Bensínlítrinn kominn yfir 300 krónur á einni bensínstöð Olís Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2022 08:48 Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur bensínstöð Olís í Hrauneyjum. Bensínverð hefur hækkað umtalsvert síðustu vikurnar, ekki síst í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu og hækkandi heimsmarkaðsverðs. Á heimasíðum bensínfyrirtækjanna má sjá verð á 95 oktana bensíni og dísil og þar hefur glögglega sést hvernig verðið hefur hækkað nokkuð skarpt síðustu daga. Á vef Olís má sjá að 300 króna múrinn hafi verið rofinn í Hrauneyjum þar sem bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur og dísillítrinn 295,80 krónur. Lægsta verð Olís er að finna á Akureyri þar sem bensínlítrinn er á 288,90 krónur og dísillítrinn á 284,20 krónur. Algengasta verð á bensínstöðvum Olís eru 297,80 krónur á bensínlítrann og 290,80 fyrir dísillítrann. Hjá N1 er hæsta og jafnframt algengasta verðið 297,90 krónur fyrri bensínlítrann en 290,90 krónur fyrir dísilllítrann. Lægsta verðið er á sjálfsafgreiðslustöðvum N1 í Norðurhellu og Skógarlind þar sem bensín- og díslilítrinn kostar 264,90 krónur. Hjá Orkunni er hæsta og algengasta verðið 294,80 krónur fyrir bensínlítrann og 287,70 krónur fyrir dísillítrann. Lægsta verðið er 263,80 krónur fyrir bensínlítrann og 264,70 krónur fyrir dísillítrann á stöðvum við Dalveg í Kópavogi, Bústaðarveg í Reykjavík, Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, Mýrarveg á Akureyri. Hjá Costco í Kauptúni, Garðabæ kostaði bensínlítrinn 255,90 krónur og dísillítrinn 254,90 krónur í morgun. Hjá Atlantsolíu er hæsta og algengasta verðið 298,90 krónur fyrir bensínlítrann og 292,90 krónur fyrir dísillítrann. Lægsta verð er að finna á stöðvunum við Sprengisand í Reykjavík, Kaplakrika í Hafnarfirði og Baldursnesi á Akureyri – 264,90 krónur fyrir bensínlítrann og sama verð fyrir dísillítrann. Hjá ÓB Bensíni er hæsta og algengasta verðið 294,90 krónur fyrir bensínlítrann og 287,80 krónur fyrir dísillítrann. Ódýrastur er bensínlítrinn 263,90 krónur á stöðvum ÓB við Hlíðarbraut á Akureyri, Arnarsmára, Bæjarlind og Hamraborg í Kópavogi og svo Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Ekki er tekið tillit til afsláttar til viðskiptavina bensínfélaganna. Bensín og olía Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Á heimasíðum bensínfyrirtækjanna má sjá verð á 95 oktana bensíni og dísil og þar hefur glögglega sést hvernig verðið hefur hækkað nokkuð skarpt síðustu daga. Á vef Olís má sjá að 300 króna múrinn hafi verið rofinn í Hrauneyjum þar sem bensínlítrinn kostar nú 302,80 krónur og dísillítrinn 295,80 krónur. Lægsta verð Olís er að finna á Akureyri þar sem bensínlítrinn er á 288,90 krónur og dísillítrinn á 284,20 krónur. Algengasta verð á bensínstöðvum Olís eru 297,80 krónur á bensínlítrann og 290,80 fyrir dísillítrann. Hjá N1 er hæsta og jafnframt algengasta verðið 297,90 krónur fyrri bensínlítrann en 290,90 krónur fyrir dísilllítrann. Lægsta verðið er á sjálfsafgreiðslustöðvum N1 í Norðurhellu og Skógarlind þar sem bensín- og díslilítrinn kostar 264,90 krónur. Hjá Orkunni er hæsta og algengasta verðið 294,80 krónur fyrir bensínlítrann og 287,70 krónur fyrir dísillítrann. Lægsta verðið er 263,80 krónur fyrir bensínlítrann og 264,70 krónur fyrir dísillítrann á stöðvum við Dalveg í Kópavogi, Bústaðarveg í Reykjavík, Reykjavíkurveg í Hafnarfirði, Mýrarveg á Akureyri. Hjá Costco í Kauptúni, Garðabæ kostaði bensínlítrinn 255,90 krónur og dísillítrinn 254,90 krónur í morgun. Hjá Atlantsolíu er hæsta og algengasta verðið 298,90 krónur fyrir bensínlítrann og 292,90 krónur fyrir dísillítrann. Lægsta verð er að finna á stöðvunum við Sprengisand í Reykjavík, Kaplakrika í Hafnarfirði og Baldursnesi á Akureyri – 264,90 krónur fyrir bensínlítrann og sama verð fyrir dísillítrann. Hjá ÓB Bensíni er hæsta og algengasta verðið 294,90 krónur fyrir bensínlítrann og 287,80 krónur fyrir dísillítrann. Ódýrastur er bensínlítrinn 263,90 krónur á stöðvum ÓB við Hlíðarbraut á Akureyri, Arnarsmára, Bæjarlind og Hamraborg í Kópavogi og svo Fjarðarkaupum í Hafnarfirði. Ekki er tekið tillit til afsláttar til viðskiptavina bensínfélaganna.
Bensín og olía Neytendur Rangárþing ytra Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira