Óvissustig vegna átaka í Úkraínu – Tæknilegt óöryggi Ólafur R. Rafnsson skrifar 4. mars 2022 11:30 Til hvaða aðgerða er skynsamlegt að grípa til við aðstæður sem þessar? Þetta er spurning sem margir spyrja sig eflaust nú. Við sjáum verulega aukningu ár frá ári á alvarlegum öryggisbrestum sem verða vegna óprúttinna aðila sem herja bæði á einstaklinga sem fyrirtæki, yfirleitt til að hafa af þeim fé. Sviksemi af þessu tagi hefur alltaf fylgt mannkyninu því miður, eina breytingin nú er að það er töluvert auðveldara að ná til margra með þeirri tækni sem við búum yfir. Við erum rétt að sjá í land eftir heimsfaraldur vegna COVID-19, gögn hafa verið tekið í gíslingu, Tintersvindlari herjar á konur, samkiptablekkingar eru daglegt brauð og óvissustigi var lýst yfir vegna Log4j veikleika á síðasta ári og nú er stríð í okkar heimsálfu. Er óhætt að segja að nú sé staðan sú að Ísland ætti að vera á óvissustigi vegna stríðsins í Úkraínu? Ástandið gefur fullt tilefni til þess að vera á varðbergi, virkja neyðarskipulag og gefa út fyrirmæli um að innlendir aðilar ættu að virkja óvissustig. Gefnar hafa verið út góðar leiðbeiningar frá CERT-IS og Fjarskiptastofu um hvernig hægt sé að bæta varnir og draga úr hættunni á að verða fyrir öryggisbresti. Vinnuaðstaða Líta mætti á kerfi að þau séu húsið sem við búum í og vinnum og þar eru öryggiskerfi sem vakta óæskilega umferð. Ef vart verður um innbrot í aðstöðu grípa þjófavarnarkerfi inn í og öryggismyndavélar í sumum tilvikum sem taka upp efni. Ef upp kemur sú staða að brotist hefur verið inn er gott að geta farið í öryggismyndavélar og spólað til baka til að skoða hver hefur verið þar á ferðinni. Þegar tæknilegur öryggisbrestur verður er gríðarlega mikilvægt að hægt sé með auðveldu móti fletta upp í dagbókum kerfa sem sama hætti og lýst er hér að ofan með öryggismyndavélar. Það er töluvert flóknara að skoða tæknilegt fótspor en myndefni, ef það eru til upplýsingar um slíkt yfir höfuð þar sem kerfi safna allskonar dagbókum á mismunandi máta. Því miður er algengt dagbækur kerfa sýna einungis færslur í örfáa daga eða jafnvel klukkustundir. Slíkt eykur enn frekar á óvissuna þegar ekki er hægt að rekja aðgerðir nema að litlu leyti. Hvað gerum við þá, hringja í vin ekki satt. Hvað er hægt að gera ef öryggi er ógnað? Eitt af því sem algengt er við aðstæður þegar tæknilegur öryggisbrestur er staðfestur, er að loka fyrir erlenda netumferð, eða eins og ef um húsnæði væri að ræða loka/læsa öllum hurðum og gluggum. Það er því miður ráðstöfun sem verður sífellt marklausari því með aukinni notkun skýjalausna getur slíkt valdið því að stöðva virkni sem þarf að vera til staðar og eru þó nokkur dæmi um slíkt. Varnarkerfi þurfa að geta gripið til aðgerða og rauntímavöktun er mikilvæg. Ýmis fyrirtæki bjóða allskonar öryggislausnir og getur verið mjög flókið að velja viðeigandi varnir. Það er ekki nóg að vera með varnarkerfi því það þarf líka einhvern til að vakta þau. Þessi kerfi mætti líkja við öryggis- og myndavélaeftirlitskerfi fyrir húsnæði. Ef brotist er inn þá eru boð send á öryggisfyrirtæki eins og Öryggismiðstöðina eða Securitas sem grípa þá til aðgerða. Sama ætti að gilda um tæknilega öryggisbresti, því það er ekki síður mikilvægt að sú öryggislausn sem treyst er á sé vöktuð í rauntíma eða hægt að skoða upptökur á einfaldan máta. Slík vöktun kallast Security Operation Center eða SOC sem er sambærilegt því að öryggisfyrirtæki sé tiltækt ef brotist er inn. Með slíkri vöktun er hægt að grípa inn í rafrænt, ef grunur er um að brotist hafi verið inn í kerfi. Hvernig höldum við örygginu við? Góð leið til að draga úr óvissu um hvort varnir sem fyrir eru séu fullnægjandi er gott að gera reglulega hættumat á tæknilegu öryggi. Fara yfir öll kerfi sem við notum dags daglega og halda skrá yfir þau og tryggja eins gott aðgangsöryggi og hægt er. Nota hugbúnað sem geymir fyrir okkur lykilorð eins og LastPass, Password1 o.s.frv. Sjá til þess að við eigum til öryggisafrit af mikilvægum gögnum í tæki sem er varið fyrir gagnagíslatökuvírusum. Fyrir fyrirtæki og stofnanir (skipulagsheildir) er ekki síður mikilvægt að útfæra og æfa viðbragð við mismunandi áhættusviðsmyndum til að tryggja viðeigandi viðbragð í neyð. Æfingar á viðbragði eru sífellt mikilvægari þáttur í daglegu lífi. Það þekkja margir brunaæfingar sem vinna á skrifstofu en við erum að fást við ósýnilegan tæknilegan bruna í kerfum og eru töluvert meiri líkur á slíkum bruna. Gott æft viðbragð er gulls ígildi þegar á reynir og nú er sérstaklega mikilvægt að verklag sé skýrt vegna ástandsins sem ríkir í Úkraínu, er þín skipulagsheild í viðbragðsstöðu eða er búið að lýsa yfir óvissuástandi og virkja neyðarskipulag hjá þér? Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér nú og þurfa allir að vera sérstaklega á varðbergi, ekki bara skipulagsheildir heldur þú og ég líka. Skilin á milli heimilis og vinnu eru sífellt að vera óskýrari og hættur fleiri og alvarlegri. Pössum upp á stafrænt öryggi okkar og þeirra sem við erum í samskiptum við í leiðinni. Notum margþátta auðkenni alltaf ef það er valkostur, uppfærum öryggisviðbætur í tölvum og þeim tækjum þegar það býðst, látum vita ef grunur er um að við höfum verið blekkt því það geta allir lent í því, ég hef lent í því líka líka þó að ég starfi við þetta fag. Höfundur er ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Öryggis- og varnarmál Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Til hvaða aðgerða er skynsamlegt að grípa til við aðstæður sem þessar? Þetta er spurning sem margir spyrja sig eflaust nú. Við sjáum verulega aukningu ár frá ári á alvarlegum öryggisbrestum sem verða vegna óprúttinna aðila sem herja bæði á einstaklinga sem fyrirtæki, yfirleitt til að hafa af þeim fé. Sviksemi af þessu tagi hefur alltaf fylgt mannkyninu því miður, eina breytingin nú er að það er töluvert auðveldara að ná til margra með þeirri tækni sem við búum yfir. Við erum rétt að sjá í land eftir heimsfaraldur vegna COVID-19, gögn hafa verið tekið í gíslingu, Tintersvindlari herjar á konur, samkiptablekkingar eru daglegt brauð og óvissustigi var lýst yfir vegna Log4j veikleika á síðasta ári og nú er stríð í okkar heimsálfu. Er óhætt að segja að nú sé staðan sú að Ísland ætti að vera á óvissustigi vegna stríðsins í Úkraínu? Ástandið gefur fullt tilefni til þess að vera á varðbergi, virkja neyðarskipulag og gefa út fyrirmæli um að innlendir aðilar ættu að virkja óvissustig. Gefnar hafa verið út góðar leiðbeiningar frá CERT-IS og Fjarskiptastofu um hvernig hægt sé að bæta varnir og draga úr hættunni á að verða fyrir öryggisbresti. Vinnuaðstaða Líta mætti á kerfi að þau séu húsið sem við búum í og vinnum og þar eru öryggiskerfi sem vakta óæskilega umferð. Ef vart verður um innbrot í aðstöðu grípa þjófavarnarkerfi inn í og öryggismyndavélar í sumum tilvikum sem taka upp efni. Ef upp kemur sú staða að brotist hefur verið inn er gott að geta farið í öryggismyndavélar og spólað til baka til að skoða hver hefur verið þar á ferðinni. Þegar tæknilegur öryggisbrestur verður er gríðarlega mikilvægt að hægt sé með auðveldu móti fletta upp í dagbókum kerfa sem sama hætti og lýst er hér að ofan með öryggismyndavélar. Það er töluvert flóknara að skoða tæknilegt fótspor en myndefni, ef það eru til upplýsingar um slíkt yfir höfuð þar sem kerfi safna allskonar dagbókum á mismunandi máta. Því miður er algengt dagbækur kerfa sýna einungis færslur í örfáa daga eða jafnvel klukkustundir. Slíkt eykur enn frekar á óvissuna þegar ekki er hægt að rekja aðgerðir nema að litlu leyti. Hvað gerum við þá, hringja í vin ekki satt. Hvað er hægt að gera ef öryggi er ógnað? Eitt af því sem algengt er við aðstæður þegar tæknilegur öryggisbrestur er staðfestur, er að loka fyrir erlenda netumferð, eða eins og ef um húsnæði væri að ræða loka/læsa öllum hurðum og gluggum. Það er því miður ráðstöfun sem verður sífellt marklausari því með aukinni notkun skýjalausna getur slíkt valdið því að stöðva virkni sem þarf að vera til staðar og eru þó nokkur dæmi um slíkt. Varnarkerfi þurfa að geta gripið til aðgerða og rauntímavöktun er mikilvæg. Ýmis fyrirtæki bjóða allskonar öryggislausnir og getur verið mjög flókið að velja viðeigandi varnir. Það er ekki nóg að vera með varnarkerfi því það þarf líka einhvern til að vakta þau. Þessi kerfi mætti líkja við öryggis- og myndavélaeftirlitskerfi fyrir húsnæði. Ef brotist er inn þá eru boð send á öryggisfyrirtæki eins og Öryggismiðstöðina eða Securitas sem grípa þá til aðgerða. Sama ætti að gilda um tæknilega öryggisbresti, því það er ekki síður mikilvægt að sú öryggislausn sem treyst er á sé vöktuð í rauntíma eða hægt að skoða upptökur á einfaldan máta. Slík vöktun kallast Security Operation Center eða SOC sem er sambærilegt því að öryggisfyrirtæki sé tiltækt ef brotist er inn. Með slíkri vöktun er hægt að grípa inn í rafrænt, ef grunur er um að brotist hafi verið inn í kerfi. Hvernig höldum við örygginu við? Góð leið til að draga úr óvissu um hvort varnir sem fyrir eru séu fullnægjandi er gott að gera reglulega hættumat á tæknilegu öryggi. Fara yfir öll kerfi sem við notum dags daglega og halda skrá yfir þau og tryggja eins gott aðgangsöryggi og hægt er. Nota hugbúnað sem geymir fyrir okkur lykilorð eins og LastPass, Password1 o.s.frv. Sjá til þess að við eigum til öryggisafrit af mikilvægum gögnum í tæki sem er varið fyrir gagnagíslatökuvírusum. Fyrir fyrirtæki og stofnanir (skipulagsheildir) er ekki síður mikilvægt að útfæra og æfa viðbragð við mismunandi áhættusviðsmyndum til að tryggja viðeigandi viðbragð í neyð. Æfingar á viðbragði eru sífellt mikilvægari þáttur í daglegu lífi. Það þekkja margir brunaæfingar sem vinna á skrifstofu en við erum að fást við ósýnilegan tæknilegan bruna í kerfum og eru töluvert meiri líkur á slíkum bruna. Gott æft viðbragð er gulls ígildi þegar á reynir og nú er sérstaklega mikilvægt að verklag sé skýrt vegna ástandsins sem ríkir í Úkraínu, er þín skipulagsheild í viðbragðsstöðu eða er búið að lýsa yfir óvissuástandi og virkja neyðarskipulag hjá þér? Þetta eru spurningar sem margir velta fyrir sér nú og þurfa allir að vera sérstaklega á varðbergi, ekki bara skipulagsheildir heldur þú og ég líka. Skilin á milli heimilis og vinnu eru sífellt að vera óskýrari og hættur fleiri og alvarlegri. Pössum upp á stafrænt öryggi okkar og þeirra sem við erum í samskiptum við í leiðinni. Notum margþátta auðkenni alltaf ef það er valkostur, uppfærum öryggisviðbætur í tölvum og þeim tækjum þegar það býðst, látum vita ef grunur er um að við höfum verið blekkt því það geta allir lent í því, ég hef lent í því líka líka þó að ég starfi við þetta fag. Höfundur er ráðgjafi í áhættustjórnun og upplýsingaöryggi.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun