Innlent

Velunnari UNICEF hyggst jafna framlög upp að fimmtán milljónum króna

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Yfir milljón manns hafa flúið heimili sín frá því að innrás Rússa hófst og fjöldi fólks er án vatns og rafmagns.
Yfir milljón manns hafa flúið heimili sín frá því að innrás Rússa hófst og fjöldi fólks er án vatns og rafmagns. epa/Mikhail Palinchak

UNICEF á Íslandi stendur nú í neyðarsöfnun fyrir Úkraínu og velunnari samtakanna, sem vill ekki láta nafns síns getið, hefur nú ákveðið að jafna þau framlög sem berast í söfnunina, upp að fimmtán miljónum króna.

Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag og haft eftir Birnu Þórarinsdóttur framkvæmdastjóra UNICEF að það sé gríðarlega mikilvægt að vita til þess að hvert framlag telji í raun tvöfalt. 

Hún segist vonast til að þetta göfuglyndi reynist öllum landsmönnum og fyrirtækjum hvatning til að styðja við börn og fjölskyldur í Úkraínu. 

Áður höfðu þeir Davíð Helgason og Haraldur Þorleifsson lýst svipuðum fyrirætlunum yfir.

Davíð, sem er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Unity, tilkynnti um að hann myndi jafna framlög upp að 500 þúsund dollurum, sem eru rúmar 63 milljónir. Haraldur, stofnandi Ueno, ákvað einnig að jafna öll framlög til Rauða krossins upp að 25 þúsund dollurum, eða rúmum þremur milljónum, og safnaðist sú upphæð á aðeins nokkrum klukkustundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×