„Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. febrúar 2022 20:00 Ragnhildur Eik Árnadóttir kærði Jóhannes Tryggva Sveinbjörnsson fyrir kynferðisbrot og var Jóhannes sakfelldur fyrir brotið í janúar. vísir/vilhelm Þolandi kynferðisofbeldis sem fór fram á að þinghald yrði opið í máli hennar segir mikilvægt að útskýrt sé fyrir kærendum hvað felist í lokuðu þinghaldi. Hún segir að hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum valdi því að heill málaflokkur sé í myrkrinu. Þrátt fyrir þá meginreglu að þinghald sé opið í dómsmálum hefur myndast ákveðin hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum. Brotaþoli í meðhöndlaramálinu sem fór fram á að þinghald yrði opið í hennar máli segir þessa hefð sérkennilega. „Ef að ég hefði verið í lokuðu þinghaldi þá hefði ég ekki mátt vera viðstödd. Ég hefði ekki fengið aðgang að gögnum, ég hefði ekki vitað neitt um neitt og ekki vitað hvað færi fram. Auðvitað var rosalega óþægilegt að þurfa að segja sína sögu í smáatriðum með blaðamenn í salnum en ég tel ekki að mínir hagsmunir séu æðri hagsmunum samfélagins akkúrat í mínu máli,“ sagði Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögfræðingur og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar. Hún segir skiljanlegt að margir kærendur kynferðisofbeldis vilji lokað þinghald og að sjálfsögðu eigi að loka dyrum í þeim málum. „Eins og í Danmörku eru þessi mál opin því það er meginreglan en ofsalega oft er dyrum lokað þegar brotaþoli er að gefa vitnaskýrslu út af því að það þykir óþægilegt fyrir brotaþola.“ Ragnhildur Eik starfar sem lögfræðingur í Danmörku.vísir/vilhelm Segir brotaþola ekki hafa áttað sig á möguleikanum á opnu þinghaldi Tilgangur opins þinghalds er sá að samfélagið og sérstaklega fjölmiðlar eiga að hafa eftirlit með dómstólum. „Þegar þú ert búin að taka heilan málaflokk út úr þessu eftirliti þá er mjög stórt tómarúm þar sem við vitum ekkert hvað sé að gerast. Það er ekkert eftirlit frá almenningi sem á að vera. Það var mjög erfitt að ég þurfti að fara fram á að þinghald yrði opið. Nú hef ég talað við brotaþola eftir á og þær áttuðu sig alls ekki á því að það væri möguleiki á öðru hvoru það var bara lokað.“ Óþægilegt að vita ekkert í eigin máli Því segir hún nauðsynlegt að útskýrt sé fyrir kærendum kynferðisofbeldis hvað felist í lokuðu þinghaldi, þar sem að enn sem komið er séu þeir bara vitni í eigin málum. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd. Það hefði verið virkilega erfitt enda eru þetta heil réttarhöld þar sem er verið að tala um þig og þína manneskju og hvort þú sért að ljúga og allt svoleiðis. Það er rosalega óþægilegt að vita ekkert. Þú færð síðan bara dóm og veist ekkert hvaða rök er búið að færa fyrir hverju. Þú rænir svolítið brotaþola ákveðna yfirsýn yfir eigin máli og manni líður svolítið eins og maður skipti engu máli í þessu.“ Ragnhildur gagnrýndi það í fréttaauka í vikunni hve margar kærur voru felldar niður í meðhöndlaramálinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður og segir réttargæslumaður að í málunum hafi ekki bara verið orð gegn orði. Kynferðisofbeldi Dómstólar Tengdar fréttir Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28. janúar 2022 14:13 Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01 Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Þrátt fyrir þá meginreglu að þinghald sé opið í dómsmálum hefur myndast ákveðin hefð um lokað þinghald í kynferðisbrotamálum. Brotaþoli í meðhöndlaramálinu sem fór fram á að þinghald yrði opið í hennar máli segir þessa hefð sérkennilega. „Ef að ég hefði verið í lokuðu þinghaldi þá hefði ég ekki mátt vera viðstödd. Ég hefði ekki fengið aðgang að gögnum, ég hefði ekki vitað neitt um neitt og ekki vitað hvað færi fram. Auðvitað var rosalega óþægilegt að þurfa að segja sína sögu í smáatriðum með blaðamenn í salnum en ég tel ekki að mínir hagsmunir séu æðri hagsmunum samfélagins akkúrat í mínu máli,“ sagði Ragnhildur Eik Árnadóttir, lögfræðingur og brotaþoli í máli Jóhannesar Tryggva Sveinbjörnssonar. Hún segir skiljanlegt að margir kærendur kynferðisofbeldis vilji lokað þinghald og að sjálfsögðu eigi að loka dyrum í þeim málum. „Eins og í Danmörku eru þessi mál opin því það er meginreglan en ofsalega oft er dyrum lokað þegar brotaþoli er að gefa vitnaskýrslu út af því að það þykir óþægilegt fyrir brotaþola.“ Ragnhildur Eik starfar sem lögfræðingur í Danmörku.vísir/vilhelm Segir brotaþola ekki hafa áttað sig á möguleikanum á opnu þinghaldi Tilgangur opins þinghalds er sá að samfélagið og sérstaklega fjölmiðlar eiga að hafa eftirlit með dómstólum. „Þegar þú ert búin að taka heilan málaflokk út úr þessu eftirliti þá er mjög stórt tómarúm þar sem við vitum ekkert hvað sé að gerast. Það er ekkert eftirlit frá almenningi sem á að vera. Það var mjög erfitt að ég þurfti að fara fram á að þinghald yrði opið. Nú hef ég talað við brotaþola eftir á og þær áttuðu sig alls ekki á því að það væri möguleiki á öðru hvoru það var bara lokað.“ Óþægilegt að vita ekkert í eigin máli Því segir hún nauðsynlegt að útskýrt sé fyrir kærendum kynferðisofbeldis hvað felist í lokuðu þinghaldi, þar sem að enn sem komið er séu þeir bara vitni í eigin málum. „Ég hefði ekki getað ímyndað mér að fá ekki að vera viðstödd. Það hefði verið virkilega erfitt enda eru þetta heil réttarhöld þar sem er verið að tala um þig og þína manneskju og hvort þú sért að ljúga og allt svoleiðis. Það er rosalega óþægilegt að vita ekkert. Þú færð síðan bara dóm og veist ekkert hvaða rök er búið að færa fyrir hverju. Þú rænir svolítið brotaþola ákveðna yfirsýn yfir eigin máli og manni líður svolítið eins og maður skipti engu máli í þessu.“ Ragnhildur gagnrýndi það í fréttaauka í vikunni hve margar kærur voru felldar niður í meðhöndlaramálinu en ellefu af fimmtán málum voru felld niður og segir réttargæslumaður að í málunum hafi ekki bara verið orð gegn orði.
Kynferðisofbeldi Dómstólar Tengdar fréttir Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28. janúar 2022 14:13 Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01 Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01 Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Jóhannes aftur sakfelldur fyrir nauðgun á nuddstofu Jóhannes Tryggvi Sveinbjörnsson var í dag sakfelldur af ákæru um að hafa nauðgað konu á nuddstofu hans árið 2012. Þetta er í annað sinn á skömmum tíma sem Jóhannes Tryggvi er sakfelldur í sambærilegum málum. 28. janúar 2022 14:13
Telur kynferðisbrot einu skýringuna á andlegu erfiðleikunum Sálfræðingur sem Ragnhildur Eik Árnadóttir, brotaþoli í nauðgunarmáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni, leitaði til sagði við meðferð málsins að Ragnhildur hefði sýnt mörg einkenni sem algeng væru í kjölfar kynferðisbrota. Ragnhildur leitaði til hennar árið 2018, en meint brot Jóhannesar áttu sér stað í byrjun árs 2012. 19. janúar 2022 07:01
Segir mál meðhöndlarans hafa skemmt mikið fyrir systur sinni Systir brotaþola í fimmta nauðgunarmáli ákæruvaldsins á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni kom fram sem vitni við aðalmeðferð málsins í síðustu viku. Þar bar hún meðal annars um hrakandi líðan systur sinnar eftir að meint ofbeldi átti sér stað og sagðist sem læknir ekki vita til þess að það sem Jóhannesi er gefið að sök geti talist vera meðferð við þeim verkjum sem brotaþoli ætlaði að fá Jóhannes til að meðhöndla. 18. janúar 2022 07:01
Lýsti upplifun sinni af nuddtímunum í sögulegu þinghaldi Fjöldi vitna var kallaður til við aðalmeðferð í sakamáli á hendur meðhöndlaranum Jóhannesi Tryggva Sveinbjörnssyni í dag og í gær. Jóhannes hefur verið sakfelldur fyrir fjórar nauðganir en aðalmeðferð í fimmta málinu á hendur honum hófst í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Jóhannes neitaði sök fyrir dómi en vildi annars lítið tjá sig og vísaði til lögregluskýrslu sem tekin var af honum vegna málsins. Þinghald í málinu var opið, sem er óvenjulegt fyrir kynferðisbrotamál. 14. janúar 2022 11:03