Roland slapp frá Úkraínu | „Pútín er fasisti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. mars 2022 19:15 Roland Eradze kom til Íslands á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá Úkraínu. Stöð 2 Roland Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Íslands og núverandi aðstoðarþjálfari úkraínska meistaraliðsins HC Motor, kom til Íslands frá Úkraínu á föstudaginn eftir átta daga ferðalag frá borginni Zaporizhzhia. Hann ræddi við fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis um átökin og ferðalagið. „Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
„Þetta voru hættulegar aðstæður. Það var búið að loka fyrir flugumferð svo við fórum aftur til Kænugarðs. Það trúði því enginn að Rússar myndu varpa sprengjum á borgina en það gerðist samt,“ sagði Roland um ferðalagið en hann og lærisveinar hans höfðu spilað við Kielce í Póllandi þann 23. febrúar, degi áður en innrás Rússa hófst. „Ég fæ símtal frá mömmu þar sem hún segir mér að heyra í pabba því það er stríð í Úkraínu,“ sagði dóttir Rolands, landsliðskonan Mariam Eradze. „Ég fann fyrir svitanum og panikkinu og ég man að þessa nótt vaknaði ég held ég á klukkutíma fresti bara til að athuga hvort að það væri verið að sprengja einhversstaðar þarna nálægt.“ Ferðalagið frá Úkraínu erfitt og hættulegt „Þetta var hættulegt. Mjög hættulegt,“ sagði Roland. „Við stóðum í röð í níu tíma þar sem við gátum ekki hreyft okkur til hægri eða vinstri. Tókum bara eitt skref áfram og þurftum svo að bíða meira. Þetta var mjög erfitt.“ „Það var fullt af sjálfboðaliðum sem komu með mat og drykki fyrir fólk og hjálpaði okkur mikið. En þetta var mjög erfitt og mikið af börnum og konum með börn. Mikið um grátur og óróa.“ Reynir að leiða hugann frá því hvað gæti orðið um leikmennina „Við eru meira en bara lið. Við erum eins og fjölskylda. Við erum saman í sex tíma á dag á hverjum degi og ég þekki fjölskyldur allra leikmannana. Við erum mjög nánir. Núna þarf ég að hugsa um hvað gæti komið fyrir þessa stráka. Ég vil ekki hugsa um það. Ég vona bara að við fáum frið.“ Roland hefur búið víðsvegar um Evrópu á sínum handboltaferli, en þetta er þriðja stríðið sem hann upplifir á eigin skinni. „Þegar ég var í Júgóslavíu þá voru þeir bara að sprengja upp herstöðvar. En núna er verið að sprengja upp hvað sem er. Þeir eru eins og villimenn. Pútín er fasisti. Hann er fasisti. Hann er nasisti,“ sagði Roland Eradze reiður. Viðtalið við Roland og Mariam í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Roland Eradze viðtal
Handbolti Sportpakkinn Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Fótbolti Fleiri fréttir „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa „Slökum aðeins á og spörum fyrirsagnirnar“ „Þá er helvíti leiðinlegt að spila á móti okkur“ „Nú erum við í aðstöðu til að láta vaða“ Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Sjá meira
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti