Innlent

Mikil­vægt að undir­búa mót­töku fólks frá Úkraínu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hugi strax að undirbúningi fyrir mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands.
Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra segir mikilvægt að ríkisstjórnin hugi strax að undirbúningi fyrir mögulega móttöku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Vísir/Vilhelm

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, fé­lags- og vinnu­markaðs­ráð­herra, segir mikil­vægt að undir­búa mögu­lega mót­töku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Hann hefur falið flótta­manna­nefnd að fylgjast með stöðu þeirra sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna á­standsins.

Ráð­herra fundaði með flótta­manna­­­­nefnd vegna á­standsins í Úkraínu fyrr í dag. Efni fundarins var að ræða stöðu þeirra sem neyðst hafa þurft að yfir­­­gefa heimili sín og flýja til ná­granna­­­­ríkja í kjöl­far inn­rásar Rúss­lands í landið.

Hann fól í kjöl­farið flótta­manna­­­nefnd að fylgjast með stöðunni í sam­ráði við Norður­lönd, önnur Evrópu­­­ríki og Flótta­manna­­­stofnun Sam­einuðu þjóðanna. Í nefndinni sitja meðal annars full­­trúar fé­lags- og vinnu­­markaðs­ráð­herra, dóms­­mála­ráð­herra og utan­­­ríkis­ráð­herra, sam­kvæmt til­­­­­kynningu frá Stjórnar­ráðinu.

Guð­­mundur Ingi fjallar um málið á Face­­book síðu sinni og segir mikil­­vægt að Ís­­lendingar hugi strax að undir­­búningi fyrir mögu­­lega mót­töku fólks frá Úkraínu hingað til lands. Að minnsta kosti 100 þúsund manns hafi þegar flúið heimili sín og talið sé að fjöldi fólks á flótta geti farið upp í fimm milljónir.


Tengdar fréttir

Ráð­herra hefur ekki falið flótta­manna­nefnd að fjalla um Úkraínu

Flóttamannanefnd mun koma saman í næstu viku á reglulegum fundi. Ráðherra hefur enn ekki falið nefndinni að meta stöðu mála í Úkraínu en Stefán Vagn Stefánsson, formaður nefndarinnar, segir í samtali við fréttastofu að ástandið í Úkraínu verði að öllum líkindum rætt á fundi nefndarinnar, sama hvort það verðir á dagskrá eða utan hennar.

Vaktin: Undirbúa sig fyrir umfangsmikla árás á Kænugarð

Loftárásir Rússa hófust aftur klukkan fjögur í nótt að staðartíma í Úkraínu. Nú er sólarhringur liðinn síðan Rússar hófu allsherjarinnrás í Úkraínu og talið er að tæplega 140 Úkraínumenn hafi fallið í átökunum. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×