Lífið

Loft­hræðslan setti svip sinn á bón­orðið full­komna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Arnar Gauti og Berglind ganga í það heilaga í sumar. 
Arnar Gauti og Berglind ganga í það heilaga í sumar.  Vísir/vilhelm

Arnar Gauti Sverrisson hefur verið tísku og hönnunarbransanum í yfir þrjá áratugi. Hann starfar í dag sem upplifunarhönnuður og heldur úti sjónvarpsþættinum Sir Arnar Gauti á Hringbraut. Arnar er gestur vikunnar í Einkalífinu.

Í þættinum ræðir hann fallega um samband sitt við unnustu sína Berglindi Sif Valdemarsdóttur en þau kynntust fyrir nokkrum árum. Saman eiga þau eina stúlku, Viktoríu Ivy, sem kom í heiminn 13. ágúst 2020. Þau eiga bæði börn úr fyrri samböndum og mynda saman fallega fjölskyldu.

Arnar Gauti segir frá því þegar hann bað Berglindi um að giftast sér uppi á toppnum á Eifell turninum í París sem er hans uppáhalds borg.

Arnar hafði verið í mikilli og erfiðari vinnutörn rétt áður en parið flaug út. Arnar vildi fara á skeljarnar á toppi turnsins en töluvert hvassviðri var í borginni þennan dag og lokað var á toppinn. Parið fór saman í röðina að turninum fræga og þegar komið var að þeim opnaði efsta hæðin, það var búið að lægja.

Þau fóru upp en það sem Arnar vissi ekki á þessum tímapunkti að Berglind er mjög lofthrædd og setti það sannarlega svip sinn á bónorðið eins og sjá má í þættinum hér að neðan. Arnar lýsir bónorðinu þegar 34 mínútur eru liðnar af þættinum en þar smá sannarlega sjá að þarna er maður sem elskar konuna sína mikið og einfaldlega tárast hann þegar hann talar um Berglindi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×