Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu Atli Ísleifsson, Samúel Karl Ólason, Fanndís Birna Logadóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 28. febrúar 2022 06:13 Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti ávarpar þjóð sína. Igor Golovniov/SOPA Images/LightRocket via Getty Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu. Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Sprengingar hafa heyrst bæði í Kænugarði sem og næststærstu borg landsins, Kharkív. Íbúar Kænugarðs vöknuðu upp enn á ný upp við loftvarnaflautur í nótt. Stór herdeild sem fyrst var tilkynnt um í gær færist sífellt nær Kænugarði. Útgöngubanni var þó aflétt í höfuðborginni klukkan átta að úkraínskum tíma og verður verslunum heimilt að hafa opið auk þess að neðanjarðarlestir munu ganga. Útgöngubann mun aftur taka gildi klukkan 22 í kvöld til klukkan sjö í fyrramálið að úkraínskum tíma. Gengi rússnesku rúblunnar lækkaði um nærri 30 prósent við opnun markaða í morgun og hefur gengi hennar gagnvart Bandaríkjadal aldrei verið lægra. Þetta var í fyrsta sinn sem markaðir opnuðu eftir að Vesturveldin tilkynntu um viðskiptaþvinganir sínar gagnvart Rússum vegna innrásarinnar í Úkraínu. Það helsta sem er að gerast í Úkraínu: Almennir borgarar eru sagðir hafa fallið í tugatali og særst í hundruðatali eftir klasasprengjuárás á borgina Karkív. Seðlabanki Rússlands hefur hækkað stýrivexti í tuttugu prósent til að reyna að hægja á falli rúblunnar. Refsiaðgerðir hafa komið verulega niður á virði gjaldmiðilsins. Úkraínumenn segjast hafa fellt eða handsamað um 5.300 rússneska hermenn. Þeir segja ekkert um hve margir úkraínskir hermenn hafa fallið eða verið handsamaðir. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir að íbúar Kænugarðs geti flúið til vesturs. Rússneskir hermenn kringum borgina muni ekki ógna þeim. Varnarmálaráðuneyti Bretlands segir skipulagsleysi og sterka vörn Úkraínumanna hafa hægt á sókninni að Kænugarði. Rússneskir hermenn sitja í raun um nokkrar af stærstu borgum Úkraínu en hefur ekki tekist að hernema þær. Ráðamenn í Bandaríkjunum segjast búast við því að her Hvíta-Rússlands muni ganga til liðs við her Rússlands í dag eða á næstu dögum og taka þátt í innrásinni í Úkraínu. Ráðamenn margra vestrænna ríkja hafa heitið því að útvega Úkraínumönnum mikið af vopnum og jafnvel orrustuþotur. Vladimír Pútín hefur sett kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu og yfirvöld í Hvíta-Rússlandi segja að þjóðin hafi í atkvæðagreiðslu samþykkt að fella úr gildi ákvæðir stjórnarskrár ríkisins um að banna kjarnorkuvopn þar í landi. Viðræður milli sendinefnda frá Rússlandi og Úkraínu fóru fram á landamærum Hvíta-Rússlands og Úkraínu í dag. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist fyrir fundinn tortrygginn á vilja Rússa til viðræðna. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna kom saman í dag á neyðarfundi vegna stöðunnar og er áætlað að fundurinn standi yfir næstu daga. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur formlega sótt um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd Úkraínu. Stór rússnesk herdeild sem telur hundruð herfarartækja, þar á meðal skriðdreka, nálgast Kænugarð úr norðaustri, samkvæmt gervihnattamyndum. Selenskí forseti hefur ýjað að því að algjöru flugbanni yfir Úkraínu verði komið á gagnvart Rússum. Það myndi þýða að reynt yrði að skjóta niður allt það sem Rússar setja inn í lofthelgi Úkraínu; eldflaugar, flugvélar og þyrlur. Fréttastofa mun halda áfram að fylgjast með gangi mála í Úkraínu í allan dag í vaktinni að neðan.
Rússland Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira