Fótbolti

Þóroddi ætlað að fjölga konum í dómgæslu

Sindri Sverrisson skrifar
Þóroddur Hjaltalín á að baki langan feril sem knattspyrnudómari og eftirlitsmaður, á innlendum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi.
Þóroddur Hjaltalín á að baki langan feril sem knattspyrnudómari og eftirlitsmaður, á innlendum jafnt sem alþjóðlegum vettvangi. vísir/bára

Knattspyrnusamband Íslands hefur ráðið dómarann reynslumikla Þórodd Hjaltalín til starfa á innanlandssvið í sex mánuði.

Á meðal helstu verkefna Þórodds er að fjölga kvenkyns knattspyrnudómurum á Íslandi. Af 57 dómurum á lista á vef KSÍ eru aðeins þrjár konur; milliríkjadómarinn Bríet Bragadóttir, milliríkjaaðstoðardómarinn Rúna Kristín Stefánsdóttir og landsdómarinn Eydís Ragna Einarsdóttir.

Þess má geta að næsta byrjendanámskeið fyrir dómara er í höfuðstöðvum KSÍ á fimmtudaginn.

Auk þess að eiga að vinna að fjölgun dómara, sérstaklega kvenna, er Þóroddi ætlað að móta stefnumótun í dómaramálum og vinna fræðslu- og útbreiðslustarf, eins og það er orðað á vef KSÍ.

Þóroddur er Akureyringur og mun hafa vinnuaðstöðu í húsakynnum ÍSÍ á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×