Innlent

Rúm­lega fimm­tíu út­köll björgunar­sveita

Atli Ísleifsson skrifar
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að fjöldi tilkynninga hafi borist um foktjón.
Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, segir að fjöldi tilkynninga hafi borist um foktjón. Vísir/Vilhelm

Björgunarsveitarmenn hafa verið kallaðir út í rúmlega fimmtíu útköll vegna óveðursins. Talsvert er um fasta bíla á Mosfellsheiði, Holtavörðuheiði og í Borgarnesi.

Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar, í samtali við Vísi upp úr klukkan 13. Hann segir að morguninn hafi verið rólega af stað en tilkynningar farið að hrannast inn upp úr hádegi.

„Þetta eru mörg útköll á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Við höfum þurft að manna lokunarpósta víða á höfuðborgarsvæðinu og svo hafa borist fjölda tilkynninga um fasta bíla, meðal annars á Mosfellsheiði, í Borgarnesi, Holtavörðuheiði. 

Það eru um tíu bílar fastir á Mosfellsheiði og svo barst tilkynning um rútu með sjö manns um borð sem var föst í Borgarfirði.

Svo hafa borist nokkrar tilkynningar um foktjón – klæðingar, gróðurhús, skilti og ýmislegt fleira. Bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum,“ segir Davíð Már.

Hann minnir fólk á að það sé í raun ekkert ferðaveður og svo að fólk verði duglegt að moka frá niðurföllum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×