Holskefla tilkynninga út af holum: 57 tjón á aðeins fjórum dögum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 3. mars 2022 23:31 Unnið hefur verið hörðum höndum að því undanfarna daga að fylla upp í holur sem myndast hafa á götunum eftir slæma tíð undanfarið. Vísir/Sigurjón Holskefla tilkynninga hefur borist Vegagerðinni síðustu daga vegna skemmda á bílum sem eigendur rekja til ástands vega. Vegagerðarmenn hafa vart undan að fylla upp í holur sem myndast hafa eftir slæma tíð síðustu vikur. Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“ Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Vegavinnumenn höfðu í nógu að snúast í dag við að gera við nokkrar af þeim mörgu holum sem myndast hafa á götum á höfuðborgarsvæðinu. „Staðan er slæm. Það er glatað með svona mikið frost og mikið vatn og það fara slæmir kaflar illa úr því,“ segir Lárus Magnússon vegavinnumaður. Lárus Magnússon vegavinnumaður er einn þeirra sem hefur staðið í ströngu síðustu daga við að fylla upp í holurnar.Vísir/Sigurjón Þá eru mörg dæmi um að fylla þurfi aftur og aftur upp í sömu holurnar. „Við höfum verið að lenda í því þar sem við köstum í holu og tveimur tímum seinna er sú viðgerð horfin og búin að stækka holan.“ Margfalt fleiri tilkynningar um tjón borist en áður Vegagerðin hefur verið með nokkurn hóp fólks að störfum alla síðustu daga til að reyna að fylla upp í þær holur sem myndast hratt. „Það eru þrjú teymi um allt þéttbýlið hér að bregðast við og líka merkja,“ segir Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar. Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar segir aðeins hægt að gera bráðabirgðaviðgerðir nú. Göturnar verði lagaðar betur þegar hlýnar.Vísir/Sigurjón Að meðaltali berast Vegagerðinni fimm til tíu tilkynningar yfir vetrartímann um tjón á bílum sem fólk telur að rekja megi til ástands vega. Í síðustu viku fjölgaði tilkynningunum mikið en þá voru tilkynnt tuttugu og níu tjón. Frá því á mánudaginn og þar til í dag hefur holskefla tilkynninga borist eða 57 tilkynningar. Óskar segir matsatriði í hvert sinn hver beri ábyrgð á tjónum sem verða á bílum. Þar sem enn er kalt úti er ekki hægt að gera varanlegar viðgerður á götunum. „Þetta eru bráðabirgðaviðgerðir til þess að bara fylla upp í þessar hættulegustu holur og misfellur og síðan með vorinu þá er lagt yfir þetta heilt slitlag sem verður slétt og fínt.“
Vegagerð Veður Umferðaröryggi Tengdar fréttir Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39 Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Falla frá bröttum gjaldskrárhækkunum eftir ábendingar foreldra Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Átti ekki von á að ríkisstjórnin myndi halda kjöri Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Sprakk á rúmlega tíu bílum í röð eftir sömu holuna Fjöldi bíla sat fastur með sprungin dekk eftir holu á vegi í Kópavogi fyrr í kvöld. Ökumaður segist hafa talið rúmlega tíu bíla í bílaröðinni sem myndaðist, allir með sprungið á dekkjum. 2. mars 2022 22:09
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39
Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“ Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á. 2. mars 2022 18:39