 stiga forskoti um miðjan seinni hálfleik. Það má segja að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar hjá Grindavík í kvöld, sem fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld, þrátt fyrir að Robbi Ryan hafi toppað flesta tölfræðidálka. Hverjar stóðu upp úr? Robbi Ryan var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu í kvöld. Skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hún bætti líka við 5 stolnum boltum. Grindavík fékk líka gott framlag frá Huldu Björk og Heklu, Hulda var stigahæst með 23 stig og Hekla með 17. Þegar þessir þrír leikmenn eru allir að leggja í púkkið sóknarlega hjá Grindavík eru þær til alls líklegar. Hjá Njarðvík voru það erlendu leikmennirnir þrír sem drógu vagninn. Þær tóku ógurlegt magn af fráköstum, 36 samanlagt. Aliyah Collier var stigahæst á vellinum með 31 stig og reif niður 16 fráköst. Hvað gekk illa? Grindavík tapaði frákastabaráttunni nokkuð afgerandi í kvöld, 45-33, en það kom ekki að sök. Njarðvík gekk illa að halda boltanum á köflum, töpuðu 19 slíkum, en það verður að gefa Grindvíkingum fullt kredit fyrir þeirra varnarleik í kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar halda áfram að reyna að ná fótfestu í þessum fjögurra liða pakka á toppnum. Þær eiga toppslag í næsta leik þegar þær sækja Valskonur heim. Sama dag er annar Suðurnesjaslag á dagskrá í Grindavík þegar Keflvíkingar mæta í heimsókn. „Ef að við getum ekki farið eftir einföldum fyrirmælum þá erum við bara í virkilegum vanda á leið inn í framhaldið“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari NjarðvíkurFacebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var fjúkandi reiður við sína leikmenn í síðustu leikhléum leiksins, og það var augljóst að hann var ansi ósáttur við frammistöðu Njarðvíkur í kvöld en hann var ómyrkur í máli þegar hann fór yfir hvað klikkaði. „Það klikkaði rosalega margt hér í kvöld. Svona ákveðin atriði, þegar við framkvæmdum og fylgdum leikplaninu, þá gekk það mjög vel. En svo vorum við bara eins og kjánar á köflum, oft að gleyma okkur og „fókus level-ið“ bara ekki nógu hátt. Ef að við getum ekki farið eftir einföldum fyrirmælum þá erum við bara í virkilegum vanda á leið inn í framhaldið.“ Njarðvíkingar voru yfir á löngum köflum í leiknum í kvöld en Grindavík náðu að snúa leiknum sér í hag undir lokin og keyra yfir Njarðvíkurliðið. „Þetta spilaðist bara mjög svipað og flestir leikir þessara liða í vetur. Munurinn núna var að Grindavík tók þetta áhlaup í fjórða leikhluta sem við erum búin að vera að gera. Andlegur styrkur þeirra var bara meiri og þær voru meiri töffarar. Mér fannst leikmenn hjá mér fara í felur, það vantaði allan töffaraskap. Við tölum rosalega mikið og það er auðvelt að segja hlutina, en það er lítið á bak við það þegar það er komið út í alvöruna og virkilega reynir á. Ég þarf að fara að auglýsa eftir andlegum leiðtoga fyrir mitt lið sem að vill taka liðið á bakið. Og þá er ég ekki að tala um að skora stig eða um frammistöðu inn á vellinum heldur einhver sem stjórnar liðinu og tekur þær saman þegar það er ekki allt að ganga upp. Á því sviði erum við bara að falla hrikalega á prófinu og ég þarf að finna út úr því.“ Subway-deild kvenna UMF Njarðvík UMF Grindavík
Nýliðar Njarðvíkur og Grindavíkur mættust í Ljónagryfjunni í kvöld í hörku leik. Þrátt fyrir að hlutskipti liðanna í deildinni sé ansi ólíkt, var ekki að sjá á leik þeirra að hér væru lið að berjast á sitthvorum enda töflunnar. Varnarleikur Grindavíkur var framúrskarandi framan af leik og þær voru sömuleiðis að hitta vel. Grindavík komst yfir í fyrsta sinn í leiknum um miðjan 2. leikhluta en erlendu leikmenn Njarðvíkur héldu þeim inni í leiknum og heimakonur leiddu í hálfleik með einu stigi. Aðeins fjórir leikmenn Njarðvíkur voru komnar á blað í hálfleik, erlendu leikmennirnir með 34 stig, Vilborg Jónsdóttir með fjögur. Hjá Grindavík var stigaskorið að dreifast á fleiri leikmenn en Njarðvík voru með hina bandarísku Robbi Ryan í stífri gæslu, en hún var þó stigahæst Grindvíkinga í hálfleik með 12 stig. Njarðvíkingar mættu töluvert ákveðnari til leiks í seinni hálfleik og settu fyrstu 8 stig hálfleiksins. Hekla svaraði með 5 stigum í röð fyrir Grindavík og hélt vonum þeirra á lífi. Munurinn varð mest 10 stig en Njarðvíkingum tókst illa að slíta sig frá Grindvíkingum sem komu jafnharðan til baka þegar forysta Njarðvíkur tók kipp upp á við. Staðan 59-58 fyrir lokaleikhlutann. Lokamínútur leiksins voru hörkuspennandi og liðin skiptust á að taka forystuna. Njarðvík virtist þó vera skrefi á undan en það var greinilega stutt skref. Á rúmlega tveggja mínútna kafla breyttu gestirnir stöðunni úr 63-61 í 63-71 og þá varð ekki aftur snúið. Njarðvíkingar gerðu sig reyndar líklegar til að stela sigrinum í lokin og Grindvíkingar gerðu sig sömuleiðis sekar um nokkur mistök á lokamínútunum sem hefði getað orðið þeim dýrkeypt. Það var þó ekki að hjálpa heimakonum að Grindavík var komið í bónus þegar 3:31 voru eftir af leiknum og þær settu ófá stig af vítalínunni í lokin. Lokatölur 79-85, mjög sanngjarn baráttusigur Grindavíkur staðreynd. Af hverju vann Grindavík? Þær héldu áfram allan tímann og létu aldrei deigan síga, jafnvel þó Njarðvík næði 10 stiga forskoti um miðjan seinni hálfleik. Það má segja að þetta hafi verið sigur liðsheildarinnar hjá Grindavík í kvöld, sem fengu gott framlag frá mörgum leikmönnum í kvöld, þrátt fyrir að Robbi Ryan hafi toppað flesta tölfræðidálka. Hverjar stóðu upp úr? Robbi Ryan var einni stoðsendingu frá þrefaldri tvennu í kvöld. Skoraði 22 stig, tók 13 fráköst og gaf 9 stoðsendingar. Hún bætti líka við 5 stolnum boltum. Grindavík fékk líka gott framlag frá Huldu Björk og Heklu, Hulda var stigahæst með 23 stig og Hekla með 17. Þegar þessir þrír leikmenn eru allir að leggja í púkkið sóknarlega hjá Grindavík eru þær til alls líklegar. Hjá Njarðvík voru það erlendu leikmennirnir þrír sem drógu vagninn. Þær tóku ógurlegt magn af fráköstum, 36 samanlagt. Aliyah Collier var stigahæst á vellinum með 31 stig og reif niður 16 fráköst. Hvað gekk illa? Grindavík tapaði frákastabaráttunni nokkuð afgerandi í kvöld, 45-33, en það kom ekki að sök. Njarðvík gekk illa að halda boltanum á köflum, töpuðu 19 slíkum, en það verður að gefa Grindvíkingum fullt kredit fyrir þeirra varnarleik í kvöld. Hvað gerist næst? Njarðvíkingar halda áfram að reyna að ná fótfestu í þessum fjögurra liða pakka á toppnum. Þær eiga toppslag í næsta leik þegar þær sækja Valskonur heim. Sama dag er annar Suðurnesjaslag á dagskrá í Grindavík þegar Keflvíkingar mæta í heimsókn. „Ef að við getum ekki farið eftir einföldum fyrirmælum þá erum við bara í virkilegum vanda á leið inn í framhaldið“ Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari NjarðvíkurFacebook/Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur var fjúkandi reiður við sína leikmenn í síðustu leikhléum leiksins, og það var augljóst að hann var ansi ósáttur við frammistöðu Njarðvíkur í kvöld en hann var ómyrkur í máli þegar hann fór yfir hvað klikkaði. „Það klikkaði rosalega margt hér í kvöld. Svona ákveðin atriði, þegar við framkvæmdum og fylgdum leikplaninu, þá gekk það mjög vel. En svo vorum við bara eins og kjánar á köflum, oft að gleyma okkur og „fókus level-ið“ bara ekki nógu hátt. Ef að við getum ekki farið eftir einföldum fyrirmælum þá erum við bara í virkilegum vanda á leið inn í framhaldið.“ Njarðvíkingar voru yfir á löngum köflum í leiknum í kvöld en Grindavík náðu að snúa leiknum sér í hag undir lokin og keyra yfir Njarðvíkurliðið. „Þetta spilaðist bara mjög svipað og flestir leikir þessara liða í vetur. Munurinn núna var að Grindavík tók þetta áhlaup í fjórða leikhluta sem við erum búin að vera að gera. Andlegur styrkur þeirra var bara meiri og þær voru meiri töffarar. Mér fannst leikmenn hjá mér fara í felur, það vantaði allan töffaraskap. Við tölum rosalega mikið og það er auðvelt að segja hlutina, en það er lítið á bak við það þegar það er komið út í alvöruna og virkilega reynir á. Ég þarf að fara að auglýsa eftir andlegum leiðtoga fyrir mitt lið sem að vill taka liðið á bakið. Og þá er ég ekki að tala um að skora stig eða um frammistöðu inn á vellinum heldur einhver sem stjórnar liðinu og tekur þær saman þegar það er ekki allt að ganga upp. Á því sviði erum við bara að falla hrikalega á prófinu og ég þarf að finna út úr því.“
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum