„Allar borgir ættu að eiga einn Antonio Banderas“ Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. febrúar 2022 16:28 Antonio Banderas tendrar jólaljósin í miðborg Málaga fyrir síðustu jól. Vísir/Getty Eftir að Antonio Banderas, tekjuhæsti leikari í sögu Spánar sneri aftur til fæðingarborgar sinnar, Málaga, hefur hann einbeitt sér að því að nýta auð sinn til að efla menningar- og atvinnulíf borgarinnar. Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“ Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Frægðarsól spænska kvikmyndaleikarans Antonio Banderas tók að rísa á 9. áratugnum, þegar hann lék í 5 kvikmyndum Pedro Almodóvars. Sólin reis hratt og nokkrum árum síðar var Banderas farinn til Hollywood. Nú 40 árum síðar er Banderas snúinn aftur heim til Spánar, með um 100 kvikmyndir á ferilsskránni. Hann var Zorro og Stígvélaði kötturinn og margt fleira og er í dag tekjuhæsti leikari í sögu Spánar. Fékk hjartaáfall og flutti heim Fyrir fimm árum fékk hann hjartaáfall og þá ákvað hann að tímabært væri að snúa aftur til Spánar, til heimaborgarinnar, Málaga. Banderas gerði sér grein fyrir nálægð dauðans og að maður verði að nýta hvert augnablik, hverja sekúndu. Og hann situr ekki auðum höndum á Spáni, rétt rúmlega sextugur. Hann hefur dælt fjármunum inn í spænskt menningar- og atvinnulíf og nú er svo komið að rúmlega 300 manns hafa atvinnu í gegnum fjárfestingar Banderas. Fyrir tveimur árum stofnaði hann og byggði stórt leikhús í Málaga, sem veltir andvirði rúmlega eins milljarðs íslenskra króna á ári. Hann hefur stofnað framleiðslufyrirtæki fyrir sjónvarp og kvikmyndir, sinfóníuhljómsveit, hann hefur opnað fjóra veitingastaði í miðborginni og fjárfestingarfyrirtæki hans stundar umfangsmikil fasteignaviðskipti. Í pípunum er svo stofnun leiklistarskóla, viðbygging við leikhúsið og jazzklúbbur. Banderas laðar ferðamenn til Málaga Banderas fer með aðalhlutverkið í Broadway söngleiknum Company, sem leikhúsið hans hefur sett upp, en bara þegar sýningin er sýnd í Málaga, þegar leikhúsið fer með söngleikinn til annarra borga þá tekur annar við hlutverki Banderas. Og þessi aðferð laðar fólk og peninga að Málaga. 40.000 manns hafa nú séð verkið í Málaga og helmingur þeirra er aðkomumenn. Fjölmiðlar á Spáni fjalla reglulega með mikilli velþóknun um hvernig Banderas hefur notað auð sinn til þess að skapa jafnt menningu sem atvinnu. Borgarstjórinn í Málaga segir í samtali við El País að fjárfestingar Banderas í Málaga séu mjög mikilvægar, þær geri borgina sýnilega og laði að ferðamenn. Og forstjóri hótels í miðborg Málaga, bætir við: „Það ætti hver borg að eiga einn Antonio Banderas.“
Spánn Tengdar fréttir Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24 Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Antonio Banderas hélt að dagar sínir væru taldir Spænski stórleikarinn Antonio Banderas lítur öðrum augum á lífið eftir að hafa fengið hjartaáfall fyrir tveimur árum síðan. 19. ágúst 2019 11:24
Banderas búinn að jafna sig á hjartaáfallinu Spænski leikarinn fékk hjartaáfall í janúar og hefur gengist undir aðgerð til að koma stoðneti fyrir í slagæðum. 26. mars 2017 12:44