Innlent

Fjöldi fólks ætlar sér tvær skrif­stofu­stjóra­stöður

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Tvö embætti skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu eru í boði. Fjöldi fólks sækir um stöðurnar tvær.
Tvö embætti skrifstofustjóra í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu eru í boði. Fjöldi fólks sækir um stöðurnar tvær. Vísir/Vilhelm

Alls bárust 36 umsóknir um tvær skrifstofustjórastöður í háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu sem auglýstar voru 10. febrúar sl. en umsóknarfrestur rann út 28. febrúar.

Frá þessu er greint á vef Stjórnarráðsins. Annars vegar er um að ræða skrifstofustjóra á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni en hins vegar skrifstofustjóra á skrifstofu stefnumörkunar.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra mun skipa í stöðurnar til fimm ára. Ráðherra hefur skipað hæfnisnefnd sem verður falið að meta hæfni umsækjenda og skila skýrslu til ráðherra. Í nefndinni sitja Kristín Edwald formaður, Hulda Bjarnadóttir og Stefán Guðmundsson.

Umsækjendur eru eftirtalin:

Skrifstofustjóri á skrifstofu framkvæmdar og eftirfylgni:

  • Agnes Guðjónsdóttir
  • Ari Sigurðsson
  • Eva Björk Harðardóttir
  • Guðni Gunnarsson
  • Harpa Ólafsdóttir
  • Ottó Valur Winther
  • Sigurrós Dögg Hilmarsdóttir
  • Svava Ásgeirsdóttir
  • Valur Árnason

Skrifstofustjóri á skrifstofu stefnumörkunar

  • Bergþóra Halldórsdóttir
  • Erlendur Svavarsson
  • Eva Björk Harðardóttir
  • Gestur Hrannar Hilmarsson
  • Gísli Þór Gíslason
  • Guðni Gunnarsson
  • Herdís Pála Pálsdóttir
  • Jón Vilberg Guðjónsson
  • Katrín Olga Jóhannesdóttir
  • Mardís Heimisdóttir
  • Muhammad Nasir
  • Óli Örn Eiríksson
  • Páll Jens Reynisson
  • Perla Ösp Ásgeirsdóttir
  • Ragnhildur Ágústsdóttir
  • Salóme Guðmundsdóttir
  • Salvör Sigríður Jónsdóttir
  • Sigríður Rafnar Pétursdóttir
  • Sigríður Valgeirsdóttir
  • Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir
  • Sigurlaug Ýr Gísladóttir
  • Steinunn Halldórsdóttir
  • Svanhildur Jónsdóttir
  • Una Strand Viðarsdóttir
  • Valur Árnason
  • Vera Dögg Guðmundsdóttir
  • Þorgeir Pálsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×