Fannst skrýtið að sjá lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2022 13:34 Frá vettvangi í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Guðmundur Hjalti Stefánsson Rúnar Snær Reynisson, fréttamaður Ríkisútvarpsins á Austfjörðum, segir að honum hafi fundist skrýtið að fylgjast með lögreglu yfirheyra mann í blóði sínu á Egilsstöðum í ágúst. Rúnar er meðal vitna í máli héraðssaksóknara gegn Árnmari Jóhanni Guðmundssyni sem sætir ákæru fyrir tvær tilraunir til manndráps. Aðalmeðferð í málinu hófst í gær með skýrslutöku yfir Árnmari, lögreglumönnum, barnsföður kærustu Árnmars, kærustu Ármars og börnum hennar. Hluti þinghaldsins var lokaður í gær, sá er sneri að kærustunni og börnunum. Fyrir dóm í Héraðsdómi Austurlands í dag komu fjölmörg vitni í málinu. Rúnar Snær var þeirra á meðal en hann er búsettur í næsta nágrenni við húsið í Dalseli hvar hleypt var af skotum. Taldi ungt fólk vera að leika sér með hvellhettur Rúnar Snær lýsti því fyrir dómi að hann hefði setið og horft á sjónvarpið að kvöldi 26. ágúst þegar hann heyrði skothvelli. Hvellirnir hafi verið lágir svo hann hafi talið að einhver væri að leika sér með hvellettubyssu. „Ég ætlaði að skamma viðkomandi,“ sagði Rúnar Snær og reyndi að átta sig á því hvaðan hljóðin kæmu. Eftir drjúga stund hefði lögreglubíl með blá ljós verið ekið inn í Dalselið. Hann hafi fylgst með úr hvarfi, heyrt lögregluna kalla að hún væri vopnuð og hvatt viðkomandi í tvígang til að leggja frá sér vopnið. Nokkrum sekúndum síðar hafi brotist út byssubardagi. Hvellirnir hafi verið margir, úr að minnsta kosti tveimur tegundum skotvopna og staðið í þrjár til fimm sekúndur. Hann hafi dregið þá ályktun að lögregla væri að skjóta ungling. Hann hafi farið á stúfana, ekki lagt í að fara inn í Dalselið, ekkert séð og ekkert heyrt. Það hafi verið eins og allt félli í dúnalogn. Hann hafi áfram fylgst með af svölunum, séð fleiri löggur mæta á svæðið, keyra í kring og ályktað sem svo að verið væri að leita að einhverjum. „Í mallann“ Hann hefði talið líklegt að einstaklingur vopnaður byssu hefði farið í Selskóg, skóg í næsta nágrenni. Hann hafi heyrt hróp úr skóginum og talið að vopnaður einstaklingur hefði verið handsamaður þar. Hann hafi aftur farið á stúfana með farsímann að vopni og ætlað að ná myndefni af því þegar viðkomandi yrði stungið í lögreglubíl. Hann hafi verið að koma sér í færi þegar hann heyrði lögreglu segja yfirvegað að hún væri vopnuð og sagt viðkomandi að leggja frá sér vopn. Engin frekari orðaskipti hafi verið. Svo hafi hann heyrt: „Í mallann“, skotið gollið við en um var að ræða þegar lögregla felldi Árnmar með byssuskoti í kviðinn með einu skoti. Eins og lögregla væri að hundskamma fólkið Rúnar Snær sagðist nokkrum sekúndum fyrr hafa kveikt á upptöku og hefði náð myndbandi af því þegar Árnmar féll í jörðina hrópandi af sársauka. Hann hafi látið símann ganga í smá stund, slökkt á upptöku, haft samband við fréttastofu Ríkisútvarpsins og upplýst þau um gang mála. Enn hafi hann farið á stúfana, rætt við nágranna og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst. Hann hafi séð lögreglu standa yfir Árnmari, tala við hann eins og þau væru að hundskamma hann. Lögregla hafi spurt hann hvað hann hafi verið að hugsa, hvort hann hefði ekið ölvaður á vettvang og fleira. Rúnar sagði að sér hefði fundist skrýtið að yfirheyra mann þar sem hann lægi í blóði sínu. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. Fjallað var um undraverðan bata hans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Rúnar segir að í framhaldinu hafi tekið við bið eftir sjúkrabíl og hinn særði svo fluttur af vettvangi. Hann lýsti aðstæðum á vettvangi þannig að skollið hafi verið á myrkur þegar atburðarásin hófst. Götulýsing sé þó góð á svæðinu. Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli, kom einnig fyrir dóminn í dag. Þröstur hefur áður lýst atburðarásinni í fjölmiðlum og sagði fyrir dómi talið að fyrstu skothvellirnir hefðu verið krakkar að leika sér á hjólabrettum. Hann telur að lögreglumaðurinn sem skaut Árnmar hefði verið mjög stressaður, kannski eðlilega í ljósi aðstæðna. Hann hefði endurtekið þrisvar skipun um að Árnmari legði niður vopn áður en hann hleypti af byssunni. Þröstur, sem hefur verið áberandi í sveitarstjórnarmálum á Austfjörðum, er trúaður og færði ákærða Árnmari biblíuna að gjöf í dómssal. Þá kom sjálfstætt starfandi hljóðmaður fyrir dóminn og sagði alveg ljóst að fjórtán sinnum hefði verið hleypt úr byssu á vettvangi. Ellefu sinnum úr byssu lögreglu og þrisvar úr byssu Árnmars. Aðalmeðferð í málinu lýkur í dag með málflutningi saksóknara og verjanda. Dómsmál Múlaþing Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. 25. febrúar 2022 06:01 Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Aðalmeðferð í málinu hófst í gær með skýrslutöku yfir Árnmari, lögreglumönnum, barnsföður kærustu Árnmars, kærustu Ármars og börnum hennar. Hluti þinghaldsins var lokaður í gær, sá er sneri að kærustunni og börnunum. Fyrir dóm í Héraðsdómi Austurlands í dag komu fjölmörg vitni í málinu. Rúnar Snær var þeirra á meðal en hann er búsettur í næsta nágrenni við húsið í Dalseli hvar hleypt var af skotum. Taldi ungt fólk vera að leika sér með hvellhettur Rúnar Snær lýsti því fyrir dómi að hann hefði setið og horft á sjónvarpið að kvöldi 26. ágúst þegar hann heyrði skothvelli. Hvellirnir hafi verið lágir svo hann hafi talið að einhver væri að leika sér með hvellettubyssu. „Ég ætlaði að skamma viðkomandi,“ sagði Rúnar Snær og reyndi að átta sig á því hvaðan hljóðin kæmu. Eftir drjúga stund hefði lögreglubíl með blá ljós verið ekið inn í Dalselið. Hann hafi fylgst með úr hvarfi, heyrt lögregluna kalla að hún væri vopnuð og hvatt viðkomandi í tvígang til að leggja frá sér vopnið. Nokkrum sekúndum síðar hafi brotist út byssubardagi. Hvellirnir hafi verið margir, úr að minnsta kosti tveimur tegundum skotvopna og staðið í þrjár til fimm sekúndur. Hann hafi dregið þá ályktun að lögregla væri að skjóta ungling. Hann hafi farið á stúfana, ekki lagt í að fara inn í Dalselið, ekkert séð og ekkert heyrt. Það hafi verið eins og allt félli í dúnalogn. Hann hafi áfram fylgst með af svölunum, séð fleiri löggur mæta á svæðið, keyra í kring og ályktað sem svo að verið væri að leita að einhverjum. „Í mallann“ Hann hefði talið líklegt að einstaklingur vopnaður byssu hefði farið í Selskóg, skóg í næsta nágrenni. Hann hafi heyrt hróp úr skóginum og talið að vopnaður einstaklingur hefði verið handsamaður þar. Hann hafi aftur farið á stúfana með farsímann að vopni og ætlað að ná myndefni af því þegar viðkomandi yrði stungið í lögreglubíl. Hann hafi verið að koma sér í færi þegar hann heyrði lögreglu segja yfirvegað að hún væri vopnuð og sagt viðkomandi að leggja frá sér vopn. Engin frekari orðaskipti hafi verið. Svo hafi hann heyrt: „Í mallann“, skotið gollið við en um var að ræða þegar lögregla felldi Árnmar með byssuskoti í kviðinn með einu skoti. Eins og lögregla væri að hundskamma fólkið Rúnar Snær sagðist nokkrum sekúndum fyrr hafa kveikt á upptöku og hefði náð myndbandi af því þegar Árnmar féll í jörðina hrópandi af sársauka. Hann hafi látið símann ganga í smá stund, slökkt á upptöku, haft samband við fréttastofu Ríkisútvarpsins og upplýst þau um gang mála. Enn hafi hann farið á stúfana, rætt við nágranna og reynt að átta sig á því hvað hefði gerst. Hann hafi séð lögreglu standa yfir Árnmari, tala við hann eins og þau væru að hundskamma hann. Lögregla hafi spurt hann hvað hann hafi verið að hugsa, hvort hann hefði ekið ölvaður á vettvang og fleira. Rúnar sagði að sér hefði fundist skrýtið að yfirheyra mann þar sem hann lægi í blóði sínu. Skotið fór í hægra lunga mannsins, í gegnum brjóstholið og hafnaði á vegg fyrir aftan hann. Fjallað var um undraverðan bata hans í kvöldfréttum Stöðvar 2 í september. Rúnar segir að í framhaldinu hafi tekið við bið eftir sjúkrabíl og hinn særði svo fluttur af vettvangi. Hann lýsti aðstæðum á vettvangi þannig að skollið hafi verið á myrkur þegar atburðarásin hófst. Götulýsing sé þó góð á svæðinu. Þröstur Jónsson, íbúi í Dalseli, kom einnig fyrir dóminn í dag. Þröstur hefur áður lýst atburðarásinni í fjölmiðlum og sagði fyrir dómi talið að fyrstu skothvellirnir hefðu verið krakkar að leika sér á hjólabrettum. Hann telur að lögreglumaðurinn sem skaut Árnmar hefði verið mjög stressaður, kannski eðlilega í ljósi aðstæðna. Hann hefði endurtekið þrisvar skipun um að Árnmari legði niður vopn áður en hann hleypti af byssunni. Þröstur, sem hefur verið áberandi í sveitarstjórnarmálum á Austfjörðum, er trúaður og færði ákærða Árnmari biblíuna að gjöf í dómssal. Þá kom sjálfstætt starfandi hljóðmaður fyrir dóminn og sagði alveg ljóst að fjórtán sinnum hefði verið hleypt úr byssu á vettvangi. Ellefu sinnum úr byssu lögreglu og þrisvar úr byssu Árnmars. Aðalmeðferð í málinu lýkur í dag með málflutningi saksóknara og verjanda.
Dómsmál Múlaþing Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Tengdar fréttir Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. 25. febrúar 2022 06:01 Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Erlent Fleiri fréttir Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Sjá meira
Ágreiningur um fjölda skota og staðsetningu lögreglumanns Lögreglumenn sem tóku þátt í aðgerðum vegna skotárásar á Egilsstöðum í ágúst báru vitni fyrir Héraðsdómi Austurlands í gær. Lögreglumaðurinn sem skaut manninn taldi sig hafa skotið mun sjaldnar úr byssu sinni en kom í ljós í vettvangsrannsókn. 25. febrúar 2022 06:01
Sagðist hafa ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt Árnmar Jóhannes Guðmundsson, sem skotinn var af lögreglu eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús á Egilsstöðum í ágúst, neitar því að vera sekur um tilraun til manndráps er hann hleypti af byssu í átt að lögreglumönnum á vettvangi. Í dómsal í dag sagðist Árnmar hafa, eftir að það hafði runnið upp fyrir honum hvað hann hafði gert, ætlað að láta lögreglu binda enda á líf sitt. Hann lýsti yfir mikilli eftirsjá vegna málsins. 24. febrúar 2022 14:47