„Þetta eru tvö mjög góð og jöfn lið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. mars 2022 15:01 FH-ingurinn Ágúst Birgisson í baráttunni við Valsmanninn Þorgils Jón Svölu Baldursson. Hér er ekkert gefið eftir. Vísir/Hulda Margrét Valsmenn eru ríkjandi bikarmeistarar en FH-ingar unnu bikarinn síðast fyrir þremur árum eftir að hafa unnið Val. Undanúrslitin í Coca Cola bikar karla í handbolta verða leikin í dag og í fyrri leiknum reyna FH-ingar að stöðva sigurgöngu Valsmanna í bikarnum. Valsliðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari í handbolta karla og á mögulega að vinna bikarinn tvisvar á sama tímabili því þetta tímabil byrjaði á bikarkeppninni sem átti að fara fram í fyrra. Mótherjar Valsmanna í undanúrslitunum eru FH-ingar. FH liðið er vissulega að spila í dag í sínum heimabæ í Hafnarfirði en eru aftur á móti á heimavelli erkifjendanna í Haukum. FH hefur verið eitt besta liðið í Olís deild karla á þessari leiktíð og því er von á flottum leik. Valsmenn unnu bikarinn í ellefta skiptið í haust og hafa farið í bikarúrslitin fjórum sinnum á síðustu sex árum. FH vann bikarinn síðast árið 2019 og þá eftir sigur á Val í úrslitaleik. FH er á eftir sínum sjöunda bikarmeistaratitli. Fulltrúar liðanna tveggja mættu á kynningarfund fyrir leikina og þar tók Henry Birgir Gunnarsson viðtöl við menn. „Við erum fullir tilhlökkunar og það kemur varla bikarhelgi þar sem við í FH spilum ekki á móti Val. Þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Ísak Rafnsson, leikmaður FH. „Bikarvikan er oft sérstök, það er meiri fiðringur og menn eru kannski aðeins meira einbeittir, vitandi það að það er mikið undir strax í fyrsta leik. Hann verður náttúrulega bara eini leikurinn ef þú tapar,“ sagði Vignir Stefánsson, leikmaður Vals. „Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og gefa þeim ekki séns á að spila sinn leik. Þetta eru tvö mjög góð lið og jöfn lið. Ég geri því ráð fyrir hörku rimmu,“ sagði Ísak. „Það eru yfirleitt bara átök þegar þessi lið mætast. Undanúrslit í bikar eiga bara að vera átök því annar væru menn ekki klárir eða með það í kollinum hvað væri undir,“ sagði Vignir. Leikur Vals og FH fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 18.00 í kvöld. Handbolti Olís-deild karla FH Valur Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Undanúrslitin í Coca Cola bikar karla í handbolta verða leikin í dag og í fyrri leiknum reyna FH-ingar að stöðva sigurgöngu Valsmanna í bikarnum. Valsliðið er ríkjandi Íslands- og bikarmeistari í handbolta karla og á mögulega að vinna bikarinn tvisvar á sama tímabili því þetta tímabil byrjaði á bikarkeppninni sem átti að fara fram í fyrra. Mótherjar Valsmanna í undanúrslitunum eru FH-ingar. FH liðið er vissulega að spila í dag í sínum heimabæ í Hafnarfirði en eru aftur á móti á heimavelli erkifjendanna í Haukum. FH hefur verið eitt besta liðið í Olís deild karla á þessari leiktíð og því er von á flottum leik. Valsmenn unnu bikarinn í ellefta skiptið í haust og hafa farið í bikarúrslitin fjórum sinnum á síðustu sex árum. FH vann bikarinn síðast árið 2019 og þá eftir sigur á Val í úrslitaleik. FH er á eftir sínum sjöunda bikarmeistaratitli. Fulltrúar liðanna tveggja mættu á kynningarfund fyrir leikina og þar tók Henry Birgir Gunnarsson viðtöl við menn. „Við erum fullir tilhlökkunar og það kemur varla bikarhelgi þar sem við í FH spilum ekki á móti Val. Þetta er bara skemmtilegt,“ sagði Ísak Rafnsson, leikmaður FH. „Bikarvikan er oft sérstök, það er meiri fiðringur og menn eru kannski aðeins meira einbeittir, vitandi það að það er mikið undir strax í fyrsta leik. Hann verður náttúrulega bara eini leikurinn ef þú tapar,“ sagði Vignir Stefánsson, leikmaður Vals. „Við þurfum fyrst og fremst að spila okkar leik og gefa þeim ekki séns á að spila sinn leik. Þetta eru tvö mjög góð lið og jöfn lið. Ég geri því ráð fyrir hörku rimmu,“ sagði Ísak. „Það eru yfirleitt bara átök þegar þessi lið mætast. Undanúrslit í bikar eiga bara að vera átök því annar væru menn ekki klárir eða með það í kollinum hvað væri undir,“ sagði Vignir. Leikur Vals og FH fer fram á Ásvöllum og hefst klukkan 18.00 í kvöld.
Handbolti Olís-deild karla FH Valur Mest lesið Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ Handbolti Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra Handbolti „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Handbolti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Býr sig undir að mæta morðingjum í kvöld Sjáðu afmælisbarn og fleiri hressa Íslendinga hita upp í Zagreb „Kjánaskapur að halda að eitthvað sé komið“ Klippti hálft landsliðið eftir beiðni Viktors: „Ég fékk svona 70 skilaboð“ „Íslenska liðið lítur vel út“ Strákarnir fá veiðiferð í verðlaun ef þeir komast áfram Gætið ykkar: Maðurinn sem vildi stýra Íslandi með Snorra HM í dag: Sérstakur gestur og sögulegar sættir Harðarmenn bæta við sig Brassa, Japana og Slóvaka á einu bretti Bjarki úr leik og Stiven kallaður til „Kominn tími til að hann verði sá besti í heimi“ Snorri Steinn getur bætt met Gumma Gumm í kvöld „Þetta er svona svindlmaður“ „Fór langt á harða gæjanum og hrokanum“ Sjá meira
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti