Innlent

Bílar fastir á og við Hellis­heiði og fólk ferjað til Hvera­gerðis

Atli Ísleifsson skrifar
Frá björgunaraðgerðum á Hellisheiðinni í síðustu viku.
Frá björgunaraðgerðum á Hellisheiðinni í síðustu viku. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitir voru kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum og á og við Hellisheiði í gærkvöldi og í nótt.

Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að björgunarsveitir hafi fyrst verið kallaðar út vegna fastra bíla í Þrengslum en að það hafi svo undið upp á sig. Hafi björgunarsveitir verið að störfum til klukkan fimm.

Hann segir að fjölmargir bílar hafi fests í Kömbunum og sömuleiðis á Hellisheiði. Þá hafi átta bílar verið fastir við afleggjarann að Hellisheiðarvirkjun.

Frá Þrengslavegamótunum klukkan hálf níu í morgun.Vegagerðin

Davíð Már segir að Rauði krossinn hafi opnað fjöldahjálparstöð í Hveragerði og hafi nokkur fjöldi verið ferjaður þangað. Hann sé þó ekki með nákvæmar tölur hvað þetta varðar.

Vegirnir um Hellisheiði og Þrengsli eru nú lokaðir. Ákvörðun um hvort opna eigi Þrengslin verður tekin klukkan níu og Hellisheiði um hádegi.

Jeppi við Hveradali klukkan hálf níu í morgun.Vegagerðin

Tengdar fréttir

Hellis­heiði og fleiri vegir lokaðir

Vegurinn um Hellisheiði er lokaður eins og stendur sökum ófærðar og á heimasíðu Vegagerðarinnar segir að næst verði athugað með opnun klukkan tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×