Fótbolti

Rússlandi úthýst af EM og líklega dregið um hvaða lið kemur í staðinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Fyrir tæplega ári fögnuðu Rússa sæti á EM. Nú hefur það verið tekið af þeim.
Fyrir tæplega ári fögnuðu Rússa sæti á EM. Nú hefur það verið tekið af þeim. getty/Gualter Fatia

Rússneska kvennalandsliðið í fótbolta fær ekki að taka þátt á Evrópumótinu á Englandi í sumar. Þetta staðfesti Aleksander Ceferin, forseti UEFA.

Búið er að banna rússneska karlalandsliðinu að taka þátt í umspili um sæti á HM 2022 og þá hefur öllum rússneskum liðum verið vísað úr Evrópukeppnum vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Rússland átti að vera í C-riðli á EM, með Evrópumeisturum Hollands, Svíþjóð og Sviss.

Ekki liggur fyrir hvaða lið tekur sæti Rússa á EM en Ceferin sagði að líklegast yrði dregið á milli liða sem voru nálægt því að komast á mótið.

Rússland vann Portúgal í umspili um sæti á EM, 0-1 samanlagt. Skotland er það evrópska lið sem er efst á styrkleikalista FIFA en komst ekki á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×