Landamæri Íslands galopin fyrir Úkraínumönnum Heimir Már Pétursson skrifar 4. mars 2022 19:26 Rúmlega ein milljón flóttamanna hefur flúið Úkraínu frá upphafi innrásar Rússa í landið. AP Photo/Markus Schreiber Allt frá nokkrum hundruðum til þúsunda Úkraínumanna gætu fengið skjól á Íslandi eftir að neyðarákvæði útlendingalaga var virkjað í gærkvöldi. Formaður flóttamannanefndar segir ljóst að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu ráði ekki ein við að taka á móti þessum fjölda en er ánægður með undirtektirnar. Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson. Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira
Um tvö hundruð þúsund manns hafa bæst í hóp þeirra milljón manna sem flúið höfðu Úkraínu í gær. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stjórnvöld hafa farið að fordæmi Evrópusambandsins og virkjað neyðargrein vegna fjöldaflótta í útlendingalögum í gærkvöldi. Slíkar greinar hafa aldrei áður verið virkjaðar hér og í Evrópu. „Þetta eru auðvitað einstakar aðstæður í Evrópu. Það er mikill samhljómur. Síðan voru sömuleiðis að berast skilaboð frá Bandaríkjunum um tilslakanir í þessa veru. Þannig aðviðerum að gera ráð fyrir því ef spár Flóttamannastofnunar ganga eftir getum við séð margar milljónir á flótta,“ sagði Katrín að loknum ríkisstjórnarfundi í dag. Stefán Vagn Stefánsson formaður flóttamannanefndar sem hefur umsjón með framkvæmdinni segir að í raun væri búið að opna öll landamæri Evrópuríkja og þar með Íslands fyrir fólki á flótta frá Úkraínu. Stefán Vagn Stefánsson er formaður flóttamannanefndar.Stöð 2/Einar „Þannig að sá hópur sem við eigum von á er algerlega óskilgreindur og við vitum ekki hvað við erum að fara að fá marga. Verkefnið að því leiti er mjög snúið og erfitt í útfærslu og mikilvægt að fá sem flesta að. Við höfum verið að kalla eftir því, og ég geri það hér með, að þau sveitarfélög sem treysta sér til og geta orðið að liði varðandi húsnæði til dæmis gefi sig fram,“ segir Stefán Vagn. Nú þegar hafi viðbrögðin verið góð og hann eigi von á að fleiri gefi sig fram á næstu dögum. Allar landamæra- og lestarstöðvar í ríkjum vestan landamæranna að Úkraínu eru fullar af fólki. Konur og börn sofa á gólfum. Almenningur og hjálparsamtök hafa boðið fram aðstoð sína í næstu nágrannaríkjum og bjóða húsaskjól, fatnað og mat. Þá hafa Þjóðverjar og fleiri ríki hafa afnumið lestarfargjöld frá austur Evrópu til að auðvelda fólki flóttann. Allar lestar í vesturátt eru yfirfullar af flóttafólki. Sjálboðaliðar gáfu flóttamönnum frá Úkraínu föt á Hauptbahnhof í Berlín í dag.Hannibal Hanschke/AP Á brautarpallinum í Berlín stóð ungt par og bauð fram húsnæði. „Við bjóðum húsnæði fyrir tvo fullorðna og allt að þremur börnum, þar til þau finna eitthvað varanlegra.“ Önnur kona sagði „við höfum ekki mikið pláss en við getum tekið við tveimur.“ Núþegar hafa um fjörutíu manns komið hingað til lands. Stefán segir mörg sveitarfélög hafa boðið fram aðstoð. „Eins höfum viðfengið einstaklinga sem hafa boðið okkur íbúðir, félagasamtök mögulega. Þannig að það eru allir aðvilja gerðir. Við finnum fyrir gríðarlegum meðbyr, gríðarlegum samhug í þessu verkefni,“ segir formaður flóttamannanefndar. Huga þurfi að skólavist fyrir börn og ungmenni og alls kyns félagslegri þjónustu. Vonandi bregðist atvinnulífið vel við þeim sem treysti sér til að vinna. „Sú tala sem viðhöfum verið að áætla er einhvers staðar á milli þúsund og tvö þúsund. En hún er sögð algerlega án ábyrgðar. Eins og ég sagði íupphafi, við höfum í raun og veru ekki hugmynd um hvað þetta mun þýða,“ sagði Stefán Vagn Stefánsson.
Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Sjá meira